Fótbolti

Hollenskur landsliðsmaður ákærður fyrir tilraun til manndráps

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Quincy Promes er gefið að sök að hafa stungið fjölskyldumeðlim í veislu á seinasta ári.
Quincy Promes er gefið að sök að hafa stungið fjölskyldumeðlim í veislu á seinasta ári. James Williamson - AMA/Getty Images

Hollenski knattspyrnumaðurinn Quincy Promes verður ákærður fyrir tilraun til manndráps og líkamsárás eftir hafa verið sakaður um að stinga fjölskyldumeðlim með hníf í fyrra.

Promes leikur með Spartak Moskvu í rússnesku deildinni, en atvikið átti sér stað í fjölskylduveislu er hann var enn leikmaður Ajax í Hollandi.

Þar mun Promes hafa lent í áflogum við skyldmenni sitt sem endaði með því að fjölskyldumeðlimurinn var stunginn með hníf og hlaut alvarleg meiðsli. Þá ku sá hinn sami einnig hafa meiðst á hné í áflogunum.

Sóknarmaðurinn hefur neitað sök, en í dag tilkynntu saksóknarar í Hollandi að 29 ára karlmaður frá Amsterdam yrði ákærður fyrir tilraun til manndráps og líkamsárás. Fjölmiðlar í Hollandi greina frá því að hinn grunaði sé Quincy Promes.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×