Bíða spennt eftir 2022 og segja landsbyggðina eiga mikið inni Fanndís Birna Logadóttir skrifar 28. október 2021 13:18 Díana Jóhannsdóttir hjá áfangastofu Vestfjarða segir mikilvægt að uppbygging á Vestfjörðum sé í takt við eftirspurn. Vísir/Samsett Vestfirðir eru efst á lista yfir svæði til að heimsækja árið 2022 að mati ferðabókaútgefandans Lonely Planet. Sviðstjóri hjá áfangastofu Vestfjarða segir að viðurkenningin muni nýtast þeim næstu árin en mikilvægt sé að uppbygging verði í takt við aukna eftirspurn. Vestfirðir hafa í gegnum tíðina verið tilnefndir inn á alls konar lista yfir rómaða ferðamannastaði og vakti til að mynda Vestfjarðarleiðin, sem opnaði í fyrra, mikla athygli. Díana Jóhannsdóttir hjá áfangastofu Vestfjarða segir þó að viðurkenning Lonely Planet sé sú stærsta sem þau hafa fengið. „Það er auðvitað ótrúlega gaman að fá svona mikla viðurkenningu og þetta mun sennilega nýtast okkur næstu árin fyrir Vestfirði, þannig það er mikil gleði hérna hjá okkur fyrir vestan,“ segir Díana. Samkvæmt upplýsingum frá Mælaborði ferðaþjónustunnar voru 28 gististaðir með 673 gistirúmum á Vestfjörðum á síðasta tímabili, færri en í öllum öðrum landshlutum. Vestfirðir eru nú á leið inn á stærri markað en áður eftir að hafa legið að mestu undir feld síðastliðin tvö ár. Díana segir Vestfirði þó ráða við stöðuna núna. „Við gerum það svo sannarlega en það er alveg ljóst að við verðum að fara að sjá aukna fjárfestingu í ferðaþjónustu á Vestfjörðum,“ segir Díana. „Lengi var tímabilið mjög stutt hérna á Vestfjörðum, það voru aðallega hérna ferðamenn yfir hásumarið, en það er svo sannarlega að breytast og við verðum að tryggja að innviðirnir byggist upp í takt við þessa eftirspurn.“ Engin stór verkefni eru í pípunum um þessar mundir á Vestfjörðum en að sögn Díönu er aðallega verið að bæta þær aðstöður sem fyrir voru. Stærri verkefni skili þó meiru. „Við sjáum að svona stór og flott verkefni eins [útsýnispallurinn] á Bolafjalli, þetta vekur strax svo mikla athygli en samt er í rauninni ekki einu sinni búið að opna þann pall. Við sjáum bara að allt svona hefur svo góð áhrif á ferðaþjónustu á landsbyggðinni,“ segir Díana. Hún segir landsbyggðina í heild sinni eiga mjög mikið inni og að uppbygging þurfi að vera meiri á mörgum stöðum. Hún vonar að stjórnvöld láti sig málið varða og að nýr ferðamálaráðherra starfi náið með einstaklingum á landsbyggðinni. „Ég treysti því að ráðherra vinni með okkur í þessu eins og þau hafa svo sem alltaf gert,“ segir Díana. „Við erum bara mjög spennt að sjá hvað setur og nú bara bíðum við eftir 2022 með mikilli gleði.“ Vesturbyggð Ísafjarðarbær Ferðamennska á Íslandi Útsýnispallur á Bolafjalli Reykhólahreppur Strandabyggð Tálknafjörður Bolungarvík Súðavíkurhreppur Árneshreppur Kaldrananeshreppur Tengdar fréttir Svona vörðu landsmenn ferðagjöfinni í sumar Síðasti dagurinn til að nýta ferðagjöf stjórnvalda var fimmtudagurinn síðastliðinn og liggur nú fyrir að sóttar hafi verið 231.331 ferðagjafir fyrir alls 1.157 milljónum króna. 4. október 2021 08:09 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Vestfirðir hafa í gegnum tíðina verið tilnefndir inn á alls konar lista yfir rómaða ferðamannastaði og vakti til að mynda Vestfjarðarleiðin, sem opnaði í fyrra, mikla athygli. Díana Jóhannsdóttir hjá áfangastofu Vestfjarða segir þó að viðurkenning Lonely Planet sé sú stærsta sem þau hafa fengið. „Það er auðvitað ótrúlega gaman að fá svona mikla viðurkenningu og þetta mun sennilega nýtast okkur næstu árin fyrir Vestfirði, þannig það er mikil gleði hérna hjá okkur fyrir vestan,“ segir Díana. Samkvæmt upplýsingum frá Mælaborði ferðaþjónustunnar voru 28 gististaðir með 673 gistirúmum á Vestfjörðum á síðasta tímabili, færri en í öllum öðrum landshlutum. Vestfirðir eru nú á leið inn á stærri markað en áður eftir að hafa legið að mestu undir feld síðastliðin tvö ár. Díana segir Vestfirði þó ráða við stöðuna núna. „Við gerum það svo sannarlega en það er alveg ljóst að við verðum að fara að sjá aukna fjárfestingu í ferðaþjónustu á Vestfjörðum,“ segir Díana. „Lengi var tímabilið mjög stutt hérna á Vestfjörðum, það voru aðallega hérna ferðamenn yfir hásumarið, en það er svo sannarlega að breytast og við verðum að tryggja að innviðirnir byggist upp í takt við þessa eftirspurn.“ Engin stór verkefni eru í pípunum um þessar mundir á Vestfjörðum en að sögn Díönu er aðallega verið að bæta þær aðstöður sem fyrir voru. Stærri verkefni skili þó meiru. „Við sjáum að svona stór og flott verkefni eins [útsýnispallurinn] á Bolafjalli, þetta vekur strax svo mikla athygli en samt er í rauninni ekki einu sinni búið að opna þann pall. Við sjáum bara að allt svona hefur svo góð áhrif á ferðaþjónustu á landsbyggðinni,“ segir Díana. Hún segir landsbyggðina í heild sinni eiga mjög mikið inni og að uppbygging þurfi að vera meiri á mörgum stöðum. Hún vonar að stjórnvöld láti sig málið varða og að nýr ferðamálaráðherra starfi náið með einstaklingum á landsbyggðinni. „Ég treysti því að ráðherra vinni með okkur í þessu eins og þau hafa svo sem alltaf gert,“ segir Díana. „Við erum bara mjög spennt að sjá hvað setur og nú bara bíðum við eftir 2022 með mikilli gleði.“
Vesturbyggð Ísafjarðarbær Ferðamennska á Íslandi Útsýnispallur á Bolafjalli Reykhólahreppur Strandabyggð Tálknafjörður Bolungarvík Súðavíkurhreppur Árneshreppur Kaldrananeshreppur Tengdar fréttir Svona vörðu landsmenn ferðagjöfinni í sumar Síðasti dagurinn til að nýta ferðagjöf stjórnvalda var fimmtudagurinn síðastliðinn og liggur nú fyrir að sóttar hafi verið 231.331 ferðagjafir fyrir alls 1.157 milljónum króna. 4. október 2021 08:09 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Svona vörðu landsmenn ferðagjöfinni í sumar Síðasti dagurinn til að nýta ferðagjöf stjórnvalda var fimmtudagurinn síðastliðinn og liggur nú fyrir að sóttar hafi verið 231.331 ferðagjafir fyrir alls 1.157 milljónum króna. 4. október 2021 08:09