Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 13. nóvember 2024 15:01 Strákarnir í HAM riðu fyrstir á vaðið í fiskabúrinu. Fyrstu tónleikarnir í fiskabúri X-ins 977 fara í loftið á morgun en um er að ræða nýja þáttaröð sem birtist á Vísi og ber heitið LIVE IN A FISHBOWL. Þetta er tónleikaröð sem tekin er upp í hljóðveri X-ins 977, því sem undanfarin ár hefur verið kallað fiskabúrið og er skírskotun í goðsagnakennt lag Maus. „Það er svo oft sem menn fá svona hugmyndir en svo eru þær aldrei framkvæmdar. Ómar fékk þessa ævintýrahugmynd að bjóða hljómsveitum að spila inn í litla stúdíóinu okkar sem lítur út eins og fiskabúar, líkt og tíðkast í þessum útvarpsheimi og við ákváðum bara að kýla á þetta þrátt fyrir að vera efins í byrjun,“ segir útvarpsmaðurinn og rokkarinn Addi Tryggvason í samtali við Vísi. Hann segir rokkarana í HAM hafa verið efsta á óskalista útvarpsmannana á X-inu. „Ég man ég sagði samt bara: Ha?!?! Fá HAM?! Það er alltof stórt! Svo voru þeir bara fyrsta bandið til þess að samþykkja að mæta og það opnaði svo sannarlega hurðina fyrir okkur enda gátum við þá sagt við hina fiskana að HAM væri að mæta og hinir rokkararnir urðu miklu spenntari að mæta fyrir vikið,“ segir Addi hlæjandi. HAM verða fyrstir í tónleikaröðinni í hinu pínulitla stúdíói sem fékk nafnið upprunalega þegar X-ið var í Aðalstræti með stóran glugga út á Ingólfstorg. Þegar fólk horfði inn af torginu var eins og starfsmenn væru þar inni í fiskabúri. Á eftir HAM mætir Biggi í Maus en Addi segir X-verja hafa fengið góðfúslegt leyfi hjá honum til að kenna tónleikaröðina við hið goðsagnakennda lag MAUS. Addi og félagar fengu blessun Bigga Maus fyrir tónleikaröðinni. Blessun Bigga Maus „Við hreinlega urðum að fá Bigga Maus og fengum hans blessun til þess að kalla tónleikaröðina þessu nafni. Það má því segja að hann sé sérlegur verndari þáttarins,“ segir Addi sem bætir því við að í hið minnsta þrjátíu hljómsveitir séu á óskalista fyrir þáttinn sem hann bætir við að verði í hið minnsta fjórar seríur. Á eftir Bigga mætir Dr. Gunni, síðan Spacestation, I Adapt og að lokum Brain Police. „Fyrsta serían gekk eins og í ævintýri. Fengum sex eða sjö hljómsveitir í heimsókn, fylltum fiskabúrið hreinlega af græjum. Það var ekki þverfótað fyrir Marshall boxum og míkrafónstöndum og svo var bara alvöru ljósasýning með einhverjum 24 rásum af hljóði. Við gerðum þetta á einni viku, að sjálfsögðu að kvöldi til þegar allir voru farnir úr húsi enda hefði hávaðinn líklega ekki skapað okkur vinsældir hjá nágrönnum okkar á Bylgjunni,“ segir Addi hlæjandi. Plássið er vel nýtt í fiskabúrinu. X977 Tónlist Mest lesið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Lífið Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
„Það er svo oft sem menn fá svona hugmyndir en svo eru þær aldrei framkvæmdar. Ómar fékk þessa ævintýrahugmynd að bjóða hljómsveitum að spila inn í litla stúdíóinu okkar sem lítur út eins og fiskabúar, líkt og tíðkast í þessum útvarpsheimi og við ákváðum bara að kýla á þetta þrátt fyrir að vera efins í byrjun,“ segir útvarpsmaðurinn og rokkarinn Addi Tryggvason í samtali við Vísi. Hann segir rokkarana í HAM hafa verið efsta á óskalista útvarpsmannana á X-inu. „Ég man ég sagði samt bara: Ha?!?! Fá HAM?! Það er alltof stórt! Svo voru þeir bara fyrsta bandið til þess að samþykkja að mæta og það opnaði svo sannarlega hurðina fyrir okkur enda gátum við þá sagt við hina fiskana að HAM væri að mæta og hinir rokkararnir urðu miklu spenntari að mæta fyrir vikið,“ segir Addi hlæjandi. HAM verða fyrstir í tónleikaröðinni í hinu pínulitla stúdíói sem fékk nafnið upprunalega þegar X-ið var í Aðalstræti með stóran glugga út á Ingólfstorg. Þegar fólk horfði inn af torginu var eins og starfsmenn væru þar inni í fiskabúri. Á eftir HAM mætir Biggi í Maus en Addi segir X-verja hafa fengið góðfúslegt leyfi hjá honum til að kenna tónleikaröðina við hið goðsagnakennda lag MAUS. Addi og félagar fengu blessun Bigga Maus fyrir tónleikaröðinni. Blessun Bigga Maus „Við hreinlega urðum að fá Bigga Maus og fengum hans blessun til þess að kalla tónleikaröðina þessu nafni. Það má því segja að hann sé sérlegur verndari þáttarins,“ segir Addi sem bætir því við að í hið minnsta þrjátíu hljómsveitir séu á óskalista fyrir þáttinn sem hann bætir við að verði í hið minnsta fjórar seríur. Á eftir Bigga mætir Dr. Gunni, síðan Spacestation, I Adapt og að lokum Brain Police. „Fyrsta serían gekk eins og í ævintýri. Fengum sex eða sjö hljómsveitir í heimsókn, fylltum fiskabúrið hreinlega af græjum. Það var ekki þverfótað fyrir Marshall boxum og míkrafónstöndum og svo var bara alvöru ljósasýning með einhverjum 24 rásum af hljóði. Við gerðum þetta á einni viku, að sjálfsögðu að kvöldi til þegar allir voru farnir úr húsi enda hefði hávaðinn líklega ekki skapað okkur vinsældir hjá nágrönnum okkar á Bylgjunni,“ segir Addi hlæjandi. Plássið er vel nýtt í fiskabúrinu.
X977 Tónlist Mest lesið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Lífið Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira