Innlent

Gunnar Atli og Linda Ramdani nýir að­stoðar­menn dómara í Hæsta­rétti

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Linda Ramdani og Gunnar Atli Gunnarsson hafa verið ráðin aðstoðarmenn Hæstaréttardómara.
Linda Ramdani og Gunnar Atli Gunnarsson hafa verið ráðin aðstoðarmenn Hæstaréttardómara. Vísir

Gunnar Atli Gunnarsson, aðstoðarmaður Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og Linda Ramdani, lögmaður hjá Mörkinni, hafa verið ráðin aðstoðarmenn dómara í Hæstarétti.

Starf eins aðstoðarmanns var auglýst laust í ágúst en ráðið var í tvær stöður þar sem einn aðstoðarmaður dómara sagði starfi sínu lausu á meðan á ráðningarferlinu stóð. 

Alls bárust 39 umsóknir um starfið, að því er segir í skriflegu svari Ólafar Finnsdóttur, skrifstofustjóra Hæstaréttar, við fyrirspurn fréttastofu en tvær umsóknanna voru dregnar til baka. 

Þeir sem sóttu um stöðuna voru: Alexander Örn Júlíusson, Arndís Hrund Bjarnadóttir, Aron Daði Þórisson, Ástríður Þórey Jónsdóttir, Berglind Glóð Garðarsdóttir, Edda Hreinsdóttir, Einar Baldvin Stefánsson, Eiríkur Guðlaugsson, Erla Arnarsdóttir, Evert Guðmundsson, Gréta Stefánsdóttir, Gunnar Atli Gunnarsson, Halldór Hrannar Halldórsson, Haukur Már Senstius Tómasson, Helgi Brynjarsson, Hjörleifur Guðjónsson Bergmann, Hulda Katrín Stefánsdóttir, Ingibjörg Erna Jónsdóttir, Ingunn Ósk Magnúsdóttir, Jóhanna Sigurjónsdóttir, Karitas Rán Garðarsdóttir, Klara Óðinsdóttir, Kristín Alda Jónsdóttir, Kristín Ösp Jónsdóttir, Linda Ramdani, Maríjon Ósk Nóadóttir, Oddur Þórir Þórarinsson, Ragna Björk Ragnarsdóttir, Ragnhildur Kristjana Thorlacius Ásbjörnsdóttir, Sigurbjörn Edvardsson, Sigurður Ólafur Kjartansson, Skúli H. Thoroddsen, Soffía Dóra Jóhannsdóttir, Steinn Sigríðar Finnbogason, Unnur Guðný Gunnarsdóttir, Þórhildur Líndal og Þorkell Hróar Björnsson. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×