Fara í hvert einasta atvinnuhúsnæði og kortleggja búsetu fólks Sunna Sæmundsdóttir skrifar 27. október 2021 11:59 Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Vísir/Vilhelm Fulltrúar slökkviliðs munu á næstu mánuðum fara í hvert einasta atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu og kortleggja búsetu fólks. Ráðist er í verkefnið í kjölfar brunans á Bræðraborgarstíg og slökkviliðsstjóri segir markmiðið að tryggja öryggi þeirra sem búa í slíku húsnæði. Fulltrúar slökkviliðs verða þó ekki einir á ferðinni þar sem um er að ræða víðtækt samstarfsverkefni sem Alþýðusamband Íslands og Húsnæðis- og mannvirkjastofnun koma meðal annars að. Hópur eftirlitsfulltrúa mun fara í atvinnuhúsnæði og ræða við fólk sem þar er búsett um ástand brunavarna og félagslegar aðstæður þess. Þannig verður hægt að kortleggja hvar, hversu margir og við hvaða aðstæður fólkið býr. Þetta er liður í úrbótatillögum stjórnvalda sem settar voru fram kjölfar brunans við Bræðraborgarstíg í fyrra þar sem þrjú létust. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir verkefnið afar mikilvægt. „Maður skynjar að það sé vilji hjá stjórnvöldum að huga að breytingum á lögum og reglugerðum þannig að við getum beitt okkur betur í að tryggja öryggi þeirra sem búa hér á landi. Það hafa verið ákveðnir öruðgleikar í því að geta gengið fram með nægilega beinskeittum hætti,“ segir Jón Viðar. Þrjú létust í brunanum sem kom upp í húsi á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu. Í skýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um brunann kom fram að brunavarnir hafi ekki verið í samræmi við lög.vísir/Vilhelm Með þessu eigi að fást yfirsýn áður en næstu skref verða stigin. Búseta fólks í atvinnuhúsnæði hefur áður verið kortlögð en Jón Viðar segir það ekki hafa verið gert með svo markvissum hætti. Árið 2017 reyndust um þrjú til fjögur hundruð búa í atvinnuhúsnæði og Jón Viðar telur að mögulega hafi fjölgað í hópnum. „Í mínum huga er ekkert hægt að banna fólki að búa í atvinnuhúsnæði, hverfin eru bara að þróast. En löggjöfin okkar og kerfin okkar eru ekki að tala í takt við raunveruleikann. Þess vegna þurfum við að breyta löggjöfinni og reglugerðum þannig það tali við það sem er að gerast í samfélaginu. Og þá höfum við meiri og betri úrræði til að tryggja að þeir sem búa í atvinnuhúsnæði búi við sama öryggi og þeir sem búa í íbúð,“ segir Jón Viðar. Gert er ráð fyrir að kortlagningin taki um þrjá mánuði og gæti niðurstöðu verið að vænta eftir um fjóra mánuði. Vefsíðan Home Safety hefur verið sett í loftið sem hluti af kynningarefni verkefnisins og er þar hægt að nálgast upplýsingar um það á sex tungumálum. Bruni á Bræðraborgarstíg Slökkvilið Húsnæðismál Slysavarnir Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Fleiri fréttir Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Sjá meira
Fulltrúar slökkviliðs verða þó ekki einir á ferðinni þar sem um er að ræða víðtækt samstarfsverkefni sem Alþýðusamband Íslands og Húsnæðis- og mannvirkjastofnun koma meðal annars að. Hópur eftirlitsfulltrúa mun fara í atvinnuhúsnæði og ræða við fólk sem þar er búsett um ástand brunavarna og félagslegar aðstæður þess. Þannig verður hægt að kortleggja hvar, hversu margir og við hvaða aðstæður fólkið býr. Þetta er liður í úrbótatillögum stjórnvalda sem settar voru fram kjölfar brunans við Bræðraborgarstíg í fyrra þar sem þrjú létust. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir verkefnið afar mikilvægt. „Maður skynjar að það sé vilji hjá stjórnvöldum að huga að breytingum á lögum og reglugerðum þannig að við getum beitt okkur betur í að tryggja öryggi þeirra sem búa hér á landi. Það hafa verið ákveðnir öruðgleikar í því að geta gengið fram með nægilega beinskeittum hætti,“ segir Jón Viðar. Þrjú létust í brunanum sem kom upp í húsi á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu. Í skýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um brunann kom fram að brunavarnir hafi ekki verið í samræmi við lög.vísir/Vilhelm Með þessu eigi að fást yfirsýn áður en næstu skref verða stigin. Búseta fólks í atvinnuhúsnæði hefur áður verið kortlögð en Jón Viðar segir það ekki hafa verið gert með svo markvissum hætti. Árið 2017 reyndust um þrjú til fjögur hundruð búa í atvinnuhúsnæði og Jón Viðar telur að mögulega hafi fjölgað í hópnum. „Í mínum huga er ekkert hægt að banna fólki að búa í atvinnuhúsnæði, hverfin eru bara að þróast. En löggjöfin okkar og kerfin okkar eru ekki að tala í takt við raunveruleikann. Þess vegna þurfum við að breyta löggjöfinni og reglugerðum þannig það tali við það sem er að gerast í samfélaginu. Og þá höfum við meiri og betri úrræði til að tryggja að þeir sem búa í atvinnuhúsnæði búi við sama öryggi og þeir sem búa í íbúð,“ segir Jón Viðar. Gert er ráð fyrir að kortlagningin taki um þrjá mánuði og gæti niðurstöðu verið að vænta eftir um fjóra mánuði. Vefsíðan Home Safety hefur verið sett í loftið sem hluti af kynningarefni verkefnisins og er þar hægt að nálgast upplýsingar um það á sex tungumálum.
Bruni á Bræðraborgarstíg Slökkvilið Húsnæðismál Slysavarnir Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Fleiri fréttir Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent