Finnar segja Kínverja brjóta á mannréttindum íþróttamanna sinna á ÓL Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. febrúar 2022 16:31 Marko Antilla fagnar hér marki þegar Finnar urðu heimsmeistarar árið 2019. Getty/Martin Rose Finnska íshokkísambandið er mjög ósátt með þá meðferð sem tveir leikmenn landsliðs þeirra í íshokkó hafa fengið á Vetrarólympíuleikunum í Peking. Tveir leikmenn og fjölmiðlafulltrúi liðsins fengu jákvæða niðurstöðu úr kórónuveiruprófi og voru allir skikkaðir í einangrun á sérstöku hóteli. Annar leikmaðurinn er markvörðurinn Jussi Olkinuora sem var fluttur með sjúkrabíl á hótelið í gær en hinn er Marko Anttila sem var í heimsmeistaraliðinu 2019. Fjölmiðlafulltrúinn Petteri Hiettanen er þar líka. The coach of the Finnish men's ice hockey team accused China of not respecting a player's human rights on Sunday, saying that Marko Anttila was being kept in COVID-19 isolation for no reason. https://t.co/2NwGmIYB2J— Reuters Sports (@ReutersSports) February 6, 2022 Finnska íshokkísambandið sendi frá sér harðorða fréttatilkynningu þar sem kemur fram að þeir Anttila, Olkinuora og Hiettanen hafi allir fengið kórónuveiruna áður en þeir fóru til Kína og þeir hafi allir verið búnir að ná sér. Læknalið Finna segir að allir sé fullkomlega heilbrigðir og að þeir geti ekki lengur smitað neinn. Kínverjar vinna með aðrar mælingar en aðrir þegar kemur að smithættu tengdri kórónuveirusmitum. Það er þess vegna sem allir Finnarnir þrír voru sendir í einangrun. Þegar Kínverjar sóttu Anttila og fóru með hann á Covid-19 hótelið þá varð landsliðsþjálfarinn Jukka Jalonen öskuvondur og sparaði gestgjöfunum ekki kveðjurnar. Marko Anttila has been released from isolation and has joined Team Finland pic.twitter.com/D7f30O2Gi7— Main Team (@MainTeamSports2) February 8, 2022 „Við vitum að hann er heilbrigður og tilbúinn að spila en af einhverjum ástæðum þá virða Kínverjar ekki mannréttindi hans,“ sagði Jukka Jalonen á blaðamannafundi. Þetta virðist haga áhrif því Anttila var látinn laus í kvöld að kínverskum tíma og mátti hitta liðsfélaga sína á nýjan leik. Íshokkí Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Sjá meira
Tveir leikmenn og fjölmiðlafulltrúi liðsins fengu jákvæða niðurstöðu úr kórónuveiruprófi og voru allir skikkaðir í einangrun á sérstöku hóteli. Annar leikmaðurinn er markvörðurinn Jussi Olkinuora sem var fluttur með sjúkrabíl á hótelið í gær en hinn er Marko Anttila sem var í heimsmeistaraliðinu 2019. Fjölmiðlafulltrúinn Petteri Hiettanen er þar líka. The coach of the Finnish men's ice hockey team accused China of not respecting a player's human rights on Sunday, saying that Marko Anttila was being kept in COVID-19 isolation for no reason. https://t.co/2NwGmIYB2J— Reuters Sports (@ReutersSports) February 6, 2022 Finnska íshokkísambandið sendi frá sér harðorða fréttatilkynningu þar sem kemur fram að þeir Anttila, Olkinuora og Hiettanen hafi allir fengið kórónuveiruna áður en þeir fóru til Kína og þeir hafi allir verið búnir að ná sér. Læknalið Finna segir að allir sé fullkomlega heilbrigðir og að þeir geti ekki lengur smitað neinn. Kínverjar vinna með aðrar mælingar en aðrir þegar kemur að smithættu tengdri kórónuveirusmitum. Það er þess vegna sem allir Finnarnir þrír voru sendir í einangrun. Þegar Kínverjar sóttu Anttila og fóru með hann á Covid-19 hótelið þá varð landsliðsþjálfarinn Jukka Jalonen öskuvondur og sparaði gestgjöfunum ekki kveðjurnar. Marko Anttila has been released from isolation and has joined Team Finland pic.twitter.com/D7f30O2Gi7— Main Team (@MainTeamSports2) February 8, 2022 „Við vitum að hann er heilbrigður og tilbúinn að spila en af einhverjum ástæðum þá virða Kínverjar ekki mannréttindi hans,“ sagði Jukka Jalonen á blaðamannafundi. Þetta virðist haga áhrif því Anttila var látinn laus í kvöld að kínverskum tíma og mátti hitta liðsfélaga sína á nýjan leik.
Íshokkí Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Sjá meira