„Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 28. október 2024 15:03 Tónlistarmaðurinn Magnús Valur eða Mt. Fujitive er með um 300 þúsund mánaðarlega hlustendur á streymisveitunni Spotify og ræddi við blaðamann um tónlistina. Aðsend Tónlistarmaðurinn Magnús Valur Willemsson Verheul notast við listamannsnafnið Mt. Fujitive og er með um 300 þúsund mánaðarlega hlustendur á streymisveitunni Spotify. Lög hans eru sömuleiðis sum með tugi milljóna spilanna en þrátt fyrir það hefur Magnús Valur látið tiltölulega lítið fyrir sér fara. Blaðamaður ræddi við hann um tónlistina og tilveruna. Magnús var búsettur í ár í Berlín en sneri aftur til Íslands þar sem honum líður best í einföldu umhverfi. Úr því umhverfi fæddist hans nýjasta verk, platan Afterlife. Hér má heyra lagið Light af plötunni eftir Magnús: Klippa: Mt. Fujitive - light Hvenær byrjaðir þú í tónlist og hver var kveikjan að því? Ég hef alltaf verið mikill svampur þegar það kemur að tónlist, sama hvaða tegund það er. Ég byrjaði frekar ungur að spila á rafmagnsbassa, spilaði með skólahljómsveit, svo var maður bara að bralla sjálfur heima. Varðandi tónlistina sem ég geri í dag þá uppgötvaði ég þessa tónlistarstefnu, sem átti ekkert nafn á sínum tíma, í kringum árið 2012. Þetta var bara flokkað undir „beats“ á vefsíðunni Soundcloud en nú er stefnan kölluð lofi eða lofi beats. Tónlistarmaðurinn sem ég heyrði fyrst af þarna er kallaður Wun Two en hann er algjör lykill að þessari senu og gróskunni í henni. Ég hafði alltaf haft mikinn áhuga á 90's blómaskeiði hip hop tónlistar og þá sérstaklega hvernig taktarnir hljómuðu og hvernig þeir voru framleiddir. Ég var andvaka eitt sumarið eftir veikindi og byrjaði að hlusta á lagið Flowers eftir uppáhalds pródúserinn minn J Dilla. Áhrifin voru mikil þegar ég heyrði lagið. Klukkan var fjögur um nótt og ég ákvað þar á staðnum að ég myndi láta reyna á að prófa að framleiða takta. Vinur minn Alex kynnti mig fyrir forritinu Ableton og út frá því eyddi ég mjög miklum tíma í að vinna að og þróa eigin stíl, hægt og rólega. View this post on Instagram A post shared by mt. fujitive (@fuji_beats) Finnst þér þú finna mikinn mun á því að vinna að tónlist hérlendis og í Berlín? Já, hér er ég umkringdur fjölskyldu, vinum, náttúru og góðu andrúmslofti. Hér eru engir draugar. Hvernig finnst þér tónlistarbransinn á Íslandi? Ég hef í raun voða lítið að segja um bransann. Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst bara rosa þægilegt. Magnús segir þægilegt að vera lítið þekktur. Aðsend Hvaðan kemur listamannsnafnið þitt? Mt. Fuji, staðsett í Japan, er eitt þekktasta fjall í heiminum. Mér fannst sniðugt á þeim tíma að blanda fugitive (flóttamaður) við Fuji. Mér fannst það líka vera táknrænt, því í gegnum tónlistina gat ég flúið frá hversdagsleikanum. Ofan á það hef ég tuttugu ára reynslu í karate og hef fundið fyrir sterkum tengslum við Japan frá ungum aldri, þannig mér fannst gaman að ná að tengja þetta allt saman. Hvaðan sækir þú innblásturinn? Ég sæki innblásturinn minn frá japanskri menningu, tónlist og myndlist. Ef ég á að segja alveg satt þá hef ég algjörlega hætt að hlusta á hip hop og/eða lofi beats í mörg ár. Ég geri í raun tónlist fyrir sjálfan mig fyrst en deili því svo með almenningi síðar. Magnús ásamt besta vini sínum, hundinum Watamaru, fyrir framan Mt. Fuji.Aðsend Hvað finnst þér skemmtilegast við tónlistarstarfið? Mér finnst skemmtilegast þegar ég heyri og finn að það sem ég er að framleiða hefur andleg áhrif á mig. Að geta síðan dreift þeim tilfinningum og búið til notalegt og öruggt umhverfi fyrir mína hlustendur til að njóta í friði er mitt kærkomnasta afrek. En mest krefjandi? Að finna efni, eða „samples“, til að nota fyrir taktana mína. Ég legg svo fáránlega mikla vinnu í það að það er ekki eðlilegt, standardinn minn er of hár og verður hærri með árunum. Hér má hlusta á Magnús Val á streymisveitunni Spotify en hann var jafnframt að senda frá sér plötuna afterlife. Tónlist Mest lesið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Kári og Eva eru hjón Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Magnús var búsettur í ár í Berlín en sneri aftur til Íslands þar sem honum líður best í einföldu umhverfi. Úr því umhverfi fæddist hans nýjasta verk, platan Afterlife. Hér má heyra lagið Light af plötunni eftir Magnús: Klippa: Mt. Fujitive - light Hvenær byrjaðir þú í tónlist og hver var kveikjan að því? Ég hef alltaf verið mikill svampur þegar það kemur að tónlist, sama hvaða tegund það er. Ég byrjaði frekar ungur að spila á rafmagnsbassa, spilaði með skólahljómsveit, svo var maður bara að bralla sjálfur heima. Varðandi tónlistina sem ég geri í dag þá uppgötvaði ég þessa tónlistarstefnu, sem átti ekkert nafn á sínum tíma, í kringum árið 2012. Þetta var bara flokkað undir „beats“ á vefsíðunni Soundcloud en nú er stefnan kölluð lofi eða lofi beats. Tónlistarmaðurinn sem ég heyrði fyrst af þarna er kallaður Wun Two en hann er algjör lykill að þessari senu og gróskunni í henni. Ég hafði alltaf haft mikinn áhuga á 90's blómaskeiði hip hop tónlistar og þá sérstaklega hvernig taktarnir hljómuðu og hvernig þeir voru framleiddir. Ég var andvaka eitt sumarið eftir veikindi og byrjaði að hlusta á lagið Flowers eftir uppáhalds pródúserinn minn J Dilla. Áhrifin voru mikil þegar ég heyrði lagið. Klukkan var fjögur um nótt og ég ákvað þar á staðnum að ég myndi láta reyna á að prófa að framleiða takta. Vinur minn Alex kynnti mig fyrir forritinu Ableton og út frá því eyddi ég mjög miklum tíma í að vinna að og þróa eigin stíl, hægt og rólega. View this post on Instagram A post shared by mt. fujitive (@fuji_beats) Finnst þér þú finna mikinn mun á því að vinna að tónlist hérlendis og í Berlín? Já, hér er ég umkringdur fjölskyldu, vinum, náttúru og góðu andrúmslofti. Hér eru engir draugar. Hvernig finnst þér tónlistarbransinn á Íslandi? Ég hef í raun voða lítið að segja um bransann. Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst bara rosa þægilegt. Magnús segir þægilegt að vera lítið þekktur. Aðsend Hvaðan kemur listamannsnafnið þitt? Mt. Fuji, staðsett í Japan, er eitt þekktasta fjall í heiminum. Mér fannst sniðugt á þeim tíma að blanda fugitive (flóttamaður) við Fuji. Mér fannst það líka vera táknrænt, því í gegnum tónlistina gat ég flúið frá hversdagsleikanum. Ofan á það hef ég tuttugu ára reynslu í karate og hef fundið fyrir sterkum tengslum við Japan frá ungum aldri, þannig mér fannst gaman að ná að tengja þetta allt saman. Hvaðan sækir þú innblásturinn? Ég sæki innblásturinn minn frá japanskri menningu, tónlist og myndlist. Ef ég á að segja alveg satt þá hef ég algjörlega hætt að hlusta á hip hop og/eða lofi beats í mörg ár. Ég geri í raun tónlist fyrir sjálfan mig fyrst en deili því svo með almenningi síðar. Magnús ásamt besta vini sínum, hundinum Watamaru, fyrir framan Mt. Fuji.Aðsend Hvað finnst þér skemmtilegast við tónlistarstarfið? Mér finnst skemmtilegast þegar ég heyri og finn að það sem ég er að framleiða hefur andleg áhrif á mig. Að geta síðan dreift þeim tilfinningum og búið til notalegt og öruggt umhverfi fyrir mína hlustendur til að njóta í friði er mitt kærkomnasta afrek. En mest krefjandi? Að finna efni, eða „samples“, til að nota fyrir taktana mína. Ég legg svo fáránlega mikla vinnu í það að það er ekki eðlilegt, standardinn minn er of hár og verður hærri með árunum. Hér má hlusta á Magnús Val á streymisveitunni Spotify en hann var jafnframt að senda frá sér plötuna afterlife.
Tónlist Mest lesið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Kári og Eva eru hjón Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira