Karlmaður skotinn í miðbænum í nótt Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir, Snorri Másson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 13. febrúar 2022 09:26 Í myndbandinu má sjá sérsveitarmenn í bílastæðahúsi ofan við Ingólfsstræti, þar sem árásin varð. Twitter Karlmaður var skotinn með skotvopni í Ingólfsstræti laust fyrir klukkan eitt í nótt, samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu. Verulegur viðbúnaður lögreglu og sérsveitar var á svæðinu þegar atvikið átti sér stað. Á myndböndum af netinu má sjá þungvopnaða sérsveitarmenn við aðgerðir í bílastæðahúsi við Bergstaðastræti og Ingólfsstræti. Þrír karlmenn eru í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Maðurinn sem varð fyrir árásinni tilkynnti hana sjálfur til lögreglu og var hann fluttur á slysadeild, gekkst þar undir aðgerð og er ekki í lífshættu. Þetta segir í tilkynningu frá lögreglunni. Mikill viðbúnaður var vegna málsins en mennirnir þrír voru handteknir fljótlega eftir að rannsóknin hófst. Lagt hefur verið hald á skotvopn og bifreið í þágu rannsóknarinnar. Við aðgerðirnar í nótt naut lögreglan á höfuðborgarsvæðinu aðstoðar sérsveitar. Við athugun fréttastofu í Ingólfsstræti í morgun var engin ummerki árásinnar að sjá. Karlmaður var skotinn í Ingólfsstræti laust fyrir klukkan eitt í nótt. Þar var ekkert að sjá þegar fréttastofa fór á svæðið í morgun.Vísir/Vésteinn Aðeins tveir dagar liðu á milli þessarar árásar og skotárásar sem varð í Grafarholti á fimmtudag, þar sem skotið var á karl og konu. Þar slasaðist konan alvarlega en þau eru ekki talin í lífshættu. Töluverður erill var í höfuðborginni í gærkvöld og í nótt, þá sérstaklega í miðborginni. Sjö gistu fangageymslur í nótt. „Mjög skrítið að vera spila cod, heyra síðan í flugeldum?/byssuskotum? úti, kíkja útum gluggan og sjá mann með vélbyssu í bílastæðahúsinu við Bergstaðastræti. Hringdi í 112 og staðurinn leit út eins og góður csi þáttur í smá stund. Sérsveitin og allskonar skemmtilegt,“ skrifar íbúi í götunni á Twitter um klukkan 1.40 í nótt. Lögreglan hyggst ekki gefa frekari upplýsingar um málið að svo stöddu en búast má við annarri fréttatilkynningu frá lögreglu eftir því sem rannsókn málsins vindur fram. Fréttin var uppfærð klukkan 9:50 eftir að tilkynning barst frá lögreglu. Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Lögreglumál Skotvopn Reykjavík Skotárás við Bergstaðastræti Mest lesið Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Á myndböndum af netinu má sjá þungvopnaða sérsveitarmenn við aðgerðir í bílastæðahúsi við Bergstaðastræti og Ingólfsstræti. Þrír karlmenn eru í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Maðurinn sem varð fyrir árásinni tilkynnti hana sjálfur til lögreglu og var hann fluttur á slysadeild, gekkst þar undir aðgerð og er ekki í lífshættu. Þetta segir í tilkynningu frá lögreglunni. Mikill viðbúnaður var vegna málsins en mennirnir þrír voru handteknir fljótlega eftir að rannsóknin hófst. Lagt hefur verið hald á skotvopn og bifreið í þágu rannsóknarinnar. Við aðgerðirnar í nótt naut lögreglan á höfuðborgarsvæðinu aðstoðar sérsveitar. Við athugun fréttastofu í Ingólfsstræti í morgun var engin ummerki árásinnar að sjá. Karlmaður var skotinn í Ingólfsstræti laust fyrir klukkan eitt í nótt. Þar var ekkert að sjá þegar fréttastofa fór á svæðið í morgun.Vísir/Vésteinn Aðeins tveir dagar liðu á milli þessarar árásar og skotárásar sem varð í Grafarholti á fimmtudag, þar sem skotið var á karl og konu. Þar slasaðist konan alvarlega en þau eru ekki talin í lífshættu. Töluverður erill var í höfuðborginni í gærkvöld og í nótt, þá sérstaklega í miðborginni. Sjö gistu fangageymslur í nótt. „Mjög skrítið að vera spila cod, heyra síðan í flugeldum?/byssuskotum? úti, kíkja útum gluggan og sjá mann með vélbyssu í bílastæðahúsinu við Bergstaðastræti. Hringdi í 112 og staðurinn leit út eins og góður csi þáttur í smá stund. Sérsveitin og allskonar skemmtilegt,“ skrifar íbúi í götunni á Twitter um klukkan 1.40 í nótt. Lögreglan hyggst ekki gefa frekari upplýsingar um málið að svo stöddu en búast má við annarri fréttatilkynningu frá lögreglu eftir því sem rannsókn málsins vindur fram. Fréttin var uppfærð klukkan 9:50 eftir að tilkynning barst frá lögreglu. Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Lögreglumál Skotvopn Reykjavík Skotárás við Bergstaðastræti Mest lesið Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira