FIFA takmarkar fjölda lánssamninga Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 20. janúar 2022 22:31 Gianni Infantino er forseti FIFA. Harold Cunningham/FIFA Á næstu árum mun Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA takmarka þann fjölda leikmanna sem félög mega lána eða fá á láni frá félögum í öðrum löndum. Frá og með 1. júlí næstkomandi mega lið aðeins vera með átta leikmenn á láni frá öðrum löndum. Að sama skapi má félagið aðeins lána átta leikmenn til annarra landa, sem er svokallaður alþjóðlegur lánssamningur [e. International loan deal]. Tímabilið 2023-2024 lækkar talan niður í sjö, og að lokum sex ári síðar. Nýju reglurnar gilda þó ekki um lánssamninga innan sama lands, en FIFA hefur gefið hverju aðildarfélagi fyrir sig þrjú ár til að búa til regluverk í samræmi við það sem sambandið er að innleiða. Talsmaður FIFA segir að reglubreytingin muni aðstoða félögin þar sem þetta gefi ungum leikmönnum tækifæri á að vaxa og dafna innan síns félags. Þá muni þetta einnig stuðla að samkeppnishæfni og koma í veg fyrir að félög hamstri leikmenn. FIFA announces new loan regulations with the aim to "develop young players, promote competitive balance and prevent hoarding."From 2024, clubs will be restricted to six players loaned in and six loaned out at one time. Under 21s and club-trained players will be exempt. pic.twitter.com/SqLlZvD4ok— B/R Football (@brfootball) January 20, 2022 Þetta er þó ekki eina breytingin sem gerð verður á lánssamningum, en frá og með næsta tímabili má hvert félag ekki senda fleiri en þrjá leikmenn á láni til sama félagsins. Þá þurfa lánssamningar að gilda í það minnsta frá einum félagsskiptaglugga til þess næsta, og mega í mesta lagi vera eitt ár. Félögin þurfa að skila inn skriflegum samningi um skilmála lánssamningsins, þar sem fram kemur lengd og fjárhagsleg skilyrði samningsins. Þessar nýju reglur eru hluti af því að endurbæta félagsskiptakerfið og áttu upphaflega að taka gildi í júlí árið 2020, en var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Leikmenn undir 21 árs aldri, sem og þeir sem hafa farið í gegnum yngri flokka félaganna, munu ekki teljast sem alþjóðlegur lánssamningur. Fótbolti FIFA Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Fleiri fréttir Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Sjá meira
Frá og með 1. júlí næstkomandi mega lið aðeins vera með átta leikmenn á láni frá öðrum löndum. Að sama skapi má félagið aðeins lána átta leikmenn til annarra landa, sem er svokallaður alþjóðlegur lánssamningur [e. International loan deal]. Tímabilið 2023-2024 lækkar talan niður í sjö, og að lokum sex ári síðar. Nýju reglurnar gilda þó ekki um lánssamninga innan sama lands, en FIFA hefur gefið hverju aðildarfélagi fyrir sig þrjú ár til að búa til regluverk í samræmi við það sem sambandið er að innleiða. Talsmaður FIFA segir að reglubreytingin muni aðstoða félögin þar sem þetta gefi ungum leikmönnum tækifæri á að vaxa og dafna innan síns félags. Þá muni þetta einnig stuðla að samkeppnishæfni og koma í veg fyrir að félög hamstri leikmenn. FIFA announces new loan regulations with the aim to "develop young players, promote competitive balance and prevent hoarding."From 2024, clubs will be restricted to six players loaned in and six loaned out at one time. Under 21s and club-trained players will be exempt. pic.twitter.com/SqLlZvD4ok— B/R Football (@brfootball) January 20, 2022 Þetta er þó ekki eina breytingin sem gerð verður á lánssamningum, en frá og með næsta tímabili má hvert félag ekki senda fleiri en þrjá leikmenn á láni til sama félagsins. Þá þurfa lánssamningar að gilda í það minnsta frá einum félagsskiptaglugga til þess næsta, og mega í mesta lagi vera eitt ár. Félögin þurfa að skila inn skriflegum samningi um skilmála lánssamningsins, þar sem fram kemur lengd og fjárhagsleg skilyrði samningsins. Þessar nýju reglur eru hluti af því að endurbæta félagsskiptakerfið og áttu upphaflega að taka gildi í júlí árið 2020, en var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Leikmenn undir 21 árs aldri, sem og þeir sem hafa farið í gegnum yngri flokka félaganna, munu ekki teljast sem alþjóðlegur lánssamningur.
Fótbolti FIFA Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Fleiri fréttir Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Sjá meira