Erlent

Tveir blaðamenn hljóta friðar­verð­laun Nóbels

Atli Ísleifsson skrifar
FBKlRs9WYAIXXFX.jfif

Filippseyska blaðakonan og rithöfundurinn Maria Ressa og rússneski blaðamaðurinn Dmitry Muratov hljóta friðarverðlaun Nóbels í ár fyrir baráttu sína til að tryggja tjáningarfrelsi í heiminum sem sé forsenda lýðræðis og varanlegs friðar.

Frá þessu greindi Berit Reiss-Andersen formaður norsku Nóbelsnefndarinnar á fréttamannafundi sem hófst núna klukkan níu.

Maria Ressa.Getty

Ressa er forstjóri og eigandi filippseyska blaðsins Rappler og starfaði lengi sem blaðakona fyrir CNN í Suðaustur-Asíu. Muratov starfaði sem ritstjóri rússneska dagblaðsins Novaya Gazeta á árunum 2005 til 2017.

Dmitry Muratov.Getty

Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna hlaut friðarverðlaun Nóbels  á síðasta ári. Árið 2019 hlaut Abiy Ahmed Ali, forsætisráðherra Eþíópíu, verðlaunin.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×