Diljá Ýr spilaði í grátlegu tapi gegn Benfica | Barcelona skoraði fimm Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. nóvember 2021 19:55 Barcelona skoraði fimm í kvöld. Uwe Anspach/Getty Tveimur leikjum í Meistaradeild Evrópu kvenna er nú lokið. Häcken mátti þola grátlegt tap gegn Benfica á heimavelli þar sem sigurmarkið kom í uppbótartíma. Þá vann Barcelona þægilegan 5-0 sigur á Hoffenheim. Cloé Lacasse, fyrrum leikmaður ÍBV, kom Benfica yfir snemma leiks í Svíþjóð. Var þetta fyrsta mark Benfica í riðlakeppninni og reyndist það eina mark fyrri hálfleiks. LACASSE LASHED IN THE FIRST EVER @UWCL GOAL FOR BENFICA https://t.co/Jj2lBy5f26 https://t.co/lQi0KCql53 https://t.co/p1nFxhd4I2 pic.twitter.com/wVoMCAC163— DAZN Football (@DAZNFootball) November 17, 2021 Staðan var enn 1-0 Benfica í vil þegar Diljá Ýr Zomers kom inn af bekknum þegar tæpur hálftími lifði leiks. Tíu mínútum síðar fengu heimakonur vítaspyrnu, Elin Rubensson fór á punktinn og jafnaði metin. Staðan orðin 1-1 og þannig var hún allt þangað til tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Catarina Amado skoraði þá sigurmark leiksins og tryggði Benfica mikilvægan 1-2 útisigur. It wouldn't be the @UWCL without a last minute winner https://t.co/Jj2lBy5f26 https://t.co/lQi0KCql53 https://t.co/p1nFxhd4I2 pic.twitter.com/MCaP2pVhoX— DAZN Football (@DAZNFootball) November 17, 2021 Diljá Ýr og stöllur hennar eru sem stendur á botni D-riðils með þrjú stig en Benfica er sæti ofar með fjögur stig. Í Þýskalandi var ofurlið Barcelona í heimsókn. Það tók gestina frá Katalóníu dágóða stund að brjóta ísinn en aðeins eitt mark var skorað í fyrri hálfleik. Það gerði Alexia Putellas Segura fyrir Barcelona. Irene Paredes kom Barcelona í 2-0, Aitana Bonmati bætti þriðja markinu við, Mariona Caldentey því fjórða og að lokum Ana-Maria Crnogorcevic því fimmta í uppbótartíma. Lokatölur 5-0 gestunum frá Katalóníu í vil. Barcelona er sem fyrr með fullt hús stiga í C-riðli, tólf stig að loknum fjórum leikjum. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Sóley Margrét heimsmeistari Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir Aron Einar miðvörður í Niksic Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Sjá meira
Cloé Lacasse, fyrrum leikmaður ÍBV, kom Benfica yfir snemma leiks í Svíþjóð. Var þetta fyrsta mark Benfica í riðlakeppninni og reyndist það eina mark fyrri hálfleiks. LACASSE LASHED IN THE FIRST EVER @UWCL GOAL FOR BENFICA https://t.co/Jj2lBy5f26 https://t.co/lQi0KCql53 https://t.co/p1nFxhd4I2 pic.twitter.com/wVoMCAC163— DAZN Football (@DAZNFootball) November 17, 2021 Staðan var enn 1-0 Benfica í vil þegar Diljá Ýr Zomers kom inn af bekknum þegar tæpur hálftími lifði leiks. Tíu mínútum síðar fengu heimakonur vítaspyrnu, Elin Rubensson fór á punktinn og jafnaði metin. Staðan orðin 1-1 og þannig var hún allt þangað til tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Catarina Amado skoraði þá sigurmark leiksins og tryggði Benfica mikilvægan 1-2 útisigur. It wouldn't be the @UWCL without a last minute winner https://t.co/Jj2lBy5f26 https://t.co/lQi0KCql53 https://t.co/p1nFxhd4I2 pic.twitter.com/MCaP2pVhoX— DAZN Football (@DAZNFootball) November 17, 2021 Diljá Ýr og stöllur hennar eru sem stendur á botni D-riðils með þrjú stig en Benfica er sæti ofar með fjögur stig. Í Þýskalandi var ofurlið Barcelona í heimsókn. Það tók gestina frá Katalóníu dágóða stund að brjóta ísinn en aðeins eitt mark var skorað í fyrri hálfleik. Það gerði Alexia Putellas Segura fyrir Barcelona. Irene Paredes kom Barcelona í 2-0, Aitana Bonmati bætti þriðja markinu við, Mariona Caldentey því fjórða og að lokum Ana-Maria Crnogorcevic því fimmta í uppbótartíma. Lokatölur 5-0 gestunum frá Katalóníu í vil. Barcelona er sem fyrr með fullt hús stiga í C-riðli, tólf stig að loknum fjórum leikjum.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Sóley Margrét heimsmeistari Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir Aron Einar miðvörður í Niksic Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Sjá meira