Að leysa vind í vinnunni Rakel Sveinsdóttir skrifar 11. mars 2022 07:01 Mörgum finnst vandræðanlegt að leysa vind í vinnunni. Sérstaklega ef prumpið er hvorki hljóðlaust né lyktarlaust. Samt reka allir við og fyrir líkamann er eðlilegt að leysa vind 14-23 sinnum á dag. En hvernig er gott að sporna við prumpi eða að bregðast við því vandræðanlegu mómenti sem getur skapast, þegar þú prumpar í vinnunni? Vísir/Getty Það getur enginn þóst aldrei hafa lent í því að hafa prumpað í vinnunni. Jafn neyðarlega og það kann að vera. Reyndar þykir prump í sumum teymum ákveðinn húmor. Þannig hefur Atvinnulífið heimildir fyrir því að á hinum virðulegustu vinnustöðum leynist alls kyns fag-prumparar: Starfsmenn sem leggja mikið á sig til að prumpa á réttum tíma, á réttan hátt og með ákveðið markmið í huga. Til dæmis að kenna öðrum samstarfsfélaga um eða stríða. En að öllu gamni slepptu: Að leysa vind í vinnunni getur verið mjög neyðarlegt að upplifa. Þó vitum við að allt fólk og reyndar dýr líka, þarf reglulega að leysa vind. Þá átta fæstir sig á því að það er eðlilegt fyrir líkamann að prumpa 14-23 sinnum á dag. Á Vísindavefnum má lesa alls kyns fróðleik um vindgang og rop. Þar segir til dæmis: Allir hafa loft í meltingarveginum sem líkaminn þarf að losa sig við og til þess notar hann ropa eða prump. Þetta loft á sér tvenns konar uppruna, annars vegar loft sem við gleypum og hins vegar loft sem myndast við niðurbrot ómeltanlegrar fæðu. Hér eru nokkur ráð til að lágmarka þau vandræðaaugnablik, sem skapast geta þegar fólk óvart rekur við í vinnunni. Að reyna að prumpa í fámenni Ef þú finnur að þú þarft að leysa vind, er gott að reyna að reka við þegar þú gengur um og þá helst á svæði þar sem annað fólk er ekki statt. Gæti til dæmis verið undir yfirskininu að vera að sækja þér kaffi Að prumpa inni á klósetti Að prumpa í bílnum eða úti áður en þú ferð inn á vinnustaðinn Að prumpa þegar þú ferð út af vinnustaðnum Að prumpa í tómu rými, til dæmis fundarherbergi sem ekki er í notkun Að prumpa á stigagangi í vinnunni (slepptu lyftunni ef þú telur þig þurfa að reka við) Hvað þú borðar og hvernig Sleppa því að vera með tyggjó því þegar þú ert með tyggjó, myndast meira munnvatn og eins ertu að gleypa loft þegar þú tyggur. Saman eykur þetta líkurnar á að þú þurfir að leysa vind oftar. Þegar þú borðar er gott að vanda sig við að gleypa ekki loft um leið og þú borðar, því þannig myndast loft í meltingarveginum sem líkaminn vill síðan losa sig við með prumpi eða ropi. Forðast kolvetni. Til dæmis reka margir mjög oft við vegna þess að þeir drekka mikið gos. Forðast mat sem þú veist að þú prumpar af. Margir þekkja þetta hjá sjálfum sér en eins er hægt að gúggla og finna upplýsingar um ýmsar fæðutegundir sem þú ert að borða og eru líklegur orsakavaldur af miklum vindgangi. Í apótekum er líka hægt að fá upplýsingar um til dæmis góðgerla sem geta dregið úr vindgangi. Þegar þú prumpar innan um vinnufélaga Fyrstu og algengustu viðbrögðin hjá flestum er að þykjast ekki hafa prumpað. Láta eins og ekkert hafi í skorist. Oft kemur þó roði í andlitið og/eða einhver svipbrigði sem í raun koma upp um að vinnufélagarnir voru ekkert að ímynda sér: Þú varst að prumpa. Mjög oft verður reyndar enginn var við neitt. Því oft leysir fólk vind án þess að það heyrist og ef það er lykt, þá er hún oft mjög væg. En ef svo er ekki og prumpið heyrist og/eða lyktar illa, er besta ráðið hreinlega að segja bara „afsakið“ og láta augnablikið (og lyktina!) líða hjá. Með því að biðjast afsökunar ertu í rauninni að viðurkenna að það „slapp“ eitt út hjá þér, þú veist af því og þér þykir það leitt. Þú getur líka gert bara góðlátlegt grín og hlegið. Það getur gert vinnufélögunum auðveldara fyrir því oft veit fólk ekki hvernig það á að bregðast við. Það sama gildir þá einnig um það þegar vinnufélagi rekur við í þinni nærveru. Gott er að lesa þá í viðbrögðin hjá vinnufélaganum. Ef viðkomandi ætlar sér að láta eins og ekkert hafi í skorist, gerðu þá bara það sama: láttu eins og ekkert hafi í skorist. Ef vinnufélaginn segir afsakið, þá bara kinkar þú góðlátlega kolli. Svona „ég skil þig“ merki. Eða að þú brosir eða hlærð góðlátlega, ef það eru þau viðbrögð sem viðkomandi ætlar að grípa til. Góðu ráðin Heilsa Tengdar fréttir Bremsuför og uppvaskið viðkvæm mál á vinnustöðum Bremsuför í klósettinu, mæta alltaf og seint, vaska aldrei upp eða lykta illa eru dæmi um viðkvæm mál á vinnustöðum sem fólk á erfitt með að ræða um. 9. september 2020 10:04 Að segja samstarfsfélaga að hann lykti illa Vond lykt af samstarfsfélaga getur verið erfitt og viðkvæmt mál að taka á. 26. maí 2020 09:00 Eitthvað virkilega neyðarlegt gerist: Hvað þá? Þetta getur gerst fyrir hið besta fólk. Reyndar hið klárasta fólk. Eða hæfasta fólkið. Já, enginn er undanskilinn því að stundum gerist eitthvað virkilega neyðarlegt í vinnunni. Einhver klaufaleg mistök. Eða við segjum eða gerum eitthvað sem vekur upp hlátur allra viðstaddra. Eða gefum jafnvel upp rangar upplýsingar og í framhaldinu fer af stað keðjuverkandi hrina mistaka. 21. júlí 2021 07:00 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Reyndar þykir prump í sumum teymum ákveðinn húmor. Þannig hefur Atvinnulífið heimildir fyrir því að á hinum virðulegustu vinnustöðum leynist alls kyns fag-prumparar: Starfsmenn sem leggja mikið á sig til að prumpa á réttum tíma, á réttan hátt og með ákveðið markmið í huga. Til dæmis að kenna öðrum samstarfsfélaga um eða stríða. En að öllu gamni slepptu: Að leysa vind í vinnunni getur verið mjög neyðarlegt að upplifa. Þó vitum við að allt fólk og reyndar dýr líka, þarf reglulega að leysa vind. Þá átta fæstir sig á því að það er eðlilegt fyrir líkamann að prumpa 14-23 sinnum á dag. Á Vísindavefnum má lesa alls kyns fróðleik um vindgang og rop. Þar segir til dæmis: Allir hafa loft í meltingarveginum sem líkaminn þarf að losa sig við og til þess notar hann ropa eða prump. Þetta loft á sér tvenns konar uppruna, annars vegar loft sem við gleypum og hins vegar loft sem myndast við niðurbrot ómeltanlegrar fæðu. Hér eru nokkur ráð til að lágmarka þau vandræðaaugnablik, sem skapast geta þegar fólk óvart rekur við í vinnunni. Að reyna að prumpa í fámenni Ef þú finnur að þú þarft að leysa vind, er gott að reyna að reka við þegar þú gengur um og þá helst á svæði þar sem annað fólk er ekki statt. Gæti til dæmis verið undir yfirskininu að vera að sækja þér kaffi Að prumpa inni á klósetti Að prumpa í bílnum eða úti áður en þú ferð inn á vinnustaðinn Að prumpa þegar þú ferð út af vinnustaðnum Að prumpa í tómu rými, til dæmis fundarherbergi sem ekki er í notkun Að prumpa á stigagangi í vinnunni (slepptu lyftunni ef þú telur þig þurfa að reka við) Hvað þú borðar og hvernig Sleppa því að vera með tyggjó því þegar þú ert með tyggjó, myndast meira munnvatn og eins ertu að gleypa loft þegar þú tyggur. Saman eykur þetta líkurnar á að þú þurfir að leysa vind oftar. Þegar þú borðar er gott að vanda sig við að gleypa ekki loft um leið og þú borðar, því þannig myndast loft í meltingarveginum sem líkaminn vill síðan losa sig við með prumpi eða ropi. Forðast kolvetni. Til dæmis reka margir mjög oft við vegna þess að þeir drekka mikið gos. Forðast mat sem þú veist að þú prumpar af. Margir þekkja þetta hjá sjálfum sér en eins er hægt að gúggla og finna upplýsingar um ýmsar fæðutegundir sem þú ert að borða og eru líklegur orsakavaldur af miklum vindgangi. Í apótekum er líka hægt að fá upplýsingar um til dæmis góðgerla sem geta dregið úr vindgangi. Þegar þú prumpar innan um vinnufélaga Fyrstu og algengustu viðbrögðin hjá flestum er að þykjast ekki hafa prumpað. Láta eins og ekkert hafi í skorist. Oft kemur þó roði í andlitið og/eða einhver svipbrigði sem í raun koma upp um að vinnufélagarnir voru ekkert að ímynda sér: Þú varst að prumpa. Mjög oft verður reyndar enginn var við neitt. Því oft leysir fólk vind án þess að það heyrist og ef það er lykt, þá er hún oft mjög væg. En ef svo er ekki og prumpið heyrist og/eða lyktar illa, er besta ráðið hreinlega að segja bara „afsakið“ og láta augnablikið (og lyktina!) líða hjá. Með því að biðjast afsökunar ertu í rauninni að viðurkenna að það „slapp“ eitt út hjá þér, þú veist af því og þér þykir það leitt. Þú getur líka gert bara góðlátlegt grín og hlegið. Það getur gert vinnufélögunum auðveldara fyrir því oft veit fólk ekki hvernig það á að bregðast við. Það sama gildir þá einnig um það þegar vinnufélagi rekur við í þinni nærveru. Gott er að lesa þá í viðbrögðin hjá vinnufélaganum. Ef viðkomandi ætlar sér að láta eins og ekkert hafi í skorist, gerðu þá bara það sama: láttu eins og ekkert hafi í skorist. Ef vinnufélaginn segir afsakið, þá bara kinkar þú góðlátlega kolli. Svona „ég skil þig“ merki. Eða að þú brosir eða hlærð góðlátlega, ef það eru þau viðbrögð sem viðkomandi ætlar að grípa til.
Góðu ráðin Heilsa Tengdar fréttir Bremsuför og uppvaskið viðkvæm mál á vinnustöðum Bremsuför í klósettinu, mæta alltaf og seint, vaska aldrei upp eða lykta illa eru dæmi um viðkvæm mál á vinnustöðum sem fólk á erfitt með að ræða um. 9. september 2020 10:04 Að segja samstarfsfélaga að hann lykti illa Vond lykt af samstarfsfélaga getur verið erfitt og viðkvæmt mál að taka á. 26. maí 2020 09:00 Eitthvað virkilega neyðarlegt gerist: Hvað þá? Þetta getur gerst fyrir hið besta fólk. Reyndar hið klárasta fólk. Eða hæfasta fólkið. Já, enginn er undanskilinn því að stundum gerist eitthvað virkilega neyðarlegt í vinnunni. Einhver klaufaleg mistök. Eða við segjum eða gerum eitthvað sem vekur upp hlátur allra viðstaddra. Eða gefum jafnvel upp rangar upplýsingar og í framhaldinu fer af stað keðjuverkandi hrina mistaka. 21. júlí 2021 07:00 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Bremsuför og uppvaskið viðkvæm mál á vinnustöðum Bremsuför í klósettinu, mæta alltaf og seint, vaska aldrei upp eða lykta illa eru dæmi um viðkvæm mál á vinnustöðum sem fólk á erfitt með að ræða um. 9. september 2020 10:04
Að segja samstarfsfélaga að hann lykti illa Vond lykt af samstarfsfélaga getur verið erfitt og viðkvæmt mál að taka á. 26. maí 2020 09:00
Eitthvað virkilega neyðarlegt gerist: Hvað þá? Þetta getur gerst fyrir hið besta fólk. Reyndar hið klárasta fólk. Eða hæfasta fólkið. Já, enginn er undanskilinn því að stundum gerist eitthvað virkilega neyðarlegt í vinnunni. Einhver klaufaleg mistök. Eða við segjum eða gerum eitthvað sem vekur upp hlátur allra viðstaddra. Eða gefum jafnvel upp rangar upplýsingar og í framhaldinu fer af stað keðjuverkandi hrina mistaka. 21. júlí 2021 07:00