Landsliðsþjálfarinn vildi ekki að Guðný myndi senda boltann fyrir markið Sverrir Mar Smárason skrifar 22. október 2021 22:41 Guðný Árnadóttir lék í stöðu hægri bakvarðar í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Glódís Perla Viggósdóttir, varnarmaður, og Þorsteinn Halldórsson, þjálfari, mættu á blaðamanna fund að loknum kvennalandsleik Íslands og Tékklands á Laugadalsvelli í kvöld. Leiknum lauk með 4-0 sigri Íslands en leikurinn var annar leikur íslenska liðsins í undankeppni fyrir HM kvenna árið 2023. Guðný Árnadóttir spilaði sinn tólfta landsleik en var aðeins í annað sinn í stöðu hægri bakvarðar. Hún átti góðan leik og lagði meðal annars upp síðasta mark Íslands sem Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, fyrirliði, skoraði. Þorsteinn Halldórsson, þjálfari, var spurður út í frammistöðu Guðnýjar á fundinum og þegar blaðamaður minntist á stoðsendinguna hló Glódís Perla. „Ég met frammistöðu hennar bara vel, hún er að þróast og þroskast og ég er bara sáttur með hana. Við erum að fá flotta hluti frá henni og hún á bara eftir að verða betri,“ sagði Þorsteinn áður en Glódís Perla tók við og spurði hvort þjálfari sinn ætlaði ekkert að minnast á það sem hann sagði. Þorsteinn neitaði svo Glódís útskýrði sjálf. „Heyriði ekkert í Steina þarna á hliðarlínunni eða? Rétt fyrir ‚assistið‘ þá heyrðist bara NEEEEEEI, GEFÐU HANN ÚT,“ sagði Glódís og salurinn hló en líkt og fyrr segir lagði Guðný með þessari sendingu upp loka mark íslenska liðsins. Glódís Perla bætti svo við „hún tekur allavega sínar eigin ákvarðanir, ég er ánægð meða hana.“ Hún var svo spurð út í það hvernig henni finnist Guðnýju ganga að fóta sig í nýrri stöðu. „Hún er klárlega öruggari, mér finnst hún búin að venjast þessu ótrúlega hratt. Þetta er auðvitað bara annar leikurinn sem hún er að spila þarna og þvílíkur stígandi bara með hverri mínútunni. Mér finnst hún ótrúlega flott og stendur sig ótrúlega vel. Svo er hún líka leiðtogi og talar mikið og er örugg á sínu,“ sagði Glódís Perla um Guðnýju. Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Tékkland 4-0 | Frábær íslenskur sigur Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta vann frábæran sigur á Tékklandi, 4-0, á Laugardalsvelli í kvöld. Ísland fékk þar með sín fyrstu stig í undankeppni HM 2023. 22. október 2021 20:50 Twitter yfir mögnuðum sigri á Tékklandi: „Hvað er að gerast Ísland?“ Ísland vann magnaðan 4-0 sigur á Tékklandi í undankeppni HM 2023 á Laugardalsvelli í kvöld. 22. október 2021 20:49 Einkunnir Íslands: Guðrún glansaði og nokkrar áttur Margir leikmenn íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta áttu góðan leik þegar það vann 4-0 sigur á Tékklandi í undankeppni HM 2023 í kvöld. 22. október 2021 21:10 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Fleiri fréttir Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Sjá meira
Leiknum lauk með 4-0 sigri Íslands en leikurinn var annar leikur íslenska liðsins í undankeppni fyrir HM kvenna árið 2023. Guðný Árnadóttir spilaði sinn tólfta landsleik en var aðeins í annað sinn í stöðu hægri bakvarðar. Hún átti góðan leik og lagði meðal annars upp síðasta mark Íslands sem Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, fyrirliði, skoraði. Þorsteinn Halldórsson, þjálfari, var spurður út í frammistöðu Guðnýjar á fundinum og þegar blaðamaður minntist á stoðsendinguna hló Glódís Perla. „Ég met frammistöðu hennar bara vel, hún er að þróast og þroskast og ég er bara sáttur með hana. Við erum að fá flotta hluti frá henni og hún á bara eftir að verða betri,“ sagði Þorsteinn áður en Glódís Perla tók við og spurði hvort þjálfari sinn ætlaði ekkert að minnast á það sem hann sagði. Þorsteinn neitaði svo Glódís útskýrði sjálf. „Heyriði ekkert í Steina þarna á hliðarlínunni eða? Rétt fyrir ‚assistið‘ þá heyrðist bara NEEEEEEI, GEFÐU HANN ÚT,“ sagði Glódís og salurinn hló en líkt og fyrr segir lagði Guðný með þessari sendingu upp loka mark íslenska liðsins. Glódís Perla bætti svo við „hún tekur allavega sínar eigin ákvarðanir, ég er ánægð meða hana.“ Hún var svo spurð út í það hvernig henni finnist Guðnýju ganga að fóta sig í nýrri stöðu. „Hún er klárlega öruggari, mér finnst hún búin að venjast þessu ótrúlega hratt. Þetta er auðvitað bara annar leikurinn sem hún er að spila þarna og þvílíkur stígandi bara með hverri mínútunni. Mér finnst hún ótrúlega flott og stendur sig ótrúlega vel. Svo er hún líka leiðtogi og talar mikið og er örugg á sínu,“ sagði Glódís Perla um Guðnýju.
Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Tékkland 4-0 | Frábær íslenskur sigur Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta vann frábæran sigur á Tékklandi, 4-0, á Laugardalsvelli í kvöld. Ísland fékk þar með sín fyrstu stig í undankeppni HM 2023. 22. október 2021 20:50 Twitter yfir mögnuðum sigri á Tékklandi: „Hvað er að gerast Ísland?“ Ísland vann magnaðan 4-0 sigur á Tékklandi í undankeppni HM 2023 á Laugardalsvelli í kvöld. 22. október 2021 20:49 Einkunnir Íslands: Guðrún glansaði og nokkrar áttur Margir leikmenn íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta áttu góðan leik þegar það vann 4-0 sigur á Tékklandi í undankeppni HM 2023 í kvöld. 22. október 2021 21:10 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Fleiri fréttir Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Tékkland 4-0 | Frábær íslenskur sigur Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta vann frábæran sigur á Tékklandi, 4-0, á Laugardalsvelli í kvöld. Ísland fékk þar með sín fyrstu stig í undankeppni HM 2023. 22. október 2021 20:50
Twitter yfir mögnuðum sigri á Tékklandi: „Hvað er að gerast Ísland?“ Ísland vann magnaðan 4-0 sigur á Tékklandi í undankeppni HM 2023 á Laugardalsvelli í kvöld. 22. október 2021 20:49
Einkunnir Íslands: Guðrún glansaði og nokkrar áttur Margir leikmenn íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta áttu góðan leik þegar það vann 4-0 sigur á Tékklandi í undankeppni HM 2023 í kvöld. 22. október 2021 21:10