Erlent

Skipa fjölskyldum sendiráðsstarfsfólks að yfirgefa Úkraínu

Vésteinn Örn Pétursson og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa
Bandaríska sendiráðið í Kíev.
Bandaríska sendiráðið í Kíev. Volodymyr Tarasov/ Ukrinform/Barcroft Media

Bandaríkjamenn hafa fyrirskipað fjölskyldum þeirra sem starfa í sendiráði Bandaríkjanna í Úkraínu að yfirgefa landið.

Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur einnig gefið það út að allir starfsmenn sem sinna störfum sem ekki teljast nauðsynleg megi einnig yfirgefa svæðið en ótti um rússneska innrás fer nú vaxandi í Úkraínu dag frá hverju, þrátt fyrir ítrekaðar neitanir frá Rússum.

Um 100 þúsund rússneskir hermenn eru nú við landamærin að Úkraínu og þá stendur til að þeir haldi stóra flotaæfingu undan ströndum Úkraínu einnig.

Utanríkisráðuneytið hefur sömuleiðis ráðið fólki frá ferðalögum til Úkraínu og Rússlands vegna ástandsins og segir möguleika á því að bandarískir ríkisborgarar verði fyrir aðkasti í landinu. Bandarísk yfirvöld verði ekki í aðstöðu til þess að aðstoða ríkisborgara sína við að komast frá Úkraínu í jafn miklu óvissuástandi.


Tengdar fréttir

Hernaðaruppbygging Rússa heldur áfram

Hernaðaruppbygging Rússa við landamæri Úkraínu heldur áfram en viðræður um spennuna í Austur-Evrópu virðast hafa skilað litlum árangri. Yfirvöld í Bretlandi saka Rússa um að ætla sér að gera innrás í Úkraínu og koma á laggirnar ríkisstjórn sem væri hliðholl Rússlandi.

Vonast eftir því besta en búa sig undir það versta

Íbúar borgarinnar Kharkiv, sem er sú næst stærsta í Úkraínu, vonast eftir því besta en búa sig undir það versta. Borgin er í austurhluta landsins, skammt frá landamærum Rússlands þar sem tugir þúsunda hermanna eru staddir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×