Við vitum meira en nóg Guðbjörg Lára Másdóttir skrifar 28. október 2021 09:30 Tökum skrefin Það er mjög mikilvægt að marka sér skýra stefnu,skrifa niður hugmyndir, koma með tillögur og setja sér markmið. Við okkur blasir stórt fjall sem ekki er lengur hægt að hunsa, til þess að komast yfir það þurfum við að framkvæma stefnurnar, hugmyndirnar, tillögurnar og markmiðin. Tíminn er kominn, við þurfum að taka skrefið og byrja að ganga markvisst í átt að fjallinu. Flest erum við farin að þekkja heimsmarkmið Sameinuðu þjóðana um sjálfbæra þróun að einhverju leiti, til einföldunar má líta á þau sem vegakort Sameinuðu þjóðanna í átt að fjallinu. Meira að segja nokkuð tillitssamt kort. Kortið býður upp á 17 áfangastaði og hver áfangastaður býður upp á mismunandi leiðir til að nálgast sig. Íslenskt landslag Auðvitað er málið ekki svo einfalt og landslagið á Íslandi gerir ráð fyrir ákveðnum búnaði og ákveðnum aðferðum. Álit fagaðila óskast þegar lagt er af stað í stór verkefni sem varð til þess að núna í október mánuði buðu Festa - miðstöð um sjálfbærni og verkefnastjórn stjórnvalda um heimsmarkmiðinn breiðum hópi hagaðila til samtals. Hvað eru næstu skref fyrir okkur sem samfélag þegar kemur að framgangi heimsmarkmiðanna, hvar byrjum við? 17 heimsmarkmiða herbergi Þetta samtal er hluti af alþjóðlegu verkefni sem kallast 17 herbergi (e. 17 rooms) sem Brookings stofnunin leiðir og Festa er hluti af samfélagi um allan heim sem er að prufukeyra þessa aðferðafræði. 17 herbergi vísa sem sagt í heimsmarkmiðin okkar 17. Nálgunin gengur út á það að þátttakendur frá ólíkum geirum og þekkingarheimum koma saman í heimsmarkmiða-herbergi, eða vinnustofu, hvert herbergi fær til umfjöllunar eitt heimsmarkmið. Þátttakendur í hverju herbergi hafa það hlutverk að koma auga á samræmdar aðgerðir, - aðgerðir sem hægt er að framkvæma í samstarfi á næstu 12-18 mánuðum hér á Íslandi. Á þessu ári prufukeyrðum við tvö herbergi um heimsmarkmiðin, markmið 12 og 13 og rauður þráður var hringrásarhagkerfið. Til vinnunar voru 40 fulltrúum ólíkra hagaðila: stjórnvalda (ráðuneyti, stofnanir og sveitarfélög), háskóla, ungmenna, félagasamtaka, fjölmiðla, hagsmunasamtaka og fyrirtækja. Öll mætt til leiks til að leggja fram sýna innsýn og reynslu - hvert er næsta skrefið í að ná heimsmarkmiði 12, ábyrg neysla og framleiðsla og heimsmarkmiði 13, aðgerðir í loftslagsmálum. Látum verkin tala Aðal áherslan er á aðgerðir - hvað sé hægt að gera- framkvæma, á næstu 12-18 mánuðum. Að marka og taka næstu skref í stað þess að dvelja við leitina að ‘hinni fullkomnu lausn’ eða hinni fullkomnu leið. Galdurinn liggur í samtali fulltrúa ólíkra hagaðila sem vinna að þessu þverfaglega, þvert á kynslóðir og geira. Með þátttöku hafa þá þátttakendur öðlast aukna yfirsýn og ný verkfæri til að vinna að heimsmarkmiðunum á sínum starfsvettvangi. Aðferðarfræðin er hönnuð af Center for Sustainable Development hjá Brookings Institution og er unnin í samstarfi við Rockefeller Center. John McArthur framkvæmdarstjóri Center for Sustainable Development var einn af fyrirlesurum á Janúarráðstefnu Festu 2020. Festa hefur þá síðustu mánuði verið hluti af ‘Community of Practice’ sem stýrt er af Brookings Center for Sustainable Development og fengið þar bæði þjálfun í aðferðafræðinni og innsýn í störf hópa sem þegar hafa unnið slík verkefni víða um heim. Galdurinn grundvallast á samstarfi og gagnkvæmri fræðslu jafningja, með það fyrir sjónum að kalla fram bestu útkomuna á viðkomandi málefnasviði, ekki fyrir einstaka einingu. Við vitum meira en nóg Allir þátttakendur 17 herbergja vinnustofunar ganga út eftir vinnudag 2 með lúkurnar fullar af fræjum til sáningar ásamt hugrekki til þess að taka næsta skref. Við hvetjum þig til þess að gera það sama, taka næsta skref og ekki dvelja lengur við leitina að ‘hinni fullkomnu lausn’. Þó það sé mikil óvissa þá vitum við meira en nóg. Þekkingin, tækin, tólin og viljinn eru til staðar, tíminn er kominn til þess að taka skrefið, byrja að ganga og saman getum við þá klifið þetta fjall sem við okkur blasir. Höfundur er starfsnemi hjá Festu- miðstöð um sjálfbærni og mastersnemi við Friðarháskóla Sameinuðu þjóðanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Iðkum nægjusemi, nýtum náttúruna Borghildur Gunnarsdóttir,Ósk Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Tökum skrefin Það er mjög mikilvægt að marka sér skýra stefnu,skrifa niður hugmyndir, koma með tillögur og setja sér markmið. Við okkur blasir stórt fjall sem ekki er lengur hægt að hunsa, til þess að komast yfir það þurfum við að framkvæma stefnurnar, hugmyndirnar, tillögurnar og markmiðin. Tíminn er kominn, við þurfum að taka skrefið og byrja að ganga markvisst í átt að fjallinu. Flest erum við farin að þekkja heimsmarkmið Sameinuðu þjóðana um sjálfbæra þróun að einhverju leiti, til einföldunar má líta á þau sem vegakort Sameinuðu þjóðanna í átt að fjallinu. Meira að segja nokkuð tillitssamt kort. Kortið býður upp á 17 áfangastaði og hver áfangastaður býður upp á mismunandi leiðir til að nálgast sig. Íslenskt landslag Auðvitað er málið ekki svo einfalt og landslagið á Íslandi gerir ráð fyrir ákveðnum búnaði og ákveðnum aðferðum. Álit fagaðila óskast þegar lagt er af stað í stór verkefni sem varð til þess að núna í október mánuði buðu Festa - miðstöð um sjálfbærni og verkefnastjórn stjórnvalda um heimsmarkmiðinn breiðum hópi hagaðila til samtals. Hvað eru næstu skref fyrir okkur sem samfélag þegar kemur að framgangi heimsmarkmiðanna, hvar byrjum við? 17 heimsmarkmiða herbergi Þetta samtal er hluti af alþjóðlegu verkefni sem kallast 17 herbergi (e. 17 rooms) sem Brookings stofnunin leiðir og Festa er hluti af samfélagi um allan heim sem er að prufukeyra þessa aðferðafræði. 17 herbergi vísa sem sagt í heimsmarkmiðin okkar 17. Nálgunin gengur út á það að þátttakendur frá ólíkum geirum og þekkingarheimum koma saman í heimsmarkmiða-herbergi, eða vinnustofu, hvert herbergi fær til umfjöllunar eitt heimsmarkmið. Þátttakendur í hverju herbergi hafa það hlutverk að koma auga á samræmdar aðgerðir, - aðgerðir sem hægt er að framkvæma í samstarfi á næstu 12-18 mánuðum hér á Íslandi. Á þessu ári prufukeyrðum við tvö herbergi um heimsmarkmiðin, markmið 12 og 13 og rauður þráður var hringrásarhagkerfið. Til vinnunar voru 40 fulltrúum ólíkra hagaðila: stjórnvalda (ráðuneyti, stofnanir og sveitarfélög), háskóla, ungmenna, félagasamtaka, fjölmiðla, hagsmunasamtaka og fyrirtækja. Öll mætt til leiks til að leggja fram sýna innsýn og reynslu - hvert er næsta skrefið í að ná heimsmarkmiði 12, ábyrg neysla og framleiðsla og heimsmarkmiði 13, aðgerðir í loftslagsmálum. Látum verkin tala Aðal áherslan er á aðgerðir - hvað sé hægt að gera- framkvæma, á næstu 12-18 mánuðum. Að marka og taka næstu skref í stað þess að dvelja við leitina að ‘hinni fullkomnu lausn’ eða hinni fullkomnu leið. Galdurinn liggur í samtali fulltrúa ólíkra hagaðila sem vinna að þessu þverfaglega, þvert á kynslóðir og geira. Með þátttöku hafa þá þátttakendur öðlast aukna yfirsýn og ný verkfæri til að vinna að heimsmarkmiðunum á sínum starfsvettvangi. Aðferðarfræðin er hönnuð af Center for Sustainable Development hjá Brookings Institution og er unnin í samstarfi við Rockefeller Center. John McArthur framkvæmdarstjóri Center for Sustainable Development var einn af fyrirlesurum á Janúarráðstefnu Festu 2020. Festa hefur þá síðustu mánuði verið hluti af ‘Community of Practice’ sem stýrt er af Brookings Center for Sustainable Development og fengið þar bæði þjálfun í aðferðafræðinni og innsýn í störf hópa sem þegar hafa unnið slík verkefni víða um heim. Galdurinn grundvallast á samstarfi og gagnkvæmri fræðslu jafningja, með það fyrir sjónum að kalla fram bestu útkomuna á viðkomandi málefnasviði, ekki fyrir einstaka einingu. Við vitum meira en nóg Allir þátttakendur 17 herbergja vinnustofunar ganga út eftir vinnudag 2 með lúkurnar fullar af fræjum til sáningar ásamt hugrekki til þess að taka næsta skref. Við hvetjum þig til þess að gera það sama, taka næsta skref og ekki dvelja lengur við leitina að ‘hinni fullkomnu lausn’. Þó það sé mikil óvissa þá vitum við meira en nóg. Þekkingin, tækin, tólin og viljinn eru til staðar, tíminn er kominn til þess að taka skrefið, byrja að ganga og saman getum við þá klifið þetta fjall sem við okkur blasir. Höfundur er starfsnemi hjá Festu- miðstöð um sjálfbærni og mastersnemi við Friðarháskóla Sameinuðu þjóðanna.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun