Finnar segja Kínverja brjóta á mannréttindum íþróttamanna sinna á ÓL Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. febrúar 2022 16:31 Marko Antilla fagnar hér marki þegar Finnar urðu heimsmeistarar árið 2019. Getty/Martin Rose Finnska íshokkísambandið er mjög ósátt með þá meðferð sem tveir leikmenn landsliðs þeirra í íshokkó hafa fengið á Vetrarólympíuleikunum í Peking. Tveir leikmenn og fjölmiðlafulltrúi liðsins fengu jákvæða niðurstöðu úr kórónuveiruprófi og voru allir skikkaðir í einangrun á sérstöku hóteli. Annar leikmaðurinn er markvörðurinn Jussi Olkinuora sem var fluttur með sjúkrabíl á hótelið í gær en hinn er Marko Anttila sem var í heimsmeistaraliðinu 2019. Fjölmiðlafulltrúinn Petteri Hiettanen er þar líka. The coach of the Finnish men's ice hockey team accused China of not respecting a player's human rights on Sunday, saying that Marko Anttila was being kept in COVID-19 isolation for no reason. https://t.co/2NwGmIYB2J— Reuters Sports (@ReutersSports) February 6, 2022 Finnska íshokkísambandið sendi frá sér harðorða fréttatilkynningu þar sem kemur fram að þeir Anttila, Olkinuora og Hiettanen hafi allir fengið kórónuveiruna áður en þeir fóru til Kína og þeir hafi allir verið búnir að ná sér. Læknalið Finna segir að allir sé fullkomlega heilbrigðir og að þeir geti ekki lengur smitað neinn. Kínverjar vinna með aðrar mælingar en aðrir þegar kemur að smithættu tengdri kórónuveirusmitum. Það er þess vegna sem allir Finnarnir þrír voru sendir í einangrun. Þegar Kínverjar sóttu Anttila og fóru með hann á Covid-19 hótelið þá varð landsliðsþjálfarinn Jukka Jalonen öskuvondur og sparaði gestgjöfunum ekki kveðjurnar. Marko Anttila has been released from isolation and has joined Team Finland pic.twitter.com/D7f30O2Gi7— Main Team (@MainTeamSports2) February 8, 2022 „Við vitum að hann er heilbrigður og tilbúinn að spila en af einhverjum ástæðum þá virða Kínverjar ekki mannréttindi hans,“ sagði Jukka Jalonen á blaðamannafundi. Þetta virðist haga áhrif því Anttila var látinn laus í kvöld að kínverskum tíma og mátti hitta liðsfélaga sína á nýjan leik. Íshokkí Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Sjá meira
Tveir leikmenn og fjölmiðlafulltrúi liðsins fengu jákvæða niðurstöðu úr kórónuveiruprófi og voru allir skikkaðir í einangrun á sérstöku hóteli. Annar leikmaðurinn er markvörðurinn Jussi Olkinuora sem var fluttur með sjúkrabíl á hótelið í gær en hinn er Marko Anttila sem var í heimsmeistaraliðinu 2019. Fjölmiðlafulltrúinn Petteri Hiettanen er þar líka. The coach of the Finnish men's ice hockey team accused China of not respecting a player's human rights on Sunday, saying that Marko Anttila was being kept in COVID-19 isolation for no reason. https://t.co/2NwGmIYB2J— Reuters Sports (@ReutersSports) February 6, 2022 Finnska íshokkísambandið sendi frá sér harðorða fréttatilkynningu þar sem kemur fram að þeir Anttila, Olkinuora og Hiettanen hafi allir fengið kórónuveiruna áður en þeir fóru til Kína og þeir hafi allir verið búnir að ná sér. Læknalið Finna segir að allir sé fullkomlega heilbrigðir og að þeir geti ekki lengur smitað neinn. Kínverjar vinna með aðrar mælingar en aðrir þegar kemur að smithættu tengdri kórónuveirusmitum. Það er þess vegna sem allir Finnarnir þrír voru sendir í einangrun. Þegar Kínverjar sóttu Anttila og fóru með hann á Covid-19 hótelið þá varð landsliðsþjálfarinn Jukka Jalonen öskuvondur og sparaði gestgjöfunum ekki kveðjurnar. Marko Anttila has been released from isolation and has joined Team Finland pic.twitter.com/D7f30O2Gi7— Main Team (@MainTeamSports2) February 8, 2022 „Við vitum að hann er heilbrigður og tilbúinn að spila en af einhverjum ástæðum þá virða Kínverjar ekki mannréttindi hans,“ sagði Jukka Jalonen á blaðamannafundi. Þetta virðist haga áhrif því Anttila var látinn laus í kvöld að kínverskum tíma og mátti hitta liðsfélaga sína á nýjan leik.
Íshokkí Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Sjá meira