Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar 21. nóvember 2024 16:30 Það er sameiginlegt verkefni okkar allra að tryggja öryggi samfélagsins. Frá því að eldgosin á Reykjanesi hófust hef ég sem orkumálastjóri lagt ríka áherslu á orkuöryggi svæðisins og unnið að fjölda verkefna sem mörg hver hafa nú þegar orðið að veruleika í samvinnu við ráðuneyti, almannavarnir, stofnanir og fyrirtæki. Þessi vinna er lykilatriði til að tryggja að allir geti ávallt treyst á heitt og kalt vatn, rafmagn – og jólaljós – í sínum heimahögum. Sem stjórnmálamaður mun ég halda áfram að leggja áherslu á orkuöryggi og öfluga og sveigjanlega innviðauppbyggingu á svæðinu. Orkuöryggi er spurning um öryggi og lífsgæði. Við vonum alltaf það besta, en undirbúum okkur fyrir það versta – fyrir Suðurnesin, fyrir Ísland. Hvað hefur áunnist – fyrirhyggja í aðgerðum Þrátt fyrir áskoranir hefur verið unnið markvisst að því að draga úr áhættu og styrkja innviði á Suðurnesjum. Varavatnsból við Árnarétt í Garði: Nýtt varavatnsból tryggir vatnsöryggi í tilfelli hraunflæðis eða skemmda á vatnsæðum. Neyðarhitarar: Neyðarhitarar hafa verið keyptir til að halda húsnæði ofan við frostmark ef kerfisbilun verður. Verndun Njarðvíkuræðarinnar: Njarðvíkuræðin hefur verið fergð til að tryggja stöðugan flutning heits vatns í neyðartilfellum, en ljóst er að frekari ráðstafanir þurfa að fylgja. Samráð og neyðarviðbrögð: Orkustofnun hefur unnið með almannavörnum, HS Orku og HS Veitum að áætlunum til að tryggja vatns- og hitaveitu í verstu aðstæðum. Nýjar borholur: Nýjar borholur hafa verið boraðar til að auka nýtingu jarðhita og styrkja stöðugleika hitaveitunnar. Hvað þarf að gera – langtímalausnir fyrir Suðurnes Næstu skref fela í sér að tryggja varanlegar lausnir: Suðurnesjalína 2: Koma þarf þessu lykilverkefni úr kæruferli og í framkvæmd til að styrkja raforkuflutning innan svæðisins og milli virkjana. Stærri neyðarbúnaður: Skoða þarf fjárfestingu í varaafli og búnaði til að mæta hugsanlegum neyðartilvikum. Þróun Krýsuvíkursvæðisins: Auka þarf þróun Krýsuvíkursvæðisins sem tengipunkts til að styrkja orkuöryggi Reykjaness og Suðurnesja. Langtímalausnir fyrir orkuöryggi: Halda þarf áfram þróun nýrra jarðhitakosta á Reykjanesi og tengja hitaveitukerfi við fleiri orkulindir til að tryggja sjálfbærni og öryggi. Samvinna og stefnumótun: Halda áfram markvissu samstarfi við ráðuneyti, sveitarfélög og fyrirtæki til að styrkja innviði og viðbúnað í ljósi náttúruvár. Sameiginlegt verkefni allra Það er ljóst að tryggt orkuöryggi er sameiginlegt verkefni okkar allra. Viðbrögð stjórnvalda og samstarf opinberra aðila, fyrirtækja og sveitarfélaga er lykilatriði til að tryggja að nauðsynlegar leyfisveitingar og framkvæmd nauðsynlegra aðgerða tefjist ekki. Betur má ef duga skal Við höfum þegar séð hvernig velgengni í neyðarviðbrögðum, eins og með varaafli fyrir Svartsengisvirkjun, hefur tryggt að íbúar á Suðurnesjum hafi ekki orðið fyrir truflunum í grunnþjónustu. Samt sem áður er ljóst að betur má ef duga skal og þar gegna stjórnmál mikilvægu hlutverki. Svartsengi og Reykjanesvirkjun – lífæðar svæðisins í þrengingum Svartsengi og Reykjanesvirkjun eru lykilinnviðir á Suðurnesjum og fyrir Ísland. Svartsengi framleiðir bæði heitt vatn og rafmagn fyrir heimili, fyrirtæki og hitaveitukerfi svæðisins. Heitavatnsframleiðslan byggir á bæði köldu vatni úr Lágum, norðvestan við Svartsengi, og rafmagni frá Svartsengislínu. Reykjanesvirkjun gegnir mikilvægu hlutverki í raforkuframleiðslu og tengingu svæðisins við landsnetið. Þessir innviðir eru lífsnauðsynlegir fyrir stöðugleika samfélagsins og getu þess til að takast á við óvænt áföll. Þrátt fyrir krefjandi aðstæður, þar sem hraun frá eldgosi hefur þegar runnið yfir bæði kalda- og heitavatnslagnir ásamt því að Svartsengislína féll út, hefur tekist að viðhalda heitavatnsframleiðslu í Svartsengi að mestu en áhættan er áþreifanleg. Njarðvíkuræðin og varavatnsból – lykilþættir í vatnsöryggi Njarðvíkuræðin hefur verið fergð og varin gegn hraunflæði til að tryggja öryggi vatnsflutninga á Suðurnesjum. Þessi aðgerð er lykilatriði í því að viðhalda stöðugri þjónustu til heimila. Auk þess hefur verið komið upp varavatnsbólum, svo sem við Árnarétt í Garði, sem tryggja vatnsöryggi ef skemmdir verða á kerfinu. Þessar aðgerðir, sem unnar hafa verið í nánu samstarfi opinberra aðila og einkaaðila, hafa skilað áþreifanlegum árangri í því að styrkja grunninnviði svæðisins. Þær undirstrika mikilvægi samvinnu og markvissra aðgerða til að mæta náttúruvá og tryggja lífsgæði íbúa. Framhald er nauðsynlegt til að viðhalda þessum árangri og tryggja að Suðurnesin geti staðist framtíðaráskoranir. Langtímalausnir og framtíðarsýn Til að byggja upp varanlega lausn þarf að þróa innviði á svæðinu frekar, svo sem með nýtingu jarðhita á fleiri stöðum og tengingu hitaveitukerfa við fleiri orkulindir. Þannig tryggjum við öryggi og sjálfbærni. Þannig verður samfélagið betur í stakk búið til að takast á við náttúruvá og ófyrirséðar áskoranir. Sem stjórnmálamaður í Suðurkjördæmi mun ég halda áfram að vinna að hagsmunum Suðurnesja. Að tryggja heitt vatn, rafmagn og grunnþjónustu er spurning um öryggi og lífsgæði. Betur má ef duga skal!Höfundur er oddviti Framsóknar í Suðurkjördæmi og fyrrverandi orkumálastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Hrund Logadóttir Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Framsóknarflokkurinn Suðurkjördæmi Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Skoðun Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Sjá meira
Það er sameiginlegt verkefni okkar allra að tryggja öryggi samfélagsins. Frá því að eldgosin á Reykjanesi hófust hef ég sem orkumálastjóri lagt ríka áherslu á orkuöryggi svæðisins og unnið að fjölda verkefna sem mörg hver hafa nú þegar orðið að veruleika í samvinnu við ráðuneyti, almannavarnir, stofnanir og fyrirtæki. Þessi vinna er lykilatriði til að tryggja að allir geti ávallt treyst á heitt og kalt vatn, rafmagn – og jólaljós – í sínum heimahögum. Sem stjórnmálamaður mun ég halda áfram að leggja áherslu á orkuöryggi og öfluga og sveigjanlega innviðauppbyggingu á svæðinu. Orkuöryggi er spurning um öryggi og lífsgæði. Við vonum alltaf það besta, en undirbúum okkur fyrir það versta – fyrir Suðurnesin, fyrir Ísland. Hvað hefur áunnist – fyrirhyggja í aðgerðum Þrátt fyrir áskoranir hefur verið unnið markvisst að því að draga úr áhættu og styrkja innviði á Suðurnesjum. Varavatnsból við Árnarétt í Garði: Nýtt varavatnsból tryggir vatnsöryggi í tilfelli hraunflæðis eða skemmda á vatnsæðum. Neyðarhitarar: Neyðarhitarar hafa verið keyptir til að halda húsnæði ofan við frostmark ef kerfisbilun verður. Verndun Njarðvíkuræðarinnar: Njarðvíkuræðin hefur verið fergð til að tryggja stöðugan flutning heits vatns í neyðartilfellum, en ljóst er að frekari ráðstafanir þurfa að fylgja. Samráð og neyðarviðbrögð: Orkustofnun hefur unnið með almannavörnum, HS Orku og HS Veitum að áætlunum til að tryggja vatns- og hitaveitu í verstu aðstæðum. Nýjar borholur: Nýjar borholur hafa verið boraðar til að auka nýtingu jarðhita og styrkja stöðugleika hitaveitunnar. Hvað þarf að gera – langtímalausnir fyrir Suðurnes Næstu skref fela í sér að tryggja varanlegar lausnir: Suðurnesjalína 2: Koma þarf þessu lykilverkefni úr kæruferli og í framkvæmd til að styrkja raforkuflutning innan svæðisins og milli virkjana. Stærri neyðarbúnaður: Skoða þarf fjárfestingu í varaafli og búnaði til að mæta hugsanlegum neyðartilvikum. Þróun Krýsuvíkursvæðisins: Auka þarf þróun Krýsuvíkursvæðisins sem tengipunkts til að styrkja orkuöryggi Reykjaness og Suðurnesja. Langtímalausnir fyrir orkuöryggi: Halda þarf áfram þróun nýrra jarðhitakosta á Reykjanesi og tengja hitaveitukerfi við fleiri orkulindir til að tryggja sjálfbærni og öryggi. Samvinna og stefnumótun: Halda áfram markvissu samstarfi við ráðuneyti, sveitarfélög og fyrirtæki til að styrkja innviði og viðbúnað í ljósi náttúruvár. Sameiginlegt verkefni allra Það er ljóst að tryggt orkuöryggi er sameiginlegt verkefni okkar allra. Viðbrögð stjórnvalda og samstarf opinberra aðila, fyrirtækja og sveitarfélaga er lykilatriði til að tryggja að nauðsynlegar leyfisveitingar og framkvæmd nauðsynlegra aðgerða tefjist ekki. Betur má ef duga skal Við höfum þegar séð hvernig velgengni í neyðarviðbrögðum, eins og með varaafli fyrir Svartsengisvirkjun, hefur tryggt að íbúar á Suðurnesjum hafi ekki orðið fyrir truflunum í grunnþjónustu. Samt sem áður er ljóst að betur má ef duga skal og þar gegna stjórnmál mikilvægu hlutverki. Svartsengi og Reykjanesvirkjun – lífæðar svæðisins í þrengingum Svartsengi og Reykjanesvirkjun eru lykilinnviðir á Suðurnesjum og fyrir Ísland. Svartsengi framleiðir bæði heitt vatn og rafmagn fyrir heimili, fyrirtæki og hitaveitukerfi svæðisins. Heitavatnsframleiðslan byggir á bæði köldu vatni úr Lágum, norðvestan við Svartsengi, og rafmagni frá Svartsengislínu. Reykjanesvirkjun gegnir mikilvægu hlutverki í raforkuframleiðslu og tengingu svæðisins við landsnetið. Þessir innviðir eru lífsnauðsynlegir fyrir stöðugleika samfélagsins og getu þess til að takast á við óvænt áföll. Þrátt fyrir krefjandi aðstæður, þar sem hraun frá eldgosi hefur þegar runnið yfir bæði kalda- og heitavatnslagnir ásamt því að Svartsengislína féll út, hefur tekist að viðhalda heitavatnsframleiðslu í Svartsengi að mestu en áhættan er áþreifanleg. Njarðvíkuræðin og varavatnsból – lykilþættir í vatnsöryggi Njarðvíkuræðin hefur verið fergð og varin gegn hraunflæði til að tryggja öryggi vatnsflutninga á Suðurnesjum. Þessi aðgerð er lykilatriði í því að viðhalda stöðugri þjónustu til heimila. Auk þess hefur verið komið upp varavatnsbólum, svo sem við Árnarétt í Garði, sem tryggja vatnsöryggi ef skemmdir verða á kerfinu. Þessar aðgerðir, sem unnar hafa verið í nánu samstarfi opinberra aðila og einkaaðila, hafa skilað áþreifanlegum árangri í því að styrkja grunninnviði svæðisins. Þær undirstrika mikilvægi samvinnu og markvissra aðgerða til að mæta náttúruvá og tryggja lífsgæði íbúa. Framhald er nauðsynlegt til að viðhalda þessum árangri og tryggja að Suðurnesin geti staðist framtíðaráskoranir. Langtímalausnir og framtíðarsýn Til að byggja upp varanlega lausn þarf að þróa innviði á svæðinu frekar, svo sem með nýtingu jarðhita á fleiri stöðum og tengingu hitaveitukerfa við fleiri orkulindir. Þannig tryggjum við öryggi og sjálfbærni. Þannig verður samfélagið betur í stakk búið til að takast á við náttúruvá og ófyrirséðar áskoranir. Sem stjórnmálamaður í Suðurkjördæmi mun ég halda áfram að vinna að hagsmunum Suðurnesja. Að tryggja heitt vatn, rafmagn og grunnþjónustu er spurning um öryggi og lífsgæði. Betur má ef duga skal!Höfundur er oddviti Framsóknar í Suðurkjördæmi og fyrrverandi orkumálastjóri.
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun