Umfangsmiklar refsiaðgerðir það eina sem geti komið í veg fyrir innrás Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. janúar 2022 06:48 Schiff segist telja Pútín líklegan til að ráðast inn í Úkraínu. AP Það verður að teljast afar líklegt að Rússland ráðist inn í Úkraínu og það eina sem gæti mögulega komið í veg fyrir það eru gríðarlega umfangsmiklar refsiaðgerðir. Þetta segir Adam Schiff, formaður leyniþjónustunefndar fulltrúadeildar bandaríska þingsins. Schiff segir innrás munu koma Rússum í koll, þar sem afleiðingarnar yrðu meðal annars þær að fleiri ríki myndu ganga í Atlantshafsbandalagið. Innrás í Úkraínu myndi færa Nató nær dyrum Rússlands, ekki ýta bandalagið fjær. Jen Psaki, fjölmiðlafullrúi Joe Biden, sagði í gær að forsetinn hefði rætt við Volodymyr Zelenskiy, forseta Úkraínu, og gert honum grein fyrir því að Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra myndu grípa til afgerðandi úrræða ef Rússar réðust lengra inn í Úkraínu. Zelenskiy sagði á Twitter að samtal þeirra Biden hefði fært sönnur á sérstakt samband ríkjanna. Sagðist hann kunna að meta staðfastan stuðning Bandaríkjanna við Úkraínu. Biden ræddi við forseta Úkraínu í gær og ítrekaði stuðning Bandaríkjanna og bandamanna.AP/Carolyn Kaster Um það bil 100 þúsund rússneskir hermenn hafa safnast saman við landamærin að Úkraínu. Biden varaði Vladimir Pútín Rússlandsforseta við því fyrr í vikunni að Bandaríkjamenn myndu grípa til afgerandi refsiaðgerða ef Rússa léti til skarar skríða. Til stendur að viðræður eigi sér stað um stöðu mála í Genf 9. og 10. janúar næstkomandi en Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, hefur sagt að ef vesturveldin haldi áfram að sækja að Rússlandi séu Rússar tilneyddir til að grípa til allra ráða til að tryggja jafnvægi og útrýma „óásættanlegum ógnum“ við öryggi landsins. Í þættinum Face the Nation á CBS sagðist Schiff ekkert hafa á móti því að fara á eftir Pútín persónulega en viðameiri þvinganir væru áhrifameiri. Innrás myndi hafa öfug áhrif ef markmið Pútín væri að hrekja Nató burt en engu að síður þætti honum líklegt að forsetinn myndi láta af verða. „Ég óttast að Pútín sé mjög líklegur til að fyrirskipa innrás. Í hreinskilni sagt þá skil ég ekki fyllilega hvað honum gengur til en hann virðist sannarlega ákveðinn nema við getum sannfært hann um annað.“ Guardian greindi frá. Bandaríkin Rússland Úkraína Tengdar fréttir Ekki augljós árangur af fundi Pútín og Biden Joe Biden forseti Bandaríkjanna og Vladimir Putin forseti Rússlands áttu fjarfund í gærkvöldi þar sem þeir ræddu þá spennu sem ríkir vegna málefna Úkraínu. 31. desember 2021 08:53 „Kúgun almennings í Rússlandi eykst stöðugt” Hæstiréttur í Rússlandi úrskurðaði í dag að elstu og einni virtustu mannréttindaskrifstofu landsins skyldi lokað. Ástæðan er sögð hryðjuverkaógn og brot á hinum ýmsu lögum um erlend samskipti. Þýska ríkisstjórnin gagnrýnir dóminn. Þekktur blaðamaður féll til bana úr glugga íbúðar sinnar í miðborg Moskvu á sunnudag. 29. desember 2021 20:30 Öðrum mannréttindasamtökum gert að hætta í Rússlandi Mannréttindasamtökunum Memorial Human Rights Center hefur verið gert að loka dyrum sínum í Rússlandi. Dómari hefur samþykkt kröfu saksóknarar um að rekstur samtakanna, sem barist hafa fyrir pólitíska fanga, verði stöðvaður. 29. desember 2021 11:48 Pútín ítrekar kröfur gagnvart Austur-Evrópu Forseti Úkraínu vonar að endurnýjað vopnahlé frá því fyrr á þessu ári nái að draga úr spennu í samskiptunum við Rússa sem hafa verið á suðumarki undanfarin misseri. Pútín Rússlandsforseti ítrekaði kröfur sínar um afvopnum NATO ríkja í austri á árlegum marþonfundi með fréttamönnum í dag. 23. desember 2021 20:00 „Það eru ekki við sem höfum ógnað neinum“ Vladimír Pútín, forseti Rússlands, krafðist þess aftur í dag að vesturveldin svokölluðu veittu Rússum tryggingar gagnvart því að Atlantshafsbandalagið neitaði ríkjum Austur-Evrópu um aðild að bandalaginu og vísaði aðildarríkjum af svæðinu á dyr. 23. desember 2021 14:55 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Schiff segir innrás munu koma Rússum í koll, þar sem afleiðingarnar yrðu meðal annars þær að fleiri ríki myndu ganga í Atlantshafsbandalagið. Innrás í Úkraínu myndi færa Nató nær dyrum Rússlands, ekki ýta bandalagið fjær. Jen Psaki, fjölmiðlafullrúi Joe Biden, sagði í gær að forsetinn hefði rætt við Volodymyr Zelenskiy, forseta Úkraínu, og gert honum grein fyrir því að Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra myndu grípa til afgerðandi úrræða ef Rússar réðust lengra inn í Úkraínu. Zelenskiy sagði á Twitter að samtal þeirra Biden hefði fært sönnur á sérstakt samband ríkjanna. Sagðist hann kunna að meta staðfastan stuðning Bandaríkjanna við Úkraínu. Biden ræddi við forseta Úkraínu í gær og ítrekaði stuðning Bandaríkjanna og bandamanna.AP/Carolyn Kaster Um það bil 100 þúsund rússneskir hermenn hafa safnast saman við landamærin að Úkraínu. Biden varaði Vladimir Pútín Rússlandsforseta við því fyrr í vikunni að Bandaríkjamenn myndu grípa til afgerandi refsiaðgerða ef Rússa léti til skarar skríða. Til stendur að viðræður eigi sér stað um stöðu mála í Genf 9. og 10. janúar næstkomandi en Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, hefur sagt að ef vesturveldin haldi áfram að sækja að Rússlandi séu Rússar tilneyddir til að grípa til allra ráða til að tryggja jafnvægi og útrýma „óásættanlegum ógnum“ við öryggi landsins. Í þættinum Face the Nation á CBS sagðist Schiff ekkert hafa á móti því að fara á eftir Pútín persónulega en viðameiri þvinganir væru áhrifameiri. Innrás myndi hafa öfug áhrif ef markmið Pútín væri að hrekja Nató burt en engu að síður þætti honum líklegt að forsetinn myndi láta af verða. „Ég óttast að Pútín sé mjög líklegur til að fyrirskipa innrás. Í hreinskilni sagt þá skil ég ekki fyllilega hvað honum gengur til en hann virðist sannarlega ákveðinn nema við getum sannfært hann um annað.“ Guardian greindi frá.
Bandaríkin Rússland Úkraína Tengdar fréttir Ekki augljós árangur af fundi Pútín og Biden Joe Biden forseti Bandaríkjanna og Vladimir Putin forseti Rússlands áttu fjarfund í gærkvöldi þar sem þeir ræddu þá spennu sem ríkir vegna málefna Úkraínu. 31. desember 2021 08:53 „Kúgun almennings í Rússlandi eykst stöðugt” Hæstiréttur í Rússlandi úrskurðaði í dag að elstu og einni virtustu mannréttindaskrifstofu landsins skyldi lokað. Ástæðan er sögð hryðjuverkaógn og brot á hinum ýmsu lögum um erlend samskipti. Þýska ríkisstjórnin gagnrýnir dóminn. Þekktur blaðamaður féll til bana úr glugga íbúðar sinnar í miðborg Moskvu á sunnudag. 29. desember 2021 20:30 Öðrum mannréttindasamtökum gert að hætta í Rússlandi Mannréttindasamtökunum Memorial Human Rights Center hefur verið gert að loka dyrum sínum í Rússlandi. Dómari hefur samþykkt kröfu saksóknarar um að rekstur samtakanna, sem barist hafa fyrir pólitíska fanga, verði stöðvaður. 29. desember 2021 11:48 Pútín ítrekar kröfur gagnvart Austur-Evrópu Forseti Úkraínu vonar að endurnýjað vopnahlé frá því fyrr á þessu ári nái að draga úr spennu í samskiptunum við Rússa sem hafa verið á suðumarki undanfarin misseri. Pútín Rússlandsforseti ítrekaði kröfur sínar um afvopnum NATO ríkja í austri á árlegum marþonfundi með fréttamönnum í dag. 23. desember 2021 20:00 „Það eru ekki við sem höfum ógnað neinum“ Vladimír Pútín, forseti Rússlands, krafðist þess aftur í dag að vesturveldin svokölluðu veittu Rússum tryggingar gagnvart því að Atlantshafsbandalagið neitaði ríkjum Austur-Evrópu um aðild að bandalaginu og vísaði aðildarríkjum af svæðinu á dyr. 23. desember 2021 14:55 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Ekki augljós árangur af fundi Pútín og Biden Joe Biden forseti Bandaríkjanna og Vladimir Putin forseti Rússlands áttu fjarfund í gærkvöldi þar sem þeir ræddu þá spennu sem ríkir vegna málefna Úkraínu. 31. desember 2021 08:53
„Kúgun almennings í Rússlandi eykst stöðugt” Hæstiréttur í Rússlandi úrskurðaði í dag að elstu og einni virtustu mannréttindaskrifstofu landsins skyldi lokað. Ástæðan er sögð hryðjuverkaógn og brot á hinum ýmsu lögum um erlend samskipti. Þýska ríkisstjórnin gagnrýnir dóminn. Þekktur blaðamaður féll til bana úr glugga íbúðar sinnar í miðborg Moskvu á sunnudag. 29. desember 2021 20:30
Öðrum mannréttindasamtökum gert að hætta í Rússlandi Mannréttindasamtökunum Memorial Human Rights Center hefur verið gert að loka dyrum sínum í Rússlandi. Dómari hefur samþykkt kröfu saksóknarar um að rekstur samtakanna, sem barist hafa fyrir pólitíska fanga, verði stöðvaður. 29. desember 2021 11:48
Pútín ítrekar kröfur gagnvart Austur-Evrópu Forseti Úkraínu vonar að endurnýjað vopnahlé frá því fyrr á þessu ári nái að draga úr spennu í samskiptunum við Rússa sem hafa verið á suðumarki undanfarin misseri. Pútín Rússlandsforseti ítrekaði kröfur sínar um afvopnum NATO ríkja í austri á árlegum marþonfundi með fréttamönnum í dag. 23. desember 2021 20:00
„Það eru ekki við sem höfum ógnað neinum“ Vladimír Pútín, forseti Rússlands, krafðist þess aftur í dag að vesturveldin svokölluðu veittu Rússum tryggingar gagnvart því að Atlantshafsbandalagið neitaði ríkjum Austur-Evrópu um aðild að bandalaginu og vísaði aðildarríkjum af svæðinu á dyr. 23. desember 2021 14:55