Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar 21. nóvember 2024 15:45 Þó umræðan síðustu vikur hafi verið mjög áhugaverð þá hefur mér þótt vanta sárlega skýra sýn á þau vandamál sem að okkur stafa. Það eru ekki útlendingar eða flóttafólk. Það er ekki þétting byggðar. Ekki réttindabarátta hinsegin fólks. Þau vandamál sem raunverulega hrjá okkur, verðbólga, húsnæðisverð, ofbeldi, biðlistar eftir læknisþjónustu, brottfall stráka úr skólakerfinu, hnignun samfélagslegra innviða á borð við velferðarkerfið, heilbrigðiskerfið og menntakerfið, eru sjálf birtingarmynd stóra vandans, ekki rót hans. Vandinn sem að okkur stafar á Íslandi, og raunar á vesturlöndum öllum, er að fólk er að missa von. Fólk sem missir von verður örvæntingarfullt og missir trúna á samfélaginu. Fólk sem missir trú á samfélaginu, missir trú á því að það sé hægt að ná fram jákvæðum breytingum, fer á endanum að velja bara einhverja breytingu, jafnvel þó hún sé slæm, af því viðvarandi ástand er óþolandi. Raunverulegi vandinn er að við höfum staðnað á slæmum stað. Pólitíska miðjan, og vinstrið, hafa gert of miklar málamiðlanir við sérhagsmunina. Fólk er búið að fá nóg af því að misskipting í samfélaginu gengur sífellt lengra, nóg af því að skattbyrðin færist sífellt á tekjulægri hópa, nóg af því að sjá augljósa spillingu grassera. Nóg af því að sjá heilbrigðiskerfið verða verra og verra og svo einkavætt og boðið út þegar það er orðið svo slæmt að fólk sætti sig við það. Fólk er búið að fá nóg af því að sjá ríkasta fólkið í samfélaginu stjórna hverju sem það vill, oft í krafti vináttu þeirra við ráðherra og þeirra fólk. Og það er búið að missa trúna á því að ‘venjulega pólitíkin’ geti tekist á við það. Það er það sem við sjáum í Bandaríkjunum og Evrópu. Klassísku mið, mið-vinstri og mið-hægri flokkarnir eru búnir að vera að reyna að berjast gegn risi öfganna, afturhalds, einangrunarsinna og fasisma. En þau halda sífellt verr og verr út með hverju árinu, af því það eina sem þau bjóða raunverulega upp á er viðvarandi ástand og að vera þó skárri en lýðskrumið og boðvaldið. En það gengur ekki til lengdar. Á endanum mun þetta bresta ef við gerum ekki eitthvað róttækt. Stjórnmálin eru komin á síðasta snúning með að gera eitthvað raunverulegt, eitthvað gott og stórt sem gefur fólki von fyrir framtíðina, von á því að eitthvað breytist í alvöru. Ef við gerum það ekki fáum við á endanum eitthvað hrikalegt í staðinn, einhvern íslenskan Trump. Þess vegna vel ég Pírata, þess vegna set ég alla mína orku og tíma í að berjast fyrir Pírata. Það eru aðrir flokkar sem eru ágætir, sem ég veit að eru klárir og meina vel, en í mínum augum eru of líkir miðjunni sem hefur mistekist að veita almennilega mótspyrnu í Evrópu og nú síðast í Bandaríkjunum. Píratar eru eini flokkurinn sem bæði vill raunverulegar, róttækar, jákvæðar breytingar á samfélaginu okkar, og er fær um að vinna með öðrum og koma þeim í framkvæmd. Við viljum jafna skattbyrðina, við viljum sanngjarnari fjármagnstekjuskatt, töluvert hærri veiðigjöld og á endanum endurskoðað og sanngjarnara fiskveiðikerfi. Frjálsar handfæraveiðar. Við viljum taka á spillingu og skattaundanskotum, taka á því að fyrirtæki komi sér undan skatti með því að skulda erlendum móðurfyrirtækjum, taka á því að fyrirtæki í sjávarútvegi feli hagnað með því að kaupa aðföng af sjálfum sér og selja sjálfum sér afla (þunn eigin fjármögnun og lóðrétt samþætting). En við viljum ekki bara lækna einkennin til skemmri tíma. Við viljum líka ráðast að rót vandans sem hefur hrjáð okkur svo lengi, skapa aftur von um réttlátara samfélag og lýðræðislegri og faglegri stjórnmál. Við viljum breyta kerfinu þannig að Alþingi starfi meira eins og löggjafarþing og minna eins og leikvöllur. Við viljum sanngjarnari pólitík, þar sem hlutirnir eru ræddir á Alþingi, jafnvel þó þeir komi frá minnihlutanum - og þar sem þingmál eru leidd lýðræðislega til lykta, en eru ekki fórnarlömb hrossakaupa á hverju vori. Við viljum koma á öflugu eftirliti með Alþingi, stjórnsýslunni og lögreglu sem og með samkeppni á markaði og skattaundanskotum. Og já, á endanum viljum við betri stjórnarskrá sem undirbyggir allt þetta og endurspeglar þjóðarvilja. Við viljum gagnsæi, við viljum lýðræði. Við viljum að þú ráðir. Kjóstu öðruvísi. Kjóstu von. Kjóstu Pírata! Höfundur er frambjóðandi Pírata í Reykjavík Norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavíkurkjördæmi norður Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Píratar Alexandra Briem Mest lesið Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Skoðun Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Sjá meira
Þó umræðan síðustu vikur hafi verið mjög áhugaverð þá hefur mér þótt vanta sárlega skýra sýn á þau vandamál sem að okkur stafa. Það eru ekki útlendingar eða flóttafólk. Það er ekki þétting byggðar. Ekki réttindabarátta hinsegin fólks. Þau vandamál sem raunverulega hrjá okkur, verðbólga, húsnæðisverð, ofbeldi, biðlistar eftir læknisþjónustu, brottfall stráka úr skólakerfinu, hnignun samfélagslegra innviða á borð við velferðarkerfið, heilbrigðiskerfið og menntakerfið, eru sjálf birtingarmynd stóra vandans, ekki rót hans. Vandinn sem að okkur stafar á Íslandi, og raunar á vesturlöndum öllum, er að fólk er að missa von. Fólk sem missir von verður örvæntingarfullt og missir trúna á samfélaginu. Fólk sem missir trú á samfélaginu, missir trú á því að það sé hægt að ná fram jákvæðum breytingum, fer á endanum að velja bara einhverja breytingu, jafnvel þó hún sé slæm, af því viðvarandi ástand er óþolandi. Raunverulegi vandinn er að við höfum staðnað á slæmum stað. Pólitíska miðjan, og vinstrið, hafa gert of miklar málamiðlanir við sérhagsmunina. Fólk er búið að fá nóg af því að misskipting í samfélaginu gengur sífellt lengra, nóg af því að skattbyrðin færist sífellt á tekjulægri hópa, nóg af því að sjá augljósa spillingu grassera. Nóg af því að sjá heilbrigðiskerfið verða verra og verra og svo einkavætt og boðið út þegar það er orðið svo slæmt að fólk sætti sig við það. Fólk er búið að fá nóg af því að sjá ríkasta fólkið í samfélaginu stjórna hverju sem það vill, oft í krafti vináttu þeirra við ráðherra og þeirra fólk. Og það er búið að missa trúna á því að ‘venjulega pólitíkin’ geti tekist á við það. Það er það sem við sjáum í Bandaríkjunum og Evrópu. Klassísku mið, mið-vinstri og mið-hægri flokkarnir eru búnir að vera að reyna að berjast gegn risi öfganna, afturhalds, einangrunarsinna og fasisma. En þau halda sífellt verr og verr út með hverju árinu, af því það eina sem þau bjóða raunverulega upp á er viðvarandi ástand og að vera þó skárri en lýðskrumið og boðvaldið. En það gengur ekki til lengdar. Á endanum mun þetta bresta ef við gerum ekki eitthvað róttækt. Stjórnmálin eru komin á síðasta snúning með að gera eitthvað raunverulegt, eitthvað gott og stórt sem gefur fólki von fyrir framtíðina, von á því að eitthvað breytist í alvöru. Ef við gerum það ekki fáum við á endanum eitthvað hrikalegt í staðinn, einhvern íslenskan Trump. Þess vegna vel ég Pírata, þess vegna set ég alla mína orku og tíma í að berjast fyrir Pírata. Það eru aðrir flokkar sem eru ágætir, sem ég veit að eru klárir og meina vel, en í mínum augum eru of líkir miðjunni sem hefur mistekist að veita almennilega mótspyrnu í Evrópu og nú síðast í Bandaríkjunum. Píratar eru eini flokkurinn sem bæði vill raunverulegar, róttækar, jákvæðar breytingar á samfélaginu okkar, og er fær um að vinna með öðrum og koma þeim í framkvæmd. Við viljum jafna skattbyrðina, við viljum sanngjarnari fjármagnstekjuskatt, töluvert hærri veiðigjöld og á endanum endurskoðað og sanngjarnara fiskveiðikerfi. Frjálsar handfæraveiðar. Við viljum taka á spillingu og skattaundanskotum, taka á því að fyrirtæki komi sér undan skatti með því að skulda erlendum móðurfyrirtækjum, taka á því að fyrirtæki í sjávarútvegi feli hagnað með því að kaupa aðföng af sjálfum sér og selja sjálfum sér afla (þunn eigin fjármögnun og lóðrétt samþætting). En við viljum ekki bara lækna einkennin til skemmri tíma. Við viljum líka ráðast að rót vandans sem hefur hrjáð okkur svo lengi, skapa aftur von um réttlátara samfélag og lýðræðislegri og faglegri stjórnmál. Við viljum breyta kerfinu þannig að Alþingi starfi meira eins og löggjafarþing og minna eins og leikvöllur. Við viljum sanngjarnari pólitík, þar sem hlutirnir eru ræddir á Alþingi, jafnvel þó þeir komi frá minnihlutanum - og þar sem þingmál eru leidd lýðræðislega til lykta, en eru ekki fórnarlömb hrossakaupa á hverju vori. Við viljum koma á öflugu eftirliti með Alþingi, stjórnsýslunni og lögreglu sem og með samkeppni á markaði og skattaundanskotum. Og já, á endanum viljum við betri stjórnarskrá sem undirbyggir allt þetta og endurspeglar þjóðarvilja. Við viljum gagnsæi, við viljum lýðræði. Við viljum að þú ráðir. Kjóstu öðruvísi. Kjóstu von. Kjóstu Pírata! Höfundur er frambjóðandi Pírata í Reykjavík Norður.
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun