„Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 15. október 2024 07:04 Ágúst Þór Brynjarsson er að senda frá sér sitt fyrsta sóló lag, Með þig á heilanum. Aðsend „Ég hef alltaf verið með það hugarfar að það er enginn að fara hringja í mig að fyrra bragði. Því er ég duglegur að hringja, senda skilaboð, kynna mig og koma mér á framfæri. Ég hef allavega aldrei tapað á því,“ segir tónlistarmaðurinn Ágúst Þór Brynjarsson. Ágúst er 25 ára gamall og býr á Akureyri. Hann hefur átt ævintýralegt sumar með Stuðlabandinu og er nú að gefa út splunkunýtt lag. „Síðustu mánuðir hafa verið ótrúlega skemmtilegir þar sem ég hætti í vinnunni minni til að geta elt drauminn þegar ég fékk boð um að taka að mér að vera söngvari Stuðlabandsins. Í sumar söng ég á öllum stærstu útihátíðum landsins, Lopapeysunni, Kótilettunni og á Þjóðhátíð, bæði með Stuðlabandsmönnum og líka minni upprunalegu hljómsveit Færibandinu frá Akureyri.“ Ágúst og Diljá á Kótelettunni.Aðsend Næsta föstudag gefur Ágúst út sitt fyrsta lag Með þig á heilanum en lagið er samið af Fannari Frey Magnússyni. Hér má heyra lagið: Klippa: Ágúst - Með þig á heilanum „Að gefa út mína eigin tónlist hefur alltaf verið markmiðið. Mér líður eins og akkúrat núna sé fullkominn tími fyrir þann part af mínum tónlistarferli, eftir að hafa verið í ball bransanum síðustu þrjú árin.“ Ágúst í gír uppi á sviði.Aðsend Tónlistin fór á fullt hjá Ágústi þegar hann var 21 árs og ákvað að hætta í fótbolta til þess að sinna tónlistardrauminum. Hann ákvað svo að hætta í átta til fjögur starfi sínu og leggja allt í tónlistina. „Ég hef verið farsæll á Norðurlandinu síðan ég byrjaði en núna er kominn tími til að mæta í höfuðborgina og fara alla leið. Ég hef verið ótrúlega heppinn að fá það tækifæri að koma inn í Stuðlabandið á meðan Magnús Kjartan söngvari bandsins glímir við sín veikindi og hefur það verið frábær stökkpallur fyrir mig. Ég hef alltaf verið með það hugarfar að það er enginn að fara hringja í mig af fyrra bragði. Því er ég duglegur að hringja, senda skilaboð, kynna mig og koma mér á framfæri. Ég hef allavega aldrei tapað á því að hringja eða senda póst, versta sem gerist er að ég enda á sama stað og ég var á fyrir símtalið.“ Stuðlabandið geislaði á Kótelettunni.Aðsend Lagið er fyrsta lag af væntanlegri plötu og er Ágúst fullur tilhlökkunar fyrir komandi tímum. Tónlist Mest lesið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Lífið Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Lífið „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Lífið Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Lífið Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Flott klæddir feðgar Tíska og hönnun Fleiri fréttir Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Ágúst er 25 ára gamall og býr á Akureyri. Hann hefur átt ævintýralegt sumar með Stuðlabandinu og er nú að gefa út splunkunýtt lag. „Síðustu mánuðir hafa verið ótrúlega skemmtilegir þar sem ég hætti í vinnunni minni til að geta elt drauminn þegar ég fékk boð um að taka að mér að vera söngvari Stuðlabandsins. Í sumar söng ég á öllum stærstu útihátíðum landsins, Lopapeysunni, Kótilettunni og á Þjóðhátíð, bæði með Stuðlabandsmönnum og líka minni upprunalegu hljómsveit Færibandinu frá Akureyri.“ Ágúst og Diljá á Kótelettunni.Aðsend Næsta föstudag gefur Ágúst út sitt fyrsta lag Með þig á heilanum en lagið er samið af Fannari Frey Magnússyni. Hér má heyra lagið: Klippa: Ágúst - Með þig á heilanum „Að gefa út mína eigin tónlist hefur alltaf verið markmiðið. Mér líður eins og akkúrat núna sé fullkominn tími fyrir þann part af mínum tónlistarferli, eftir að hafa verið í ball bransanum síðustu þrjú árin.“ Ágúst í gír uppi á sviði.Aðsend Tónlistin fór á fullt hjá Ágústi þegar hann var 21 árs og ákvað að hætta í fótbolta til þess að sinna tónlistardrauminum. Hann ákvað svo að hætta í átta til fjögur starfi sínu og leggja allt í tónlistina. „Ég hef verið farsæll á Norðurlandinu síðan ég byrjaði en núna er kominn tími til að mæta í höfuðborgina og fara alla leið. Ég hef verið ótrúlega heppinn að fá það tækifæri að koma inn í Stuðlabandið á meðan Magnús Kjartan söngvari bandsins glímir við sín veikindi og hefur það verið frábær stökkpallur fyrir mig. Ég hef alltaf verið með það hugarfar að það er enginn að fara hringja í mig af fyrra bragði. Því er ég duglegur að hringja, senda skilaboð, kynna mig og koma mér á framfæri. Ég hef allavega aldrei tapað á því að hringja eða senda póst, versta sem gerist er að ég enda á sama stað og ég var á fyrir símtalið.“ Stuðlabandið geislaði á Kótelettunni.Aðsend Lagið er fyrsta lag af væntanlegri plötu og er Ágúst fullur tilhlökkunar fyrir komandi tímum.
Tónlist Mest lesið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Lífið Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Lífið „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Lífið Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Lífið Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Flott klæddir feðgar Tíska og hönnun Fleiri fréttir Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira