Lancashire-rósin stefnir á fyrsta sigurinn sinn á HM Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. desember 2021 14:30 Lisa Ashton tekur í spaðann á Adam Hunt eftir viðureign þeirra í 1. umferð heimsmeistaramótsins í pílukasti í fyrra. getty/KIERAN CLEEVES Önnur tveggja kvenna sem keppa á heimsmeistaramótinu í pílukasti, Lisa Ashton, mætir til leiks í kvöld. Þetta er í þriðja sinn sem Ashton keppir á HM en hún bíður enn eftir sínum fyrsta sigri á stóra sviðinu. Hún tapaði fyrir Jan Dekker, 3-1, á HM 2019 og 3-2 fyrir Adam Hunt á HM í fyrra. Hin 51 árs Ashton mætir Ron Meulenkamp frá Hollandi í næstsíðustu viðureign dagsins og er klár í slaginn. „Þetta verður meira spennandi í ár því áhorfendur eru komnir aftur. Ég hlakka mikið til,“ sagði Ashton í samtali við Sky Sports. „Ég undirbý mig fyrir leikinn gegn Ron eins og hvern annan leik. Ég hef spilað við hann áður og veit hvernig hann spilar. Hann er frekar hægur. En það skiptir ekki máli, ég spila bara minn leik og geri það sem ég geri alltaf.“ Very pleased to have qualified for the 2021/22 @WilliamHill World Darts Championships. Really looking forward to it pic.twitter.com/Cxzhv35q14— Lisa Ashton (@LisaAshton180) October 24, 2021 Ashton, eða Lancashire-rósin eins og hún er kölluð, stefnir á að vinna sinn fyrsta leik á HM í kvöld. Og ef það gerist mætir hún Michael Smith í næstu umferð. „Ég kem inn í leikinn með það að markmiði að koma á óvart. En ég er líka reyndari því ég veit hvernig þetta er og hvernig spilamennska mín er. Mér líður nokkuð vel og vonast til að komast yfir hjallann að þessu sinni,“ sagði Ashton. Hin konan á HM, Fallon Sherrock, mætir til leiks á sunnudagskvöldið þegar hún mætir goðsögninni Steve Beaton sem er á sínu 31. heimsmeistaramóti. Sherrock sló eftirminnilega í gegn á HM 2020 þegar hún vann tvær viðureignir. Viðureign Ashtons og Meulenkamps hefst klukkan 21:00 í kvöld. Sýnt verður beint frá öllum átta viðureignum dagsins á Stöð 2 Sport 3. Pílukast Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Í beinni: Celta Vigo - Barcelona | Börsungar vilja svara fyrir tapið síðast Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Sjá meira
Þetta er í þriðja sinn sem Ashton keppir á HM en hún bíður enn eftir sínum fyrsta sigri á stóra sviðinu. Hún tapaði fyrir Jan Dekker, 3-1, á HM 2019 og 3-2 fyrir Adam Hunt á HM í fyrra. Hin 51 árs Ashton mætir Ron Meulenkamp frá Hollandi í næstsíðustu viðureign dagsins og er klár í slaginn. „Þetta verður meira spennandi í ár því áhorfendur eru komnir aftur. Ég hlakka mikið til,“ sagði Ashton í samtali við Sky Sports. „Ég undirbý mig fyrir leikinn gegn Ron eins og hvern annan leik. Ég hef spilað við hann áður og veit hvernig hann spilar. Hann er frekar hægur. En það skiptir ekki máli, ég spila bara minn leik og geri það sem ég geri alltaf.“ Very pleased to have qualified for the 2021/22 @WilliamHill World Darts Championships. Really looking forward to it pic.twitter.com/Cxzhv35q14— Lisa Ashton (@LisaAshton180) October 24, 2021 Ashton, eða Lancashire-rósin eins og hún er kölluð, stefnir á að vinna sinn fyrsta leik á HM í kvöld. Og ef það gerist mætir hún Michael Smith í næstu umferð. „Ég kem inn í leikinn með það að markmiði að koma á óvart. En ég er líka reyndari því ég veit hvernig þetta er og hvernig spilamennska mín er. Mér líður nokkuð vel og vonast til að komast yfir hjallann að þessu sinni,“ sagði Ashton. Hin konan á HM, Fallon Sherrock, mætir til leiks á sunnudagskvöldið þegar hún mætir goðsögninni Steve Beaton sem er á sínu 31. heimsmeistaramóti. Sherrock sló eftirminnilega í gegn á HM 2020 þegar hún vann tvær viðureignir. Viðureign Ashtons og Meulenkamps hefst klukkan 21:00 í kvöld. Sýnt verður beint frá öllum átta viðureignum dagsins á Stöð 2 Sport 3.
Pílukast Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Í beinni: Celta Vigo - Barcelona | Börsungar vilja svara fyrir tapið síðast Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Sjá meira