Jónatan: Skora á alla KA menn að mæta og styðja liðið Árni Gísli Magnússon skrifar 4. mars 2022 20:43 Jónatan Magnússon, þjálfari KA. Vísir/Hulda Margrét Jónatan Magnússon, þjálfari KA, gat ekki annað en verið sáttur eftir sterkan fimm marka sigur gegn FH í KA-heimilinu í kvöld. „Met það bara svo að við gerðum það sem við vildum gera, heildar frammistaðan hjá okkur var bara mjög góð í dag.” Sóknarleikur KA gekk vel í dag og þarf mikið til enda getur FH liðið spilað virkilega góða vörn á sínum degi. „Við vorum mjög agaðir og vorum heilt yfir sóknarlega bara mjög agaðir. Við vissum það fyrir leik að FH er með mjög sterka vörn og við þyrftum að vera klókir og eiga góðan leik og menn að taka ábyrgð í sókninni. Við vorum ekki ánægðir eftir síðasta leik og það býr mikið í liðinu og ég held að þetta sé svona frammistaða sem við viljum sýna og getum sýnt.” Vörnin hjá KA var gríðarlega sterk strax frá upphafi síðari hálfleiks og mættu þeir mönnum nokkuð framar en þeir höfðu gert og spiluðu fastar sem skilaði þeim í unnum boltum og hraðaupphlaupum sem liðið nýtti sér heldur betur. „Við vorum að fá mikið að hraðaupphlaupum og þurftum ekki að eyða orku í að standa mikið í vörn en stóðum hana þegar við þurftum og það var að skila okkur helling af mörkum á móti þannig að það er eitthvað sem við getum byggt á. Mér fannst þetta bara vera solid eins og maður segir og við þurftum það til þess að vinna FH.” KA menn eru komnir í undanúrslit Coca-Cola bikarsins þar sem þeir mæta Selfossi á miðvikudaginn næsta og var Jónatan með skilaboð til KA samfélagsins. „Þó svo að við hefðum tapað með fimm hérna í dag þá hefði verkefnið á miðvikudaginn verið jafn stórt og skemmtilegt en við tökum þennan sigur með okkur sem sjálfstraust inn í leikinn og ég skora svo innilega á Akureyringa, og sérstaklega mjög margir Akureyringar sem búa fyrir sunnan, að koma en það er erfitt þar sem við spilum á miðvikudegi. Ég ætla að setja þetta svolítið í kosmósinn og ég skora á alla KA menn að mæta og styðja liðið”, sagði Jóntan að lokum þar sem hann biðlaði til fólks að koma suður og styðja liðið í bikarnum. Íslenski handboltinn KA Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: KA - FH 32-27 | Mikilvægur sigur KA-manna KA vann gríðarlega mikilvægan sigur er liðið tók á móti FH í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Lokatölur urðu 32-27. 4. mars 2022 19:31 Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira
„Met það bara svo að við gerðum það sem við vildum gera, heildar frammistaðan hjá okkur var bara mjög góð í dag.” Sóknarleikur KA gekk vel í dag og þarf mikið til enda getur FH liðið spilað virkilega góða vörn á sínum degi. „Við vorum mjög agaðir og vorum heilt yfir sóknarlega bara mjög agaðir. Við vissum það fyrir leik að FH er með mjög sterka vörn og við þyrftum að vera klókir og eiga góðan leik og menn að taka ábyrgð í sókninni. Við vorum ekki ánægðir eftir síðasta leik og það býr mikið í liðinu og ég held að þetta sé svona frammistaða sem við viljum sýna og getum sýnt.” Vörnin hjá KA var gríðarlega sterk strax frá upphafi síðari hálfleiks og mættu þeir mönnum nokkuð framar en þeir höfðu gert og spiluðu fastar sem skilaði þeim í unnum boltum og hraðaupphlaupum sem liðið nýtti sér heldur betur. „Við vorum að fá mikið að hraðaupphlaupum og þurftum ekki að eyða orku í að standa mikið í vörn en stóðum hana þegar við þurftum og það var að skila okkur helling af mörkum á móti þannig að það er eitthvað sem við getum byggt á. Mér fannst þetta bara vera solid eins og maður segir og við þurftum það til þess að vinna FH.” KA menn eru komnir í undanúrslit Coca-Cola bikarsins þar sem þeir mæta Selfossi á miðvikudaginn næsta og var Jónatan með skilaboð til KA samfélagsins. „Þó svo að við hefðum tapað með fimm hérna í dag þá hefði verkefnið á miðvikudaginn verið jafn stórt og skemmtilegt en við tökum þennan sigur með okkur sem sjálfstraust inn í leikinn og ég skora svo innilega á Akureyringa, og sérstaklega mjög margir Akureyringar sem búa fyrir sunnan, að koma en það er erfitt þar sem við spilum á miðvikudegi. Ég ætla að setja þetta svolítið í kosmósinn og ég skora á alla KA menn að mæta og styðja liðið”, sagði Jóntan að lokum þar sem hann biðlaði til fólks að koma suður og styðja liðið í bikarnum.
Íslenski handboltinn KA Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: KA - FH 32-27 | Mikilvægur sigur KA-manna KA vann gríðarlega mikilvægan sigur er liðið tók á móti FH í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Lokatölur urðu 32-27. 4. mars 2022 19:31 Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira
Leik lokið: KA - FH 32-27 | Mikilvægur sigur KA-manna KA vann gríðarlega mikilvægan sigur er liðið tók á móti FH í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Lokatölur urðu 32-27. 4. mars 2022 19:31