Sagður ekki svara símtölunum frá Arsenal Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. nóvember 2021 17:00 Dusan Vlahovic er stór og stæðilegur framherji sem vill ekki framlengja samning sinn hjá Fiorentina. Getty/Nicolò Campo Það lítur út fyrir að ekkert verði að kaupum Arsenal á Fiorentina leikmanninum Dusan Vlahovic í janúarglugganum. Eitt aðalvandamálið er að umboðsmaður leikmannsins hætti að svara í símann. Arsenal átti að vera í forystu í kapphlaupinu um serbneska framherjann en Tottenham var ekki tilbúið að borga þær 68 milljónir punda sem Fiorentina vill fá fyrir hann. Mikel Arteta managed to convince Arsenal to pay the £68m asking price, but the player's agent is now blanking calls from the Premier League outfit... https://t.co/EEbPKBrESq— SPORTbible (@sportbible) November 10, 2021 Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, var aftur á móti búinn að sannfæra sína yfirmenn hjá Arsenal um að eyða svona miklum pening í þennan 190 sentímetra og 21 árs gamla framherjan sem hefur þegar skorað sex landsliðsmörk fyrir Serbíu. Ítalski blaðamaðurinn Gianluca di Marzio hefur heimildir fyrir því að Arsenal hafi ekki náð sambandi við umboðsmann leikmannsins sem vill greinilega ekki svara símanum sínum þegar þeir hringja. Fyrir vikið hefur Arsenal ekki komist neitt lengra í að ganga frá kaupunum á Dusan Vlahovic í janúar. Enska félagið sé komið vel á veg í viðræðum við félagið en umboðsmaðurinn passar upp á það að láta ekki ná í sig. There are currently no talks ongoing between Du an Vlahovic agents and Arsenal board. Gunners are among many club following Vlahovic situation - but there s nothing advanced as of today. #AFCFiorentina want 70/80m to sell Vlahovic in January. He s out of contract in 2023.— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) November 9, 2021 Samningur Dusan Vlahovic rennur út árið 2023 og ef að hann verður ekki seldur í janúar þá er líklegt að hann verði seldur í sumar því hann vill ekki framlengja samning sinn í Flórens. Vlahovic er með átta mörk og eina stoðsendingu í tólf deildarleikjum með Fiorentina á þessu tímabili en hann skoraði þrennu á móti Spezia og tvö mörk á móti Atalanta. Hann er því að fylgja vel á eftir síðasta tímabili þegar hann var með 21 mark í 37 deildarleikjum. Ítalski boltinn Enski boltinn Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Fleiri fréttir „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Sjá meira
Arsenal átti að vera í forystu í kapphlaupinu um serbneska framherjann en Tottenham var ekki tilbúið að borga þær 68 milljónir punda sem Fiorentina vill fá fyrir hann. Mikel Arteta managed to convince Arsenal to pay the £68m asking price, but the player's agent is now blanking calls from the Premier League outfit... https://t.co/EEbPKBrESq— SPORTbible (@sportbible) November 10, 2021 Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, var aftur á móti búinn að sannfæra sína yfirmenn hjá Arsenal um að eyða svona miklum pening í þennan 190 sentímetra og 21 árs gamla framherjan sem hefur þegar skorað sex landsliðsmörk fyrir Serbíu. Ítalski blaðamaðurinn Gianluca di Marzio hefur heimildir fyrir því að Arsenal hafi ekki náð sambandi við umboðsmann leikmannsins sem vill greinilega ekki svara símanum sínum þegar þeir hringja. Fyrir vikið hefur Arsenal ekki komist neitt lengra í að ganga frá kaupunum á Dusan Vlahovic í janúar. Enska félagið sé komið vel á veg í viðræðum við félagið en umboðsmaðurinn passar upp á það að láta ekki ná í sig. There are currently no talks ongoing between Du an Vlahovic agents and Arsenal board. Gunners are among many club following Vlahovic situation - but there s nothing advanced as of today. #AFCFiorentina want 70/80m to sell Vlahovic in January. He s out of contract in 2023.— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) November 9, 2021 Samningur Dusan Vlahovic rennur út árið 2023 og ef að hann verður ekki seldur í janúar þá er líklegt að hann verði seldur í sumar því hann vill ekki framlengja samning sinn í Flórens. Vlahovic er með átta mörk og eina stoðsendingu í tólf deildarleikjum með Fiorentina á þessu tímabili en hann skoraði þrennu á móti Spezia og tvö mörk á móti Atalanta. Hann er því að fylgja vel á eftir síðasta tímabili þegar hann var með 21 mark í 37 deildarleikjum.
Ítalski boltinn Enski boltinn Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Fleiri fréttir „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Sjá meira