Viðtengingarháttur í útrýmingarhættu Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 29. janúar 2022 09:02 Sigríður Sigurjónsdóttir er prófessor í málfræði við Háskóla Íslands. Viðtengingarháttur er á gríðarlegu undanhaldi í íslensku og gæti hreinlega verið horfinn úr íslensku á þessari öld. Svo virðist sem lestur og áhorf barna á enskt efni hafi hraðað þessari þróun. Þetta er ein af fjölmörgum niðurstöðum einnar stærstu íslensku málfræðirannsóknar síðustu ára sem hlaut öndvegisstyrk árið 2016. Það voru þau Sigríður Sigurjónsdóttir og Eiríkur Rögnvaldsson málfræðiprófessorar sem stýrðu rannsókninni. Þar var lögð aðaláhersla á að kanna áhrif stafrænnar ensku á móðurmálið. Þar var stór hópur barna meðal annars beðinn um að velja milli ýmissa afbrigða setninga eftir því hver þeim þætti eðlilegust. Hér er eitt dæmi: Það er grillveisla hjá Siggu um helgina. Ég vona að Jón verði þar. Það er grillveisla hjá Siggu um helgina. Ég vona að Jón verður þar. Og furðulega mörg börn völdu þar setningu 2, þar sem sögnin verða er í framsöguhætti en ekki í viðtengingarhætti eins og eðlilegt væri. Hver klukkustund skiptir máli „Við fáum þá niðurstöðu að mikil stafræn enska í málumhverfi þriggja til tólf ára íslenskra barna tengist tölfræðilega óhefðbundinni notkun á viðtengingarhætti í íslensku,“ segir Sigríður Sigurjónsdóttir prófessor í málfræði við Háskóla Íslands. Þannig sé mjög beint samband á milli þess að lesa og horfa mikið á enskt efni, til dæmis sjónvarpsefnis og tölvuleikja, og þess að vera ekki með hefðbundnar reglur um viðtengingarhátt á hreinu. Raunar sýnir rannsóknin fram á að fyrir hvern klukkutíma sem barn eyðir með ensku efni á dag verður það um 6 til 11 prósent líklegra til að hafa vond tök á viðtengingarhættinum. Það hefur verið vitað um skeið að viðtengingarhátturinn sé á dálitlu undanhaldi í málinu. Það er þróun sem var hafin fyrir stafræna innrás enskunnar inn í daglegt líf Íslendinga en þessar niðurstöður sýna nú að enskan virðist hafa flýtt þeirri þróun. Sigríður veltir upp mögulegri ástæðu fyrir þessu. „Viðtengingarháttur er tiltölulega sjaldgæfur í íslensku þannig að börnin sem eru mikið í stafrænum heimi fá þá kannski bara ekki nógu mikið máláreiti til að ná valdi á hefðbundinni notkun viðtengingarháttar í íslensku,“ segir hún. Erum flest íhaldssöm þegar kemur að tungumálinu Þannig sé ekki galið að hugsa sér að viðtengingarhátturinn sé hreinlega að deyja út og geti verið horfinn úr málinu eftir einhverja áratugi. Sú þróun hefur þegar átt sér stað í mörgum tungumálum sem eru náskyld íslenskunni, til dæmis í færeysku. Viðtengingarhátturinn er þá lítið sem ekkert notaður í ensku og er þar ekki til sem virk regla í málinu þó hægt sé að nota hann undir vissum kringumstæðum. En er þetta endilega svo slæm þróun? „Ég veit það ekki. Auðvitað erum við alltaf íhaldssöm er það ekki og viljum að málið breytist ekki. Við viljum halda málinu eins og það var þegar við tókum það á barnsaldri. En nei, nei, auðvitað getum við áfram talað íslensku þó að viðtengingarhátturinn fari. En auðvitað verður eftirsjá af honum. Ég hef alltaf haldið mikið upp á hann,“ segir Sigríður. Íslensk fræði Háskólar Íslenska á tækniöld Börn og uppeldi Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Þetta er ein af fjölmörgum niðurstöðum einnar stærstu íslensku málfræðirannsóknar síðustu ára sem hlaut öndvegisstyrk árið 2016. Það voru þau Sigríður Sigurjónsdóttir og Eiríkur Rögnvaldsson málfræðiprófessorar sem stýrðu rannsókninni. Þar var lögð aðaláhersla á að kanna áhrif stafrænnar ensku á móðurmálið. Þar var stór hópur barna meðal annars beðinn um að velja milli ýmissa afbrigða setninga eftir því hver þeim þætti eðlilegust. Hér er eitt dæmi: Það er grillveisla hjá Siggu um helgina. Ég vona að Jón verði þar. Það er grillveisla hjá Siggu um helgina. Ég vona að Jón verður þar. Og furðulega mörg börn völdu þar setningu 2, þar sem sögnin verða er í framsöguhætti en ekki í viðtengingarhætti eins og eðlilegt væri. Hver klukkustund skiptir máli „Við fáum þá niðurstöðu að mikil stafræn enska í málumhverfi þriggja til tólf ára íslenskra barna tengist tölfræðilega óhefðbundinni notkun á viðtengingarhætti í íslensku,“ segir Sigríður Sigurjónsdóttir prófessor í málfræði við Háskóla Íslands. Þannig sé mjög beint samband á milli þess að lesa og horfa mikið á enskt efni, til dæmis sjónvarpsefnis og tölvuleikja, og þess að vera ekki með hefðbundnar reglur um viðtengingarhátt á hreinu. Raunar sýnir rannsóknin fram á að fyrir hvern klukkutíma sem barn eyðir með ensku efni á dag verður það um 6 til 11 prósent líklegra til að hafa vond tök á viðtengingarhættinum. Það hefur verið vitað um skeið að viðtengingarhátturinn sé á dálitlu undanhaldi í málinu. Það er þróun sem var hafin fyrir stafræna innrás enskunnar inn í daglegt líf Íslendinga en þessar niðurstöður sýna nú að enskan virðist hafa flýtt þeirri þróun. Sigríður veltir upp mögulegri ástæðu fyrir þessu. „Viðtengingarháttur er tiltölulega sjaldgæfur í íslensku þannig að börnin sem eru mikið í stafrænum heimi fá þá kannski bara ekki nógu mikið máláreiti til að ná valdi á hefðbundinni notkun viðtengingarháttar í íslensku,“ segir hún. Erum flest íhaldssöm þegar kemur að tungumálinu Þannig sé ekki galið að hugsa sér að viðtengingarhátturinn sé hreinlega að deyja út og geti verið horfinn úr málinu eftir einhverja áratugi. Sú þróun hefur þegar átt sér stað í mörgum tungumálum sem eru náskyld íslenskunni, til dæmis í færeysku. Viðtengingarhátturinn er þá lítið sem ekkert notaður í ensku og er þar ekki til sem virk regla í málinu þó hægt sé að nota hann undir vissum kringumstæðum. En er þetta endilega svo slæm þróun? „Ég veit það ekki. Auðvitað erum við alltaf íhaldssöm er það ekki og viljum að málið breytist ekki. Við viljum halda málinu eins og það var þegar við tókum það á barnsaldri. En nei, nei, auðvitað getum við áfram talað íslensku þó að viðtengingarhátturinn fari. En auðvitað verður eftirsjá af honum. Ég hef alltaf haldið mikið upp á hann,“ segir Sigríður.
Íslensk fræði Háskólar Íslenska á tækniöld Börn og uppeldi Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira