Innlent

Karl­menn lang­flestir ger­enda: Mikil fjölgun of­beldis­brota á árinu

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Lögregluvesti
Lögregluvesti Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson

Til­kynningar um of­beldis­brot voru um níu prósentum fleiri árið 2021 en síðustu þrjú ár á undan því sem nú er að líða. Lang­flest of­beldis­brota áttu sér stað á höfuð­borgar­svæðinu eða um 73 prósent. Fjöldi til­fella of­beldis af hendi maka eða fyrrum maka síðustu tvö árin hafa aldrei verið fleiri.

Lögreglan fór í þrjú útköll vegna heimilisofbeldis á dag að meðaltali eða 1.090 tilvik á árinu sem var að líða. Karlar voru í miklum meirihluta en 73 prósent gerenda í málum þar sem ofbeldi kom við sögu voru karlmenn.

Þá voru tæplega tvö kynferðisbrot tilkynnt að meðaltali á dag sem er um 24 prósenta aukning frá því árið 2020. Langflestir gerendur í kynferðisbrotamálum voru karlmenn eða um 82 prósent. 

Tilkynntar nauðganir árið 2021 voru 216 sem er svipaður fjöldi og árið 2019. Óvenjufáar nauðganir voru tilkynntar árið 2020, ef miðað er við fyrri ár, en lögregla telur að það megi mögulega rekja til samkomutakmarkana.

Árið 2021 voru skráð um það bil 189 þúsund mál hjá lögreglunni á Íslandi. Það jafngilda um 518 málum á sólarhring og 22 mál á hverri klukkustund. Flest brotin voru hraðakstursbrot en þau voru yfir 62 prósent af heildarfjölda brota. Þá voru flest mál skráð hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Fíkniefnabrot voru færri en síðustu þrjú ár á undan. Varsla og meðferð er enn stærstur hluti brotanna en þeim fækkaði um nærri þriðjung. Þetta kemur fram í bráðabirgðatölum ársins 2021 frá lögreglunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×