Send heim eftir tvo tíma á fyrsta skóladeginum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. janúar 2022 14:34 Magnús og dóttir hans, Aþena Ugla. Aðsend Tíundu bekkingar í Sunnulækjarskóla á Selfossi voru sendir heim rétt fyrir klukkan tíu í morgun þegar grunur kom upp að einn bekkjarfélaganna hafi mætt smitaður af kórónuveirunni í skólann. „Þetta er ekki óskastaða en maður bjóst alveg við að það yrðu einhverjir hnökrar svona í byrjun skólaársins miðað við fréttir síðustu daga en kannski ekki alveg eftir tvo tíma. Það er ekki eitthvað sem maður bjóst við,“ segir Magnús Sigurjón Guðmundsson, áhyggjufullur pabbi á Selfossi. Magnús tísti því í morgun að unglingsdóttir hans hafi verið send heim úr skólanum tæpum tveimur tímum eftir að hún mætti aftur eftir jólafrí. Krakkarnir mættu klukkan 8:10 en voru komin aftur heim klukkan 9:52 eftir að nemandi í tíunda bekk greindist jákvæður á heimaprófi. Skólastarf hófst klukkan 08:10. Unglingurinn kom heim kl 09:52. Þetta kallar maður að byrja árið með stæl. pic.twitter.com/pnMSHAXEIM— Maggi Peran (@maggiperan) January 4, 2022 Skólastjórnendur sendu tölvupóst á foreldra í gær, áður en skólastarf hófst að nýju, þar sem farið var yfir allar helstu sóttvarnir og segir Magnús að vel hafi verið staðið að málum af hálfu Sunnulækjarskóla. Hann nefnir sem dæmi þegar stórt hópsmit kom upp á Selfossi í fyrra að opnuð var stór skimunarstöð í skólanum til að taka sýni hjá öllum nemendum skólans. „Ég held að skólinn sjálfur sé að gera sitt besta og mér finnst vera mikill samtakamáttur innan skólans og bara í skólasamfélaginu öllu að reyna einhvern vegin að takast á við þetta saman. En á sama tíma held ég að óvissan sé fólgin í því hvað eigi að gera og hvernig,“ segir Magnús. „Þannig að skólinn er alveg að gera sitt besta en engu að síður er óvissan sú að það er ekki hægt að vita hvað eigi að gera, sökum þess að sóttvarnalæknir er búinn að mælast til þess að hafa skólana lokaða út vikuna en það er ekki hlustað á það og þar af leiðandi fáum við þetta í andlitið,“ segir Magnús. Rúmur klukkutími liðinn af skólaárinu þegar 10. bekkur í Sunnulækjarskóla er sendur heim í úrvinnslusóttkví. Mögulega HSK met. 🦠— Guðmundur Karl Sigurdórsson (@dullari) January 4, 2022 Nú sé mál að mæta svona atvikum með festu. „Og það er eins gott að mæta þessu með festu þegar eitthvað kemur upp. Þarna mælist greyið barnið með veiruna eftir þetta heimapróf og þá fer náttúrulega bara ferli af stað og mér finnst skólinn hafa tekið vel á málum en óheppilegt engu að síður að þetta gerist svona hratt. Maður bara spyr sig hvort það hefði verið gáfulegra með að bíða með að opna skólana.“ Unglingurinn hafi áhyggjur af næstu skrefum Hann segir dóttur sína ekki áhyggjufulla eins og er. Hræðslan beinist aðallega að því hvað gerist greinist bekkjarfélagi hennar jákvæður í PCR-prófi. „Hún er kannski aðallega hrædd um hvað gerist síðan ef, ef hann greinist jákvæður í þessu PCR-prófi sem fer fram núna fer einhver annar fasi af stað. Í þessum tölvupósti sem við fengum er sagt að beðið sé útkomu úr PCR-prófinu áður en næstu skref verða metin. Hún er bara smeyk við hvað gerist þá, á hún að vera heima í einhverja daga eða jafnvel vikur og missir hún af vinnunni, verður lögð niður íþróttaiðkun og svo framvegis,“ segir Magnús. Foreldrar þurfi að velja milli menntunar og sóttvarna Mikið álag sé nú á foreldrum vegna stöðunnar. Þeir viti margir ekki hvernig þeir eigi að bregðast við henni og hvað sé best fyrir börnin. „Það er svo vont þegar við foreldrar erum farnir einhvern vegin að þurfa að meta hvort við viljum ýta á börnin okkar að fara í skólann, til þess að þau fái sem bestu menntunina eða hvort við eigum að taka okkur einhvers konar sóttvarnaeftirlit í hendur og reyna einhvern vegin að hafa vitið fyrir þeim og biðja þau að bíða,“ segir Magnús. Magnús með fjölskyldunni. Hann segir mikið álag hafa verið á krökkunum í faraldrinum.Aðsend „Við viljum að þau örvist félagslega og fái góða menntun, við viljum að þau hitti jafnaldra sína en á sama tíma er ofboðslega erfitt að hlusta á þjóðfélagsumræðuna og eiga svo að meta: Hvort ætla ég að vera með Þórólfi sóttvarnalækni í liði eða Willum. Án þess að þetta sé einhver liðaskipting, ég vil ekki vera að einfalda þetta um of. En þetta er óheppileg staða að þurfa að vera í einhvers konar ráðgjafahlutverki þegar maður hefur ekki hundsvit í þessum málum.“ Spurður að því hvaða bjáni hafi sent barnið slappt í skólann Hann segir viðbrögðin við tístinu hafa verið margþætt. Margir foreldrar hafi áhyggjur af því að geta ekki verið heima með börn sín vegna vinnu og vilji þar að auki tryggja félagslega örvun og menntun þeirra. „En svo sér maður hvernig umræðan er öfugsnúin því um leið og ég setti þetta tíst af stað fékk ég hringingu sem að var sagt við mig: Hvaða blábjáni sendir barnið sitt slappt í skólann?“ segir Magnús og bendir á að í póstinum frá skólastjórnendum hafi komið fram að barnið hafi mætt í skólann og síðan farið að kvarta yfir slappleika. Þá hafi það strax verið sent heim. „Þá er strax farið í þessar skotgrafir, að ætla einhvern vegin að það sé einhverjum að kenna að hafa sent barnið sitt veikt í skólann.“ Ugla fékk að fara í skólann í æpa tvo tíma áður en hún var send aftur heim.Aðsend „Svo fékk ég líka hringingu frá öðrum aðila sem sagði: Já, ég var að bíða eftir þessu útspili frá skólunum því skólarnir eru fúlir yfir því að ekki hafi verið hlustað á rödd sóttvarnalæknis og þar af leiðandi séu þeir settir í þessa stöðu og nú ætla þeir heldur betur að jafna um Willum heilbrigðisráðherra og ákveða að senda allan skólann heim,“ segir Magnús. Mikil úlfúð í umræðunni Hann segir umræðuna einkennast af mikilli heift. „Sem er svo galin umræða. Þetta verður svo mikil úlfúð, kergja og beiskja í fólki og fólk fer að mála skrattann á vegginn. Á sama tíma er skólinn að reyna sitt besta, heilbrigðisyfirvöld eru að reyna sitt besta, sóttvarnalæknir er að reyna sitt besta. Einhver verður svo að taka ákvörðunina og þá gerist eitthvað svona, þá er eins gott að við séum með eitthvað klukkuverk til að bregðast við og bregðast við af festu en á sama tíma með hag barnanna okkar fyrir brjósti.“ Hann segir vafalaust að aðrir skólar muni þurfa að bregðast við svipuðum atvikum á næstu dögum. „Án efa er þetta ekki eini skólinn, ég held þetta sé nú vafalaust í öllum skólum að einhver svona atvik komi upp á næstu dögum.“ Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grunnskólar Börn og uppeldi Árborg Tengdar fréttir „Viðbúið að einhverjir skólar þurfi að loka“ Heilbrigðisráðherra segir mikilvægt að skóla og frístundastarf barna haldi áfram með sem eðlilegustum hætti. Þó sé viðbúið að einhverjir skólar muni þurfa að loka vegna fjölda starfsmanna og barna í einangrun og sóttkví. 4. janúar 2022 11:33 Ekki komið á hreint hvort bólusett verði í skólum Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, segist skilja þau sjónarmið sem búi að baki gagnrýni á fyrirætlanir um að bólusetja börn á aldrinum fimm til ellefu ára í skólum sínum. Umboðsmaður barna hefur kallað eftir breyttu fyrirkomulagi. 3. janúar 2022 21:38 „Það væri ábyrgðarleysi að reyna ekki að halda skólastarfi gangandi“ Mennta- og barnamálaráðherra segir afar mikilvægt að hægt sé að halda skólastarfi sem eðlilegustu þrátt fyrir mikla útbreiðslu kórónuveirunnar í samfélaginu. Hann mun funda daglega með nýjum samráðsvettvangi um stöðu skólamála í landinu og viðurkennir að margar áskoranir séu fram undan í málaflokknum. 3. janúar 2022 18:10 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
„Þetta er ekki óskastaða en maður bjóst alveg við að það yrðu einhverjir hnökrar svona í byrjun skólaársins miðað við fréttir síðustu daga en kannski ekki alveg eftir tvo tíma. Það er ekki eitthvað sem maður bjóst við,“ segir Magnús Sigurjón Guðmundsson, áhyggjufullur pabbi á Selfossi. Magnús tísti því í morgun að unglingsdóttir hans hafi verið send heim úr skólanum tæpum tveimur tímum eftir að hún mætti aftur eftir jólafrí. Krakkarnir mættu klukkan 8:10 en voru komin aftur heim klukkan 9:52 eftir að nemandi í tíunda bekk greindist jákvæður á heimaprófi. Skólastarf hófst klukkan 08:10. Unglingurinn kom heim kl 09:52. Þetta kallar maður að byrja árið með stæl. pic.twitter.com/pnMSHAXEIM— Maggi Peran (@maggiperan) January 4, 2022 Skólastjórnendur sendu tölvupóst á foreldra í gær, áður en skólastarf hófst að nýju, þar sem farið var yfir allar helstu sóttvarnir og segir Magnús að vel hafi verið staðið að málum af hálfu Sunnulækjarskóla. Hann nefnir sem dæmi þegar stórt hópsmit kom upp á Selfossi í fyrra að opnuð var stór skimunarstöð í skólanum til að taka sýni hjá öllum nemendum skólans. „Ég held að skólinn sjálfur sé að gera sitt besta og mér finnst vera mikill samtakamáttur innan skólans og bara í skólasamfélaginu öllu að reyna einhvern vegin að takast á við þetta saman. En á sama tíma held ég að óvissan sé fólgin í því hvað eigi að gera og hvernig,“ segir Magnús. „Þannig að skólinn er alveg að gera sitt besta en engu að síður er óvissan sú að það er ekki hægt að vita hvað eigi að gera, sökum þess að sóttvarnalæknir er búinn að mælast til þess að hafa skólana lokaða út vikuna en það er ekki hlustað á það og þar af leiðandi fáum við þetta í andlitið,“ segir Magnús. Rúmur klukkutími liðinn af skólaárinu þegar 10. bekkur í Sunnulækjarskóla er sendur heim í úrvinnslusóttkví. Mögulega HSK met. 🦠— Guðmundur Karl Sigurdórsson (@dullari) January 4, 2022 Nú sé mál að mæta svona atvikum með festu. „Og það er eins gott að mæta þessu með festu þegar eitthvað kemur upp. Þarna mælist greyið barnið með veiruna eftir þetta heimapróf og þá fer náttúrulega bara ferli af stað og mér finnst skólinn hafa tekið vel á málum en óheppilegt engu að síður að þetta gerist svona hratt. Maður bara spyr sig hvort það hefði verið gáfulegra með að bíða með að opna skólana.“ Unglingurinn hafi áhyggjur af næstu skrefum Hann segir dóttur sína ekki áhyggjufulla eins og er. Hræðslan beinist aðallega að því hvað gerist greinist bekkjarfélagi hennar jákvæður í PCR-prófi. „Hún er kannski aðallega hrædd um hvað gerist síðan ef, ef hann greinist jákvæður í þessu PCR-prófi sem fer fram núna fer einhver annar fasi af stað. Í þessum tölvupósti sem við fengum er sagt að beðið sé útkomu úr PCR-prófinu áður en næstu skref verða metin. Hún er bara smeyk við hvað gerist þá, á hún að vera heima í einhverja daga eða jafnvel vikur og missir hún af vinnunni, verður lögð niður íþróttaiðkun og svo framvegis,“ segir Magnús. Foreldrar þurfi að velja milli menntunar og sóttvarna Mikið álag sé nú á foreldrum vegna stöðunnar. Þeir viti margir ekki hvernig þeir eigi að bregðast við henni og hvað sé best fyrir börnin. „Það er svo vont þegar við foreldrar erum farnir einhvern vegin að þurfa að meta hvort við viljum ýta á börnin okkar að fara í skólann, til þess að þau fái sem bestu menntunina eða hvort við eigum að taka okkur einhvers konar sóttvarnaeftirlit í hendur og reyna einhvern vegin að hafa vitið fyrir þeim og biðja þau að bíða,“ segir Magnús. Magnús með fjölskyldunni. Hann segir mikið álag hafa verið á krökkunum í faraldrinum.Aðsend „Við viljum að þau örvist félagslega og fái góða menntun, við viljum að þau hitti jafnaldra sína en á sama tíma er ofboðslega erfitt að hlusta á þjóðfélagsumræðuna og eiga svo að meta: Hvort ætla ég að vera með Þórólfi sóttvarnalækni í liði eða Willum. Án þess að þetta sé einhver liðaskipting, ég vil ekki vera að einfalda þetta um of. En þetta er óheppileg staða að þurfa að vera í einhvers konar ráðgjafahlutverki þegar maður hefur ekki hundsvit í þessum málum.“ Spurður að því hvaða bjáni hafi sent barnið slappt í skólann Hann segir viðbrögðin við tístinu hafa verið margþætt. Margir foreldrar hafi áhyggjur af því að geta ekki verið heima með börn sín vegna vinnu og vilji þar að auki tryggja félagslega örvun og menntun þeirra. „En svo sér maður hvernig umræðan er öfugsnúin því um leið og ég setti þetta tíst af stað fékk ég hringingu sem að var sagt við mig: Hvaða blábjáni sendir barnið sitt slappt í skólann?“ segir Magnús og bendir á að í póstinum frá skólastjórnendum hafi komið fram að barnið hafi mætt í skólann og síðan farið að kvarta yfir slappleika. Þá hafi það strax verið sent heim. „Þá er strax farið í þessar skotgrafir, að ætla einhvern vegin að það sé einhverjum að kenna að hafa sent barnið sitt veikt í skólann.“ Ugla fékk að fara í skólann í æpa tvo tíma áður en hún var send aftur heim.Aðsend „Svo fékk ég líka hringingu frá öðrum aðila sem sagði: Já, ég var að bíða eftir þessu útspili frá skólunum því skólarnir eru fúlir yfir því að ekki hafi verið hlustað á rödd sóttvarnalæknis og þar af leiðandi séu þeir settir í þessa stöðu og nú ætla þeir heldur betur að jafna um Willum heilbrigðisráðherra og ákveða að senda allan skólann heim,“ segir Magnús. Mikil úlfúð í umræðunni Hann segir umræðuna einkennast af mikilli heift. „Sem er svo galin umræða. Þetta verður svo mikil úlfúð, kergja og beiskja í fólki og fólk fer að mála skrattann á vegginn. Á sama tíma er skólinn að reyna sitt besta, heilbrigðisyfirvöld eru að reyna sitt besta, sóttvarnalæknir er að reyna sitt besta. Einhver verður svo að taka ákvörðunina og þá gerist eitthvað svona, þá er eins gott að við séum með eitthvað klukkuverk til að bregðast við og bregðast við af festu en á sama tíma með hag barnanna okkar fyrir brjósti.“ Hann segir vafalaust að aðrir skólar muni þurfa að bregðast við svipuðum atvikum á næstu dögum. „Án efa er þetta ekki eini skólinn, ég held þetta sé nú vafalaust í öllum skólum að einhver svona atvik komi upp á næstu dögum.“
Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grunnskólar Börn og uppeldi Árborg Tengdar fréttir „Viðbúið að einhverjir skólar þurfi að loka“ Heilbrigðisráðherra segir mikilvægt að skóla og frístundastarf barna haldi áfram með sem eðlilegustum hætti. Þó sé viðbúið að einhverjir skólar muni þurfa að loka vegna fjölda starfsmanna og barna í einangrun og sóttkví. 4. janúar 2022 11:33 Ekki komið á hreint hvort bólusett verði í skólum Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, segist skilja þau sjónarmið sem búi að baki gagnrýni á fyrirætlanir um að bólusetja börn á aldrinum fimm til ellefu ára í skólum sínum. Umboðsmaður barna hefur kallað eftir breyttu fyrirkomulagi. 3. janúar 2022 21:38 „Það væri ábyrgðarleysi að reyna ekki að halda skólastarfi gangandi“ Mennta- og barnamálaráðherra segir afar mikilvægt að hægt sé að halda skólastarfi sem eðlilegustu þrátt fyrir mikla útbreiðslu kórónuveirunnar í samfélaginu. Hann mun funda daglega með nýjum samráðsvettvangi um stöðu skólamála í landinu og viðurkennir að margar áskoranir séu fram undan í málaflokknum. 3. janúar 2022 18:10 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
„Viðbúið að einhverjir skólar þurfi að loka“ Heilbrigðisráðherra segir mikilvægt að skóla og frístundastarf barna haldi áfram með sem eðlilegustum hætti. Þó sé viðbúið að einhverjir skólar muni þurfa að loka vegna fjölda starfsmanna og barna í einangrun og sóttkví. 4. janúar 2022 11:33
Ekki komið á hreint hvort bólusett verði í skólum Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, segist skilja þau sjónarmið sem búi að baki gagnrýni á fyrirætlanir um að bólusetja börn á aldrinum fimm til ellefu ára í skólum sínum. Umboðsmaður barna hefur kallað eftir breyttu fyrirkomulagi. 3. janúar 2022 21:38
„Það væri ábyrgðarleysi að reyna ekki að halda skólastarfi gangandi“ Mennta- og barnamálaráðherra segir afar mikilvægt að hægt sé að halda skólastarfi sem eðlilegustu þrátt fyrir mikla útbreiðslu kórónuveirunnar í samfélaginu. Hann mun funda daglega með nýjum samráðsvettvangi um stöðu skólamála í landinu og viðurkennir að margar áskoranir séu fram undan í málaflokknum. 3. janúar 2022 18:10