Einar Guðnason mættur til starfa hjá Örebro: „Smá skrítið að vinna fyrir annað félag en Víking“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. mars 2022 12:46 Einar Guðnason er mættur til starfa hjá Örebro. Örebro Einar Guðnason, fyrrverandi aðstoðarþjálfari Íslands- og bikarmeistara Víkings, hefur verið ráðinn til starfa hjá Örebro sem leikur í sænsku B-deildinni. Starfstitillinn er „transition“ þjálfari og er honum ætlað að aðstoða leikmenn sem eru að taka skrefið úr akademíu liðsins og inn í aðalliðið. Einar hefur verið allt í öllu í Víkinni undanfarin ár en eftir að flytja sig um set til Svíþjóðar hóf hann leit að nýju félagi. Vísir heyrði í honum varðandi vistaskiptin. „Þetta kom þannig til að Gunnlaugur Jónsson – sem spilaði með Örebro á sínum tíma – sendi góðum manni í bænum ferilskrána mína áður en ég flutti út. Sá maður er vel tengdur og sendi áfram á alla klúbbana hérna og í kjölfarið hafði Örebro samband,“ sagði Einar um aðdraganda nýja starfsins. Einar hefur verið að ræða við félagið síðan í október og loks náðist niðurstaða í málið og hann var tilkynntur sem hluti af þjálfarateymi félagsins í liðinni viku. „Aðstæður hjá fjölskyldunni eru þannig að ég get ekki tekið hvaða starfi sem er. Á endanum var ákveðið að ég byrjaði með þennan titil – „transition coach“ – starfið sem og vinnutíma hentar mér fullkomlega.“ „Ég byrjaði formlega í þessari viku þannig það er ekki komin mikil reynsla en það er auðvitað smá skrítið að vera vinna fyrir annað félag en Víking þar sem ég þekki allt og hef verið alla mína tíð, sérstaklega þegar við erum að tala um atvinnumannaumhverfi í öðru landi. En ég á eftir að læra fullt af þeim sem vinna og spila hérna og það mun reynast mér dýrmætt í framtíðinni,“ sagði Einar Guðnason að endingu. Örebro féll úr efstu deild á síðustu leiktíð og er stefnan að öllum líkindum sett beint aftur upp. Deildin hefst 2. apríl. Fótbolti Sænski boltinn Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Sjá meira
Einar hefur verið allt í öllu í Víkinni undanfarin ár en eftir að flytja sig um set til Svíþjóðar hóf hann leit að nýju félagi. Vísir heyrði í honum varðandi vistaskiptin. „Þetta kom þannig til að Gunnlaugur Jónsson – sem spilaði með Örebro á sínum tíma – sendi góðum manni í bænum ferilskrána mína áður en ég flutti út. Sá maður er vel tengdur og sendi áfram á alla klúbbana hérna og í kjölfarið hafði Örebro samband,“ sagði Einar um aðdraganda nýja starfsins. Einar hefur verið að ræða við félagið síðan í október og loks náðist niðurstaða í málið og hann var tilkynntur sem hluti af þjálfarateymi félagsins í liðinni viku. „Aðstæður hjá fjölskyldunni eru þannig að ég get ekki tekið hvaða starfi sem er. Á endanum var ákveðið að ég byrjaði með þennan titil – „transition coach“ – starfið sem og vinnutíma hentar mér fullkomlega.“ „Ég byrjaði formlega í þessari viku þannig það er ekki komin mikil reynsla en það er auðvitað smá skrítið að vera vinna fyrir annað félag en Víking þar sem ég þekki allt og hef verið alla mína tíð, sérstaklega þegar við erum að tala um atvinnumannaumhverfi í öðru landi. En ég á eftir að læra fullt af þeim sem vinna og spila hérna og það mun reynast mér dýrmætt í framtíðinni,“ sagði Einar Guðnason að endingu. Örebro féll úr efstu deild á síðustu leiktíð og er stefnan að öllum líkindum sett beint aftur upp. Deildin hefst 2. apríl.
Fótbolti Sænski boltinn Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Sjá meira