Ofurdeild Evrópu óþörf: Vandræði Barcelona, Dortmund og Atlético sanna það Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. desember 2021 07:01 Atlético Madríd eru sem stendir í neðsta sæti B-riðils Meistaradeildar Evrópu. Cristian Trujillo/Getty Images Síðasta umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu hefst í kvöld. Enn á fjöldi liða eftir að tryggja sæti sitt í 16-liða úrslitum. Þar á meðal er spænska stórliðið Barcelona sem má muna fífil sinn fegurri, liðið þarf í raun á kraftaverki að halda til að komast áfram. Það má færa ágætis rök fyrir því að riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í ár sýni og sanni að svokölluð „Ofurdeild Evrópu“ er með öllu óþörf. Barcelona heimsækir Bayern München annað kvöld og þarf að öllum líkindum á sigri að halda til að komast áfram í 16-liða úrslit. Börsungar eru með bakið upp við vegg.Pedro Salados/Getty Images Fari það svo að Barcelona falli úr leik verður það í fyrsta sinn síðan tímabilið 2003-2004 sem útsláttarkeppni Meistaradeildar Evrópu fer af stað án þess Barcelona sé eitt af liðunum í pottinum. Það er ákveðin kaldhæðni fólgin í því að skömmu eftir að Barcelona var eitt þeirra 12 félaga sem vildi stofna svokallaða „Ofurdeild“ Evrópu er félagið á leiðinni í Evrópudeildina. Deild sem önnur af téðum 12 félögum þekkja ágætlega. Þó Erling Braut Håland og félagar í Borussia Dortmund séu í 2. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar og virðist ætla að veita Bayern alvöru keppni um þýska meistaratitilinn mun liðið spila í Evrópudeildinni eftir áramót. Þá þarf AC Milan á sigri að halda gegn Liverpool – sem er með fullt hús stiga – til að eiga möguleika á að komast í 16-liða úrslit. Í sama riðli þurfa Spánarmeistarar Atlético Madríd einnig á sigri að halda til að eiga möguleika á að komast áfram. Sem stendur er Porto á leiðinni í 16-liða úrslit og lærisveinar Diego Simeone á leiðinni í frí frá bæði Meistara- og Evrópudeild út tímabilið. Spurningin er því: Hver þarf „Ofurdeild“ þegar þú hefur spennu sem þessa? Í G-riðli eru engin ef til vill engin stórlið en spennan er óbærileg. Öll fjögur lið riðilsins – Lille, Salzburg, Sevilla og Wolfsburg – geta enn komist áfram í 16-liða úrsli keppninnar. Þó gengi liðanna hafi ef til vill ekki verið jafn gott og fyrsta umferð benti til þá hafa Sheriff Tiraspol og Young Boys frá Sviss einnig komið okkur á óvart í Meistaradeild Evrópu á þessari leiktíð. Ef til vill var það ástæðan fyrir því að „stærstu“ lið álfunnar vildu títtnefnda Ofurdeild. Þau vildu ekki láta lið á borð við Young Boys og Sheriff koma sér á óvart. Þau vildu ekki eiga á hættu að detta út í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Sum þeirra vildu bara fá að leika með frekar en að dúsa í kjallaranum (Sambandsdeild Evrópu). Antonio Conte og Harry Kane eru sem stendur í Sambandsdeild Evrópu.Ryan Pierse/Getty Images Vissulega getur Meistaradeildin verið fyrirsjáanleg en það á við um nær allar íþróttir, bestu og ríkustu liðin vinna oftar en þau tapa. Það á líka við í Meistaradeild Evrópu en að því sögðu hefur tímabilið í ár boðið upp á fjölda óvæntra úrslita. Hver veit nema við fáum fleiri slík í kvöld eða á morgun? Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Ofurdeildin Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Sjá meira
Það má færa ágætis rök fyrir því að riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í ár sýni og sanni að svokölluð „Ofurdeild Evrópu“ er með öllu óþörf. Barcelona heimsækir Bayern München annað kvöld og þarf að öllum líkindum á sigri að halda til að komast áfram í 16-liða úrslit. Börsungar eru með bakið upp við vegg.Pedro Salados/Getty Images Fari það svo að Barcelona falli úr leik verður það í fyrsta sinn síðan tímabilið 2003-2004 sem útsláttarkeppni Meistaradeildar Evrópu fer af stað án þess Barcelona sé eitt af liðunum í pottinum. Það er ákveðin kaldhæðni fólgin í því að skömmu eftir að Barcelona var eitt þeirra 12 félaga sem vildi stofna svokallaða „Ofurdeild“ Evrópu er félagið á leiðinni í Evrópudeildina. Deild sem önnur af téðum 12 félögum þekkja ágætlega. Þó Erling Braut Håland og félagar í Borussia Dortmund séu í 2. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar og virðist ætla að veita Bayern alvöru keppni um þýska meistaratitilinn mun liðið spila í Evrópudeildinni eftir áramót. Þá þarf AC Milan á sigri að halda gegn Liverpool – sem er með fullt hús stiga – til að eiga möguleika á að komast í 16-liða úrslit. Í sama riðli þurfa Spánarmeistarar Atlético Madríd einnig á sigri að halda til að eiga möguleika á að komast áfram. Sem stendur er Porto á leiðinni í 16-liða úrslit og lærisveinar Diego Simeone á leiðinni í frí frá bæði Meistara- og Evrópudeild út tímabilið. Spurningin er því: Hver þarf „Ofurdeild“ þegar þú hefur spennu sem þessa? Í G-riðli eru engin ef til vill engin stórlið en spennan er óbærileg. Öll fjögur lið riðilsins – Lille, Salzburg, Sevilla og Wolfsburg – geta enn komist áfram í 16-liða úrsli keppninnar. Þó gengi liðanna hafi ef til vill ekki verið jafn gott og fyrsta umferð benti til þá hafa Sheriff Tiraspol og Young Boys frá Sviss einnig komið okkur á óvart í Meistaradeild Evrópu á þessari leiktíð. Ef til vill var það ástæðan fyrir því að „stærstu“ lið álfunnar vildu títtnefnda Ofurdeild. Þau vildu ekki láta lið á borð við Young Boys og Sheriff koma sér á óvart. Þau vildu ekki eiga á hættu að detta út í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Sum þeirra vildu bara fá að leika með frekar en að dúsa í kjallaranum (Sambandsdeild Evrópu). Antonio Conte og Harry Kane eru sem stendur í Sambandsdeild Evrópu.Ryan Pierse/Getty Images Vissulega getur Meistaradeildin verið fyrirsjáanleg en það á við um nær allar íþróttir, bestu og ríkustu liðin vinna oftar en þau tapa. Það á líka við í Meistaradeild Evrópu en að því sögðu hefur tímabilið í ár boðið upp á fjölda óvæntra úrslita. Hver veit nema við fáum fleiri slík í kvöld eða á morgun? Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Ofurdeildin Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti