Gaman að sjá krakkana læra að það þarf að hafa fyrir hlutunum Rakel Sveinsdóttir skrifar 25. október 2021 07:01 Fjölskyldan sameinast í umsýslu áskriftarþjónustu Smartsocks og segir Guðmundur Már Ketilsson, stofnandi fyrirtækisins, að oft séu þetta gæðastundir fjölskyldunnar þegar verið er að pakka og ganga frá sendingum til viðskiptavina. Ekkert síður sé gaman að sjá að með rekstrinum eru krakkarnir líka að læra að það þarf að hafa fyrir hlutunum. Vísir/Vilhelm Fjölskyldufyrirtækið Smartsocks selur litríka sokka og nærbuxur í áskrift og fer umsýsla þjónustunnar fram heima í stofu þar sem öll fjölskyldan hjálpast að. „Þetta gerum við allt saman sjálf og oftar en ekki er þetta ákveðin gæðastund hjá okkur fjölskyldunni,“ segir Guðmundur Már Ketilsson stofnandi Smartsocks. Fyrirtækið stofnaði Guðmundur árið 2017 og þótt umsvifin hafi aukist töluvert síðan þá, er reksturinn enn heiman úr stofu þar sem fjölskyldan vinnur saman að því að pakka, líma, flokka, merkja og ganga frá öllum sendingum til viðskiptavina. allar sendingar til viðskiptavina. Mér finnst líka gaman að sjá hvað krakkarnir hafa gaman að þessu, svo ég tali nú ekki um hvað þau hafa gott af þessu. Læra að það þarf að hafa fyrir hlutunum.“ Gleðin meiri í litunum Guðmundur er með Bs. Í vörustjórnun og M.Sc. í Strategic Market Creation frá Copenhagen Business School. Guðmundur er giftur Sonju Rut Aðalsteinsteinsdóttur og saman eiga þau þrjú börn á aldrinum 11-17 ára. „Hugmyndin kviknaði þegar ég var í heimsókn hjá vini mínum í Danmörku en sá er að vinna í banka þar og sagði mér frá því að hann fengi mánaðarlega sendingu af svörtum sokkum inn um lúguna hjá sér og þyrfti því ekkert að spá í það að vera að kaupa sér sokka,“ segir Guðmundur. Í kjölfarið fór hann aðeins að skoða málin og komst að því að þetta tekjumódel þar sem sokkar væru seldir í áskrift, stæði til boða í fleiri löndum. En allt í svörtu. „Mér þótti hins vegar mun skemmtilegra hugmynd að bjóða uppá litríka sokka og skapa þannig eftirvæntingu hjá áskrifendum þar sem þeir vita ekki hvernig sokkar koma inn um lúguna í hverjum mánuði,“ segir Guðmundur og bætir við: „Að vera með sokka í áskrift þýðir því ekki aðeins það að viðskiptavinir Smartsocks fá sokkana senda til sín heim, heldur er það líka skemmtileg upplifun í hverjum mánuði að sjá hvers konar sokka þeir eru að fá.“ Það er hins vegar ekki nóg að fá góða viðskiptahugmynd. Allt annað og meir felst í að framkvæma hugmyndina. „Eftir þetta hófst hin eiginlega vinna við að koma þessu á koppinn en það þurfti að finna nafn, setja upp vefsíðu, búa til allskonar efni og sitthvað fleira,“ segir Guðmundur en á þessum tíma starfaði hann sem markaðsstjóri hjá litlu nýsköpunarfyrirtæki. Sú reynsla nýttist honum vel því í gegnum þá vinnu kynntist Guðmundur mörgum „snillingum“ eins og hann orðar það sjálfur. Þannig hafi hann fengið ýmsa aðila til að hjálpa sér við að koma hugmyndinni á næsta stig: Að raungerast. Eins og oft gildir um ný frumkvöðlafyrirtæki er þeim sinnt samhliða öðrum störfum. Rekstur Smartsocks fer því fram á kvöldin og um helgar en Guðmundur segist reyna að stýra því að dekka það sem þarf á tveimur til þremur kvöldum á viku. Álagspunktar eru þó alltaf mánaðarlega þegar verið er að ganga frá sokka- og nærbuxnasendingum til viðskiptavina í áskrift.Vísir/Vilhelm Það hefst allt með mikilli vinnu Þótt Smartsocks hafi vaxið í umsvifum og veltu, hefur Guðmundur alltaf unnið samhliða rekstri Smartsocks. Í dag starfar hann sem framkvæmdastjóri verkefna hjá Pons ehf. Guðmundur viðurkennir alveg að auðvitað sé það álag að vera í fullri dagvinnu en með rekstur heima til viðbótar, sem sinna þarf á kvöldin og um helgar. „Ég reyni að stýra þessu þannig að ekki fleiri en tvö til þrjú kvöld í viku fara í að sinna þessu en það getur verið allt frá því að pakka nýjum áskriftum yfir í það undirbúa sendingar endurnýjaðra áskrifta eða teikna upp nýjar tekjuleiðir fyrir fyrirtækið.“ Þótt eflaust hljómi það einfalt að ganga frá sokkapöntunum í póst, þurfti að ýmsu að huga í byrjun og því fylgdi auðvitað smá basl eins og oftast gildir. „Til að halda kostnaði niðri og geta boðið þetta svona ódýrt sendum við þetta sem bréf en ekki pakka. Það þýðir að þá þurfa umbúðir og annað að uppfylla hin ýmsu skilyrði og til að byrja með lentum við í smá basli með Póstinn því þar gerðist það ítrekað að sendingarnar voru meðhöndlaðar eins og pakki og fólki tilkynnt að það ætti að sækja þennan pakka. Þjónustan okkar snýst hins vegar um að fá sokkana inn um lúguna og því þurfti að leysa úr þessu sem gerðist,“ segir Guðmundur sem dæmi um það hvers konar áskoranir geta fylgt upphafi reksturs. Aðspurður um álag og álagstíma segir Guðmundur: Auðvitað er vinnuálag oft alveg gríðarlega mikið, sérstaklega í kringum jólin, þegar gjafaáskriftirnar taka kipp og jólasokkarnir rjúka út í fjáröflunum en við fjölskyldan höfum samt einhvern veginn tekið á því saman og vinnum þetta í sameiningu. Svo eru auðvitað álagspunktar í hverjum mánuði, í kringum endurnýjanir en þá þarf að fara í gegnum allar endurnýjanir og sigta út þær sem er búið að greiða fyrir.“ En hvað finnst þér erfiðast? „Ég veit ekki alveg hvað ég gæti sagt að væri erfiðast en það er kannski einna helst þegar eitthvað klikkar, sendingar skila sér ekki til viðskiptavina eða sokkar mánaðarins skila sér seint til landsins og fólk verður óánægt, það finnst mér mjög erfitt.“ Gæðastundir fjölskyldunnar Eins og áður sagði, upplifir Guðmundur það sem ákveðna gæðastund þegar fjölskyldan vinnur að því sameiginlega að gera sendingar mánaðarins klárar. „Þá þarf að prenta út alla miða, skipta niður í fjölda para af sokkum eða nærbuxum, flokka í stærðir og svo framvegis. Og eins að merkja allar pakkningar og setja viðeigandi sokka og eða nærbuxur í réttar pakkningar,“ segir Guðmundur sem dæmi um það í hverju verkefnin felast. „Þegar við erum svo búin að pakka öllu þá kemur Pósturinn og sækir þetta hingað heim og sér um að keyra þetta út til áskrifenda.“ Í fyrstu voru aðeins litríkir sokkar seldir í áskrift en í dag er hægt að panta áskrift að sokkum, nærbuxum eða sokkum og nærbuxum. En einnig fleira. „Við ákváðum til dæmis að prófa að bjóða uppá Smart Socks sem fjáröflunarmöguleika fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Það gekk framar vonum og svo komu jólin og þá ákváðum við að bjóða það saman nema með jólasokkum og það hefur heldur betur slegið í gegn,“ segir Guðmundur og bætir við: ,,Nú er á teikniborðinu að bjóða íþróttafélögum og fleirum að selja áskriftir í fjáröflunarskyni. Fólk skrifar þá hvaða félag eða samtök það vill styðja og ákveðið hlutfall af áskriftinni rennur óskipt til þess félags eða samtaka. Þetta er ein hugmynd sem kviknaði og við erum að vinna í að útfæra nánar.“ Aðspurður um ráð til annarra frumkvöðla dettur Guðmundi til dæmis í hug að benda frumkvöðlum á að að treysta öðrum til að vinna hluti sem þeir sjálfir geta ekki sinnt.Vísir/Vilhelm Erlendir markaðir og aðrir frumkvöðlar Guðmundur segir framtíðarsýnina byggja á útrás á erlenda markaði og eru tilraunir þegar hafnar. „Við erum komin með vörur og umbúðir í vöruhús í Kína og erum búin að prófa að keyra út pantanir í gegnum www.smartsocks.org og senda til Bretlands og gekk það upp 100%.“ Síðustu árin hafa þó kennt Guðmundi að fara sér hægt. „Það er vissulega freistandi að setja þann vef í loftið og keyra það í gang en reynsla seinustu fjögurra ára hefur kennt mér að þetta er ekki alveg svona einfalt. Það er svo gríðarlega margt sem þarf að huga að og svo ótrúlega mörg atriði sem geta komið í bakið á okkur ef við erum ekki með öll svör á hreinu og geta þar af leiðandi eyðilagt vörumerkið.“ Þá segir Guðmundur einnig í þróun ákveðin útfærsla af sérleyfis viðskiptalíkani (e. franchise) með erlendum aðilum. Í þeim efnum þarf þó að huga að mörgu, engin mistök megi gera svo vörumerkið skaðist ekki. En hvaða ráð myndir þú gefa öðrum frumkvöðlum sem langar að velta sinni hugmynd í framkvæmd? „Ég veit eiginlega ekki alveg hvað ég á að segja, ég lít eiginlega ekki á mig sem frumkvöðul,“ segir Guðmundur en bætir við: „En vissulega hefur þetta verið virkilega lærdómsríkt og kannski það fyrsta sem mér dettur í hug er að treysta öðrum til að vinna hluti sem þú getur ekki sinnt. Í mínu tilfelli er það vefurinn, setja upp markaðsherferðir á samfélagsmiðlum og að búa til myndefni. Þar treysti ég algjörlega á aðra þar sem ég einfaldlega hef ekki tök á því að sinna því auk þess sem þetta eru ekki hlutir sem ég er góður í. Ég á auðvelt með að fá allskonar hugmyndir en treysti algjörlega á aðra til að framfylgja og koma þeim í loftið.“ Nýsköpun Góðu ráðin Vinnustaðurinn Tíska og hönnun Verslun Tengdar fréttir „Fjölskylda og vinir halda að við séum búnir að meika það“ Í síðustu viku sagði Vísir frá því að íslenska sprotafyrirtækið Lightsnap hefði sprengt öll nýskráningarmet Google þegar það opnaði fyrir appþjónustuna sína í Svíþjóð. Fyrir vikið misskildi Google viðtökurnar og taldi að um netárás væri að ræða. Lightsnap hyggst á enn frekari útrás og stefnir næst á að opna í Bandaríkjunum. 27. september 2021 07:01 „Ég fékk oft að heyra að þetta væri nú frekar bjartsýnt hjá mér“ „Ég hafði stofnað fyrirtækið Icelandic Coupons, sem er afsláttarapp fyrir ferðamenn og Íslendinga árið 2015. Í þeirri vegferð var ég mikið að funda á veitingahúsum landsins. Mér fannst ótrúlegt að sjá hvað voru margar aðferðir notaðar við að halda utan um borðabókanir. Sumir voru með stílabækur, aðrir voru að notast við Word í tölvum og enn aðrir við erlend bókunarforrit og svo framvegis,“ segir Inga Tinna Sigurðardóttir framkvæmdastjóri Dineout um aðdragandann að því að Dineout var stofnað. 13. september 2021 07:01 Á leið í útrás en allt hófst þetta í háskólanum „Við fórum af stað sem ungt teymi með ýmislegt ólært. Okkur vantaði meiri breidd í hópinn og höfðum ekki nægilega mikla þekkingu í sölu- og markaðstengdum málum, þar af leiðandi lentum við í byrjunarörðugleikum við að koma vörunni á markað. Þá tók við erfitt tímabil þar sem við misstum gott fólk frá okkur,“ segir Aðalheiður Hreinsdóttir framkvæmdastjóri og einn stofnenda LearnCove. „Þessum tíma fylgdi þó mikill lærdómur og við erum reynslunni ríkari ásamt því að hafa bætt við okkur öflugum einstaklingum í sölu- og markaðshliðinni. Við erum virkilega ánægð með breidd hópsins í dag og hversu vel hann nær saman,“ segir Aðalheiður. 30. ágúst 2021 07:00 „Einn takki til að sjá rétt laun „Það er hrein snilld að geta skráð vinnustundir í ókeypis appi og geta séð raunstöðu launa sína hvenær sem er á virku launatímabili með einum smelli,“ segir Baldvin Baldvinsson framkvæmdastjóri UX Design um nýja útgáfu af Curio App og reiknivél launa á netinu sem tekur mið af þeim kjarasamningum sem í gildi eru. 7. júní 2021 07:00 610 greiðandi viðskiptavinir erlendis frá en þrír á Íslandi „Í dag erum við með um 610 greiðandi viðskiptavini í sex heimsálfum. Þar af eru þrír á Íslandi. Einnig erum við með tugi þúsunda notenda á „freemium" eða fríplaninu okkar, og þar af eru einhverjir tugir eða hundruði á Íslandi,“ segir Jóhann Tómas Sigurðsson framkvæmdastjóri CrankWheel. Til samanburðar má nefna að fyrir fimm árum síðan voru greiðandi viðskiptavinir CrankWheel sextán talsins, þar af fimmtán á Íslandi en einn erlendis. 29. mars 2021 07:01 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
„Þetta gerum við allt saman sjálf og oftar en ekki er þetta ákveðin gæðastund hjá okkur fjölskyldunni,“ segir Guðmundur Már Ketilsson stofnandi Smartsocks. Fyrirtækið stofnaði Guðmundur árið 2017 og þótt umsvifin hafi aukist töluvert síðan þá, er reksturinn enn heiman úr stofu þar sem fjölskyldan vinnur saman að því að pakka, líma, flokka, merkja og ganga frá öllum sendingum til viðskiptavina. allar sendingar til viðskiptavina. Mér finnst líka gaman að sjá hvað krakkarnir hafa gaman að þessu, svo ég tali nú ekki um hvað þau hafa gott af þessu. Læra að það þarf að hafa fyrir hlutunum.“ Gleðin meiri í litunum Guðmundur er með Bs. Í vörustjórnun og M.Sc. í Strategic Market Creation frá Copenhagen Business School. Guðmundur er giftur Sonju Rut Aðalsteinsteinsdóttur og saman eiga þau þrjú börn á aldrinum 11-17 ára. „Hugmyndin kviknaði þegar ég var í heimsókn hjá vini mínum í Danmörku en sá er að vinna í banka þar og sagði mér frá því að hann fengi mánaðarlega sendingu af svörtum sokkum inn um lúguna hjá sér og þyrfti því ekkert að spá í það að vera að kaupa sér sokka,“ segir Guðmundur. Í kjölfarið fór hann aðeins að skoða málin og komst að því að þetta tekjumódel þar sem sokkar væru seldir í áskrift, stæði til boða í fleiri löndum. En allt í svörtu. „Mér þótti hins vegar mun skemmtilegra hugmynd að bjóða uppá litríka sokka og skapa þannig eftirvæntingu hjá áskrifendum þar sem þeir vita ekki hvernig sokkar koma inn um lúguna í hverjum mánuði,“ segir Guðmundur og bætir við: „Að vera með sokka í áskrift þýðir því ekki aðeins það að viðskiptavinir Smartsocks fá sokkana senda til sín heim, heldur er það líka skemmtileg upplifun í hverjum mánuði að sjá hvers konar sokka þeir eru að fá.“ Það er hins vegar ekki nóg að fá góða viðskiptahugmynd. Allt annað og meir felst í að framkvæma hugmyndina. „Eftir þetta hófst hin eiginlega vinna við að koma þessu á koppinn en það þurfti að finna nafn, setja upp vefsíðu, búa til allskonar efni og sitthvað fleira,“ segir Guðmundur en á þessum tíma starfaði hann sem markaðsstjóri hjá litlu nýsköpunarfyrirtæki. Sú reynsla nýttist honum vel því í gegnum þá vinnu kynntist Guðmundur mörgum „snillingum“ eins og hann orðar það sjálfur. Þannig hafi hann fengið ýmsa aðila til að hjálpa sér við að koma hugmyndinni á næsta stig: Að raungerast. Eins og oft gildir um ný frumkvöðlafyrirtæki er þeim sinnt samhliða öðrum störfum. Rekstur Smartsocks fer því fram á kvöldin og um helgar en Guðmundur segist reyna að stýra því að dekka það sem þarf á tveimur til þremur kvöldum á viku. Álagspunktar eru þó alltaf mánaðarlega þegar verið er að ganga frá sokka- og nærbuxnasendingum til viðskiptavina í áskrift.Vísir/Vilhelm Það hefst allt með mikilli vinnu Þótt Smartsocks hafi vaxið í umsvifum og veltu, hefur Guðmundur alltaf unnið samhliða rekstri Smartsocks. Í dag starfar hann sem framkvæmdastjóri verkefna hjá Pons ehf. Guðmundur viðurkennir alveg að auðvitað sé það álag að vera í fullri dagvinnu en með rekstur heima til viðbótar, sem sinna þarf á kvöldin og um helgar. „Ég reyni að stýra þessu þannig að ekki fleiri en tvö til þrjú kvöld í viku fara í að sinna þessu en það getur verið allt frá því að pakka nýjum áskriftum yfir í það undirbúa sendingar endurnýjaðra áskrifta eða teikna upp nýjar tekjuleiðir fyrir fyrirtækið.“ Þótt eflaust hljómi það einfalt að ganga frá sokkapöntunum í póst, þurfti að ýmsu að huga í byrjun og því fylgdi auðvitað smá basl eins og oftast gildir. „Til að halda kostnaði niðri og geta boðið þetta svona ódýrt sendum við þetta sem bréf en ekki pakka. Það þýðir að þá þurfa umbúðir og annað að uppfylla hin ýmsu skilyrði og til að byrja með lentum við í smá basli með Póstinn því þar gerðist það ítrekað að sendingarnar voru meðhöndlaðar eins og pakki og fólki tilkynnt að það ætti að sækja þennan pakka. Þjónustan okkar snýst hins vegar um að fá sokkana inn um lúguna og því þurfti að leysa úr þessu sem gerðist,“ segir Guðmundur sem dæmi um það hvers konar áskoranir geta fylgt upphafi reksturs. Aðspurður um álag og álagstíma segir Guðmundur: Auðvitað er vinnuálag oft alveg gríðarlega mikið, sérstaklega í kringum jólin, þegar gjafaáskriftirnar taka kipp og jólasokkarnir rjúka út í fjáröflunum en við fjölskyldan höfum samt einhvern veginn tekið á því saman og vinnum þetta í sameiningu. Svo eru auðvitað álagspunktar í hverjum mánuði, í kringum endurnýjanir en þá þarf að fara í gegnum allar endurnýjanir og sigta út þær sem er búið að greiða fyrir.“ En hvað finnst þér erfiðast? „Ég veit ekki alveg hvað ég gæti sagt að væri erfiðast en það er kannski einna helst þegar eitthvað klikkar, sendingar skila sér ekki til viðskiptavina eða sokkar mánaðarins skila sér seint til landsins og fólk verður óánægt, það finnst mér mjög erfitt.“ Gæðastundir fjölskyldunnar Eins og áður sagði, upplifir Guðmundur það sem ákveðna gæðastund þegar fjölskyldan vinnur að því sameiginlega að gera sendingar mánaðarins klárar. „Þá þarf að prenta út alla miða, skipta niður í fjölda para af sokkum eða nærbuxum, flokka í stærðir og svo framvegis. Og eins að merkja allar pakkningar og setja viðeigandi sokka og eða nærbuxur í réttar pakkningar,“ segir Guðmundur sem dæmi um það í hverju verkefnin felast. „Þegar við erum svo búin að pakka öllu þá kemur Pósturinn og sækir þetta hingað heim og sér um að keyra þetta út til áskrifenda.“ Í fyrstu voru aðeins litríkir sokkar seldir í áskrift en í dag er hægt að panta áskrift að sokkum, nærbuxum eða sokkum og nærbuxum. En einnig fleira. „Við ákváðum til dæmis að prófa að bjóða uppá Smart Socks sem fjáröflunarmöguleika fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Það gekk framar vonum og svo komu jólin og þá ákváðum við að bjóða það saman nema með jólasokkum og það hefur heldur betur slegið í gegn,“ segir Guðmundur og bætir við: ,,Nú er á teikniborðinu að bjóða íþróttafélögum og fleirum að selja áskriftir í fjáröflunarskyni. Fólk skrifar þá hvaða félag eða samtök það vill styðja og ákveðið hlutfall af áskriftinni rennur óskipt til þess félags eða samtaka. Þetta er ein hugmynd sem kviknaði og við erum að vinna í að útfæra nánar.“ Aðspurður um ráð til annarra frumkvöðla dettur Guðmundi til dæmis í hug að benda frumkvöðlum á að að treysta öðrum til að vinna hluti sem þeir sjálfir geta ekki sinnt.Vísir/Vilhelm Erlendir markaðir og aðrir frumkvöðlar Guðmundur segir framtíðarsýnina byggja á útrás á erlenda markaði og eru tilraunir þegar hafnar. „Við erum komin með vörur og umbúðir í vöruhús í Kína og erum búin að prófa að keyra út pantanir í gegnum www.smartsocks.org og senda til Bretlands og gekk það upp 100%.“ Síðustu árin hafa þó kennt Guðmundi að fara sér hægt. „Það er vissulega freistandi að setja þann vef í loftið og keyra það í gang en reynsla seinustu fjögurra ára hefur kennt mér að þetta er ekki alveg svona einfalt. Það er svo gríðarlega margt sem þarf að huga að og svo ótrúlega mörg atriði sem geta komið í bakið á okkur ef við erum ekki með öll svör á hreinu og geta þar af leiðandi eyðilagt vörumerkið.“ Þá segir Guðmundur einnig í þróun ákveðin útfærsla af sérleyfis viðskiptalíkani (e. franchise) með erlendum aðilum. Í þeim efnum þarf þó að huga að mörgu, engin mistök megi gera svo vörumerkið skaðist ekki. En hvaða ráð myndir þú gefa öðrum frumkvöðlum sem langar að velta sinni hugmynd í framkvæmd? „Ég veit eiginlega ekki alveg hvað ég á að segja, ég lít eiginlega ekki á mig sem frumkvöðul,“ segir Guðmundur en bætir við: „En vissulega hefur þetta verið virkilega lærdómsríkt og kannski það fyrsta sem mér dettur í hug er að treysta öðrum til að vinna hluti sem þú getur ekki sinnt. Í mínu tilfelli er það vefurinn, setja upp markaðsherferðir á samfélagsmiðlum og að búa til myndefni. Þar treysti ég algjörlega á aðra þar sem ég einfaldlega hef ekki tök á því að sinna því auk þess sem þetta eru ekki hlutir sem ég er góður í. Ég á auðvelt með að fá allskonar hugmyndir en treysti algjörlega á aðra til að framfylgja og koma þeim í loftið.“
Nýsköpun Góðu ráðin Vinnustaðurinn Tíska og hönnun Verslun Tengdar fréttir „Fjölskylda og vinir halda að við séum búnir að meika það“ Í síðustu viku sagði Vísir frá því að íslenska sprotafyrirtækið Lightsnap hefði sprengt öll nýskráningarmet Google þegar það opnaði fyrir appþjónustuna sína í Svíþjóð. Fyrir vikið misskildi Google viðtökurnar og taldi að um netárás væri að ræða. Lightsnap hyggst á enn frekari útrás og stefnir næst á að opna í Bandaríkjunum. 27. september 2021 07:01 „Ég fékk oft að heyra að þetta væri nú frekar bjartsýnt hjá mér“ „Ég hafði stofnað fyrirtækið Icelandic Coupons, sem er afsláttarapp fyrir ferðamenn og Íslendinga árið 2015. Í þeirri vegferð var ég mikið að funda á veitingahúsum landsins. Mér fannst ótrúlegt að sjá hvað voru margar aðferðir notaðar við að halda utan um borðabókanir. Sumir voru með stílabækur, aðrir voru að notast við Word í tölvum og enn aðrir við erlend bókunarforrit og svo framvegis,“ segir Inga Tinna Sigurðardóttir framkvæmdastjóri Dineout um aðdragandann að því að Dineout var stofnað. 13. september 2021 07:01 Á leið í útrás en allt hófst þetta í háskólanum „Við fórum af stað sem ungt teymi með ýmislegt ólært. Okkur vantaði meiri breidd í hópinn og höfðum ekki nægilega mikla þekkingu í sölu- og markaðstengdum málum, þar af leiðandi lentum við í byrjunarörðugleikum við að koma vörunni á markað. Þá tók við erfitt tímabil þar sem við misstum gott fólk frá okkur,“ segir Aðalheiður Hreinsdóttir framkvæmdastjóri og einn stofnenda LearnCove. „Þessum tíma fylgdi þó mikill lærdómur og við erum reynslunni ríkari ásamt því að hafa bætt við okkur öflugum einstaklingum í sölu- og markaðshliðinni. Við erum virkilega ánægð með breidd hópsins í dag og hversu vel hann nær saman,“ segir Aðalheiður. 30. ágúst 2021 07:00 „Einn takki til að sjá rétt laun „Það er hrein snilld að geta skráð vinnustundir í ókeypis appi og geta séð raunstöðu launa sína hvenær sem er á virku launatímabili með einum smelli,“ segir Baldvin Baldvinsson framkvæmdastjóri UX Design um nýja útgáfu af Curio App og reiknivél launa á netinu sem tekur mið af þeim kjarasamningum sem í gildi eru. 7. júní 2021 07:00 610 greiðandi viðskiptavinir erlendis frá en þrír á Íslandi „Í dag erum við með um 610 greiðandi viðskiptavini í sex heimsálfum. Þar af eru þrír á Íslandi. Einnig erum við með tugi þúsunda notenda á „freemium" eða fríplaninu okkar, og þar af eru einhverjir tugir eða hundruði á Íslandi,“ segir Jóhann Tómas Sigurðsson framkvæmdastjóri CrankWheel. Til samanburðar má nefna að fyrir fimm árum síðan voru greiðandi viðskiptavinir CrankWheel sextán talsins, þar af fimmtán á Íslandi en einn erlendis. 29. mars 2021 07:01 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
„Fjölskylda og vinir halda að við séum búnir að meika það“ Í síðustu viku sagði Vísir frá því að íslenska sprotafyrirtækið Lightsnap hefði sprengt öll nýskráningarmet Google þegar það opnaði fyrir appþjónustuna sína í Svíþjóð. Fyrir vikið misskildi Google viðtökurnar og taldi að um netárás væri að ræða. Lightsnap hyggst á enn frekari útrás og stefnir næst á að opna í Bandaríkjunum. 27. september 2021 07:01
„Ég fékk oft að heyra að þetta væri nú frekar bjartsýnt hjá mér“ „Ég hafði stofnað fyrirtækið Icelandic Coupons, sem er afsláttarapp fyrir ferðamenn og Íslendinga árið 2015. Í þeirri vegferð var ég mikið að funda á veitingahúsum landsins. Mér fannst ótrúlegt að sjá hvað voru margar aðferðir notaðar við að halda utan um borðabókanir. Sumir voru með stílabækur, aðrir voru að notast við Word í tölvum og enn aðrir við erlend bókunarforrit og svo framvegis,“ segir Inga Tinna Sigurðardóttir framkvæmdastjóri Dineout um aðdragandann að því að Dineout var stofnað. 13. september 2021 07:01
Á leið í útrás en allt hófst þetta í háskólanum „Við fórum af stað sem ungt teymi með ýmislegt ólært. Okkur vantaði meiri breidd í hópinn og höfðum ekki nægilega mikla þekkingu í sölu- og markaðstengdum málum, þar af leiðandi lentum við í byrjunarörðugleikum við að koma vörunni á markað. Þá tók við erfitt tímabil þar sem við misstum gott fólk frá okkur,“ segir Aðalheiður Hreinsdóttir framkvæmdastjóri og einn stofnenda LearnCove. „Þessum tíma fylgdi þó mikill lærdómur og við erum reynslunni ríkari ásamt því að hafa bætt við okkur öflugum einstaklingum í sölu- og markaðshliðinni. Við erum virkilega ánægð með breidd hópsins í dag og hversu vel hann nær saman,“ segir Aðalheiður. 30. ágúst 2021 07:00
„Einn takki til að sjá rétt laun „Það er hrein snilld að geta skráð vinnustundir í ókeypis appi og geta séð raunstöðu launa sína hvenær sem er á virku launatímabili með einum smelli,“ segir Baldvin Baldvinsson framkvæmdastjóri UX Design um nýja útgáfu af Curio App og reiknivél launa á netinu sem tekur mið af þeim kjarasamningum sem í gildi eru. 7. júní 2021 07:00
610 greiðandi viðskiptavinir erlendis frá en þrír á Íslandi „Í dag erum við með um 610 greiðandi viðskiptavini í sex heimsálfum. Þar af eru þrír á Íslandi. Einnig erum við með tugi þúsunda notenda á „freemium" eða fríplaninu okkar, og þar af eru einhverjir tugir eða hundruði á Íslandi,“ segir Jóhann Tómas Sigurðsson framkvæmdastjóri CrankWheel. Til samanburðar má nefna að fyrir fimm árum síðan voru greiðandi viðskiptavinir CrankWheel sextán talsins, þar af fimmtán á Íslandi en einn erlendis. 29. mars 2021 07:01