Gígjukvísl orðin tíföld og grannt fylgst með merkjum um gosóróa Kristján Már Unnarsson skrifar 2. desember 2021 20:55 Gígjukvísl í gær þar sem hún flæmdist um Skeiðarársand, neðan hringvegarins. Fjær sést í Lómagnúp. Vísir/RAX Hlaupið úr Grímsvötnum brýst núna fram á Skeiðarársandi með vaxandi þunga og var vatnsrennsli í Gígjukvísl í dag orðið tífalt miðað við árstíma. Veðurstofan segir í tilkynningu nú síðdegis að vísindamönnum komi saman um að Grímsvötn séu tilbúin að gjósa. Engin merki hafa þó enn sést um eldsumbrot. Í fréttum Stöðvar 2 kom fram að frá því hlaupið hófst fyrir hálfum mánuði hafði íshellan yfir Grímsvötnum nú undir kvöld sigið um átján metra, eða um átta metra frá því í gær, og hefur því nálgast hratt það tuttugu metra sig sem dugði til að hleypa af eldgosi árið 2004. Þyrla Landhelgisgæslunnar flaug með vísindamenn á Grímsfjall síðdegis í gær til að lagfæra mælitæki.Landhelgisgæslan Engin merki um gosóróa hafa þó sést í dag á jarðskjálftamælum á Grímsfjalli, samkvæmt upplýsingum Veðurstofu, sem tekur fram í tilkynningu nú síðdegis að vísindamönnum komi saman um að mælingar sýni að aðstæður séu með þeim hætti að Grímsvötn séu tilbúin að gjósa. Ekkert sé þó hægt að fullyrða um að eldgos verði samfara þessu hlaupi en fylgst sé grannt með skjálftavirkni sem gæti gefið vísbendingar um yfirvofandi gos. Kortið sýnir áætlaða rennslisleið hlaupsins úr Grímsvötnum og til sjávar.Grafík/Ragnar Visage Rennslið úr Grímsvötnum var í dag komið í 1.300 rúmmetra á sekúndu en hlaupvatnið fer um farveg undir jöklinum og brýst svo fram undan Skeiðarárjökli, einkum úr gamla útfalli Skeiðarár. Hlaupvatnið fer síðan vestur með jökulsporðinum og sameinast í farvegi Gígjukvíslar. Þar á brúnni mældu vatnamælingamenn Veðurstofu í dag rennslið í 930 rúmmetrum á sekúndu. Hafði það nær þrefaldast á þremur sólarhringum og er þetta tífalt rennsli árinnar miðað við árstíma. Vatnamælingamenn Veðurstofunnar að störfum við Gígjukvísl í dag. Gunnar Sigurðsson sést í speglinum taka aurðburðarsýni á brúnni yfir ána.Veðurstofan/Njáll Fannar Reynisson Spáð er að hlaupið núna verði þó innan við einn tíundi hluti þess sem var í hamfarahlaupinu í Gjálpargosinu fyrir aldarfjórðungi en það sópaði burt brúnni yfir Gígjukvísl og hluta Skeiðarárbrúar. Það hlaup breytti hlauprásinni undir jöklinum og ísstíflunni í Grímsvötnum, að sögn Helga Björnssonar jöklafræðings. „Þá eyðileggst þessi stífla,“ segir Helgi. Hlaupvatnið hafi eftir það laumað sér meðfram Grímsfjalli. Helgi Björnsson jöklafræðingur.Sigurjón Ólason „Þannig hefur það verið alla tíð síðan. En núna er hún farin að gróa, þessi stífla, og þá fer þetta að verða eins og gömlu hlaupin; vex hægt og rólega,“ segir jöklafræðingurinn. Sem þýðir að mannvirki eru núna talin í lítilli hættu. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Grímsvötn Eldgos og jarðhræringar Náttúruhamfarir Almannavarnir Skaftárhreppur Hornafjörður Tengdar fréttir Vatnsflæðið úr Grímsvötnum komið í þrefalt rennsli Ölfusár Kraftur Grímsvatnahlaupsins fer stigvaxandi og er flæðið úr vötnunum núna á við þrefalt rennsli Ölfusár. Þá hefur íshellan yfir vötnunum sigið um sex metra frá því í gær og alls um sextán metra frá því hlaup hófst þar fyrir hálfum mánuði. Engin merki sjást enn um eldsumbrot. 2. desember 2021 12:07 Grímsvatnahlaupið brestur undan jaðri Skeiðarárjökuls Grímsvatnahlaupið er byrjað að bresta undan jaðri Skeiðarárjökuls og lýstu Almannavarnir síðdegis yfir óvissustigi. Vatnshæðin í Gígjukvísl hefur hækkað um einn metra í dag en hvorki brúin né önnur mannvirki eru talin í hættu. Spenna ríkir um hvort eldgos fylgi hlaupinu en engin merki um gosóróa hafa enn sést. 1. desember 2021 22:11 Svona er staðan í Grímsvötnum séð úr flugvélinni hjá RAX Íshellan í Grímsvötnum hefur sigið um tæpa tíu metra og gert er ráð fyrir að hlaup hefjist nú um helgina. Búist er við að hlaupið verði minna en spár gerðu upphaflega ráð fyrir en áfram eru taldar líkur á að gos fylgi í kjölfarið. Ragnar Axelsson, RAX, flaug yfir Grímsvötn í dag. 1. desember 2021 16:31 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 kom fram að frá því hlaupið hófst fyrir hálfum mánuði hafði íshellan yfir Grímsvötnum nú undir kvöld sigið um átján metra, eða um átta metra frá því í gær, og hefur því nálgast hratt það tuttugu metra sig sem dugði til að hleypa af eldgosi árið 2004. Þyrla Landhelgisgæslunnar flaug með vísindamenn á Grímsfjall síðdegis í gær til að lagfæra mælitæki.Landhelgisgæslan Engin merki um gosóróa hafa þó sést í dag á jarðskjálftamælum á Grímsfjalli, samkvæmt upplýsingum Veðurstofu, sem tekur fram í tilkynningu nú síðdegis að vísindamönnum komi saman um að mælingar sýni að aðstæður séu með þeim hætti að Grímsvötn séu tilbúin að gjósa. Ekkert sé þó hægt að fullyrða um að eldgos verði samfara þessu hlaupi en fylgst sé grannt með skjálftavirkni sem gæti gefið vísbendingar um yfirvofandi gos. Kortið sýnir áætlaða rennslisleið hlaupsins úr Grímsvötnum og til sjávar.Grafík/Ragnar Visage Rennslið úr Grímsvötnum var í dag komið í 1.300 rúmmetra á sekúndu en hlaupvatnið fer um farveg undir jöklinum og brýst svo fram undan Skeiðarárjökli, einkum úr gamla útfalli Skeiðarár. Hlaupvatnið fer síðan vestur með jökulsporðinum og sameinast í farvegi Gígjukvíslar. Þar á brúnni mældu vatnamælingamenn Veðurstofu í dag rennslið í 930 rúmmetrum á sekúndu. Hafði það nær þrefaldast á þremur sólarhringum og er þetta tífalt rennsli árinnar miðað við árstíma. Vatnamælingamenn Veðurstofunnar að störfum við Gígjukvísl í dag. Gunnar Sigurðsson sést í speglinum taka aurðburðarsýni á brúnni yfir ána.Veðurstofan/Njáll Fannar Reynisson Spáð er að hlaupið núna verði þó innan við einn tíundi hluti þess sem var í hamfarahlaupinu í Gjálpargosinu fyrir aldarfjórðungi en það sópaði burt brúnni yfir Gígjukvísl og hluta Skeiðarárbrúar. Það hlaup breytti hlauprásinni undir jöklinum og ísstíflunni í Grímsvötnum, að sögn Helga Björnssonar jöklafræðings. „Þá eyðileggst þessi stífla,“ segir Helgi. Hlaupvatnið hafi eftir það laumað sér meðfram Grímsfjalli. Helgi Björnsson jöklafræðingur.Sigurjón Ólason „Þannig hefur það verið alla tíð síðan. En núna er hún farin að gróa, þessi stífla, og þá fer þetta að verða eins og gömlu hlaupin; vex hægt og rólega,“ segir jöklafræðingurinn. Sem þýðir að mannvirki eru núna talin í lítilli hættu. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Grímsvötn Eldgos og jarðhræringar Náttúruhamfarir Almannavarnir Skaftárhreppur Hornafjörður Tengdar fréttir Vatnsflæðið úr Grímsvötnum komið í þrefalt rennsli Ölfusár Kraftur Grímsvatnahlaupsins fer stigvaxandi og er flæðið úr vötnunum núna á við þrefalt rennsli Ölfusár. Þá hefur íshellan yfir vötnunum sigið um sex metra frá því í gær og alls um sextán metra frá því hlaup hófst þar fyrir hálfum mánuði. Engin merki sjást enn um eldsumbrot. 2. desember 2021 12:07 Grímsvatnahlaupið brestur undan jaðri Skeiðarárjökuls Grímsvatnahlaupið er byrjað að bresta undan jaðri Skeiðarárjökuls og lýstu Almannavarnir síðdegis yfir óvissustigi. Vatnshæðin í Gígjukvísl hefur hækkað um einn metra í dag en hvorki brúin né önnur mannvirki eru talin í hættu. Spenna ríkir um hvort eldgos fylgi hlaupinu en engin merki um gosóróa hafa enn sést. 1. desember 2021 22:11 Svona er staðan í Grímsvötnum séð úr flugvélinni hjá RAX Íshellan í Grímsvötnum hefur sigið um tæpa tíu metra og gert er ráð fyrir að hlaup hefjist nú um helgina. Búist er við að hlaupið verði minna en spár gerðu upphaflega ráð fyrir en áfram eru taldar líkur á að gos fylgi í kjölfarið. Ragnar Axelsson, RAX, flaug yfir Grímsvötn í dag. 1. desember 2021 16:31 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Vatnsflæðið úr Grímsvötnum komið í þrefalt rennsli Ölfusár Kraftur Grímsvatnahlaupsins fer stigvaxandi og er flæðið úr vötnunum núna á við þrefalt rennsli Ölfusár. Þá hefur íshellan yfir vötnunum sigið um sex metra frá því í gær og alls um sextán metra frá því hlaup hófst þar fyrir hálfum mánuði. Engin merki sjást enn um eldsumbrot. 2. desember 2021 12:07
Grímsvatnahlaupið brestur undan jaðri Skeiðarárjökuls Grímsvatnahlaupið er byrjað að bresta undan jaðri Skeiðarárjökuls og lýstu Almannavarnir síðdegis yfir óvissustigi. Vatnshæðin í Gígjukvísl hefur hækkað um einn metra í dag en hvorki brúin né önnur mannvirki eru talin í hættu. Spenna ríkir um hvort eldgos fylgi hlaupinu en engin merki um gosóróa hafa enn sést. 1. desember 2021 22:11
Svona er staðan í Grímsvötnum séð úr flugvélinni hjá RAX Íshellan í Grímsvötnum hefur sigið um tæpa tíu metra og gert er ráð fyrir að hlaup hefjist nú um helgina. Búist er við að hlaupið verði minna en spár gerðu upphaflega ráð fyrir en áfram eru taldar líkur á að gos fylgi í kjölfarið. Ragnar Axelsson, RAX, flaug yfir Grímsvötn í dag. 1. desember 2021 16:31