Heilsa starfsfólks: Stjórnarhættir, hreyfing, mataræði og áfengi meðal viðmiða Rakel Sveinsdóttir skrifar 8. október 2021 07:00 Fv.: Inga Berg Gísladóttir hjá embætti landlæknis og Ingibjörg Loftsdóttir hjá VIRK. „Viðmiðin skiptast í átta flokka eða gátlista sem snúa að vinnuumhverfi, umhverfi, starfsháttum, stjórnunarháttum, vellíðan, hreyfingu og útiveru, mataræði og áfengi og öðrum vímuefnum,“ segir Ingibjörg Loftsdóttir sviðsstjóri hjá VIRK um viðmið og verklag fyrir Heilsueflandi vinnustaði sem kynnt voru formlega í gær. Þar var einnig kynnt vefsíðan heilsueflandi.is sem ætluð er fyrirtækjum og stofnunum til að halda utan um heilsueflingu meðal annars með gátlistum. „Gátlistarnir átta ná yfir þau atriði sem rannsóknir sýna að skipti mestu máli varðandi heilsu og vellíðan starfsfólks,“ segir Inga Berg Gísladóttir hjá Embætti Landlæknis. Hvað er Heilsueflandi vinnustaður? Verkefnið Heilsueflandi vinnustaður hefur það að markmiði að draga úr líkum á því að fólk falli brott af vinnumarkaði vegna heilsubrests. Verkefnið er samvinnuverkefni VIRK Starfsendurhæfingarsjóðs, embættis landlæknis og Vinnueftirlitsins en því var formlega hleypt af stokkunum árið 2019. Skilgreiningin á Heilsueflandi vinnustaður er: „Heilsueflandi vinnustaður er sá vinnustaður sem hefur sett sér það markmið að stuðla að betri heilsu og vellíðan starfsfólks.“ Eins og áður segir, hafa verið mótaðir átta gátlistar með viðmiðum sem vinnustaðir geta stuðst við. „Innan margra flokka eru undirflokkar og sem dæmi má nefna að undir stjórnunarháttum eru undirflokkar um skipulag vinnu, stuðning og jafnvægi milli vinnu og einkalífs,“ segir Ingibjörg. Tíu ólíkir vinnustaðir hafa nú þegar prufukeyrt þessi viðmið frá því snemma árs 2020 auk stofnanna þriggja. Vinnustaðirnir eru: Alta, Efla, Héraðsdómur Reykjavíkur, Hjúkrunarheimilið Uppsalir, Hótel Geysir, Icelandair, Marel, Samband íslenskra sveitarfélaga, Strætó og Þjónustuskrifstofa iðnfélaga. Gátlistarnir byggja á þeim atriðum sem rannsóknir sýna að skipta mestu máli fyrir vellíðan á vinnustað. Þar er bæði horft til þeirra atriða sem snúa að starfsmanninum sjálfum, eins og til dæmis hreyfingu eða mataræðis en ekki síður viðmiða sem snúa að stjórnendum. „Góðir stjórnunarhættir á vinnustað geta jú skipt sköpum fyrir vellíðan starfsfólks og komið í veg fyrir að starfsfólk lendi í veikindum tengt álagi og streitu,“ segir Ingibjörg. Lítil skref í einu best Inga segir margt í gátlistum vefsíðunnar heilsueflandi.is ekkert endilega nýtt af nálinni. „Margt í gátlistunum er nú þegar verið að gera vel víða á vinnustöðum. Vefsvæðið nýtist þannig fyrir vinnustaði til að skoða hvað er nú þegar verið að gera vel á vinnustaðnum tengt heilsueflingu, hvar styrkleikarnir liggja og hvar tækifæri séu til vaxtar,“ segir Inga en bætir við að vefsvæðið geti líka nýst til að fylgjast með þróun á starfi heilsueflingar á vinnustaðnum. „Þannig geta vinnustaðir lagt í þessa vegferð sem heilsueflandi vinnustaður og fylgt henni eftir inn á vefsvæðinu heilsueflandi.is.“ Inga segir mælingar á árangri þó vera á ábyrgð vinnustaða. Aðspurð um helstu áskoranir vinnustaða sem vilja leggja í það verkefni að efla heilsu starfsfólks, segir Ingibjörg mikilvæga áskorun vera að vinnustaðir ætli sér ekki of mikið á of stuttum tíma. Heilsueflandi vinnustaður er verkefni sem er hugsað sem langhlaup og sett fram sem verkfæri fyrir vinnustaði til að nýta sér fyrir utanumhald um heilsueflingu og þá er mikilvægt að nota skynsemina og búta fílinn niður,“ segir Ingibjörg. Eins segir Ingibjörg gott að hafa í huga að vinnustaðir eru jafn fjölbreyttir og þeir eru margir. Þetta þýði að það sem hentar einum vinnustað hentar ekki endilega öðrum. „Það þarf að taka stutt en markviss skref og eins að hafa í huga að markmiðið er ekki endilega að allir skori á endanum upp í topp í öllum viðmiðunum heldur getur vinnustaður valið sér áherslur í starfinu,“ segir Ingibjörg. Stjórnun Vinnustaðamenning Vinnumarkaður Heilsa Góðu ráðin Tengdar fréttir CCP um mannauðsmálin: Algjörlega ný hugsun nauðsynleg Breyttur veruleiki atvinnulífs kallar á að stjórnendur og vinnuveitendur almennt þurfa að nálgast hlutina með algjörlega nýrri hugsun að mati framkvæmdastjóra mannauðssviðs CCP. Sumt sem þessu fylgi verði ekki skemmtilegt og um margt flókið. 7. október 2021 07:01 „Við þurfum að vinna gegn útundanóttanum“ „Ég vinn meðal annars við að aðstoða og styðja fólk í að reyna að ná utan um þær óvelkomnu breytingar sem hafa orðið í Covid faraldrinum,“ segir Þórkatla Aðalsteinsdóttir sálfræðingur hjá Líf og sál og bendir á að vinnustaðir þurfi að huga vel að þeim áhrifum sem Covid er að hafa á fólk, því þeim áhrifum muni ekki ljúka með bólusetningum. 29. apríl 2021 07:01 Þjálfa starfsfólk í að þekkja streitueinkennin og gera reglulegar mælingar „Allir starfsmenn og stjórnendur fá reglulega fræðslu um helstu einkenni streitu, viðbrögð og úrræði, sem er mjög mikilvæg forvörn,“ segir Ágústa Björg Bjarnadóttir, forstöðumaður mannauðs hjá Sjóvá um hvernig fyrirtækið vinnur markvisst gegn kulnun starfsfólks. Sjóvá er í góðu samstarfi við Streituskólann og Hugarheim, sem Ágústa segir hafa gefist mjög vel. Samstarfið byggir þá á forvörnum á sviði streitu og kulnunar þar sem starfsfólk og stjórnendur fá ráðgjöf, regluleg fræðsluerindi og handleiðslu. 18. mars 2021 07:02 Það vilja allir vera „Svalir“ Líney Árnadóttir, sérfræðingur hjá VIRK segir stjórnendur þurfa að þekkja einkenni streitu og vita hvernig streita þróast. Eitt verkfærið sem vinnustaðir geta notað er hinn svo kallaði Streitustigi. Á þessum stiga getur fólk mátað sína líðan miðað við eftirfarandi stig: Svalur – Volgur – Logandi – Bráðnaður – Brunninn. 17. mars 2021 07:01 Líðan starfsfólks snýst ekki um það sem er í tísku hverju sinni Fagleg heilsa, félagsleg heilsa, líkamleg heilsa, andleg heilsa og fleira. Allt eru þetta flokkar sem skipta máli þegar hugað er að líðan starfsfólks á vinnustöðum. 23. september 2020 15:31 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
Þar var einnig kynnt vefsíðan heilsueflandi.is sem ætluð er fyrirtækjum og stofnunum til að halda utan um heilsueflingu meðal annars með gátlistum. „Gátlistarnir átta ná yfir þau atriði sem rannsóknir sýna að skipti mestu máli varðandi heilsu og vellíðan starfsfólks,“ segir Inga Berg Gísladóttir hjá Embætti Landlæknis. Hvað er Heilsueflandi vinnustaður? Verkefnið Heilsueflandi vinnustaður hefur það að markmiði að draga úr líkum á því að fólk falli brott af vinnumarkaði vegna heilsubrests. Verkefnið er samvinnuverkefni VIRK Starfsendurhæfingarsjóðs, embættis landlæknis og Vinnueftirlitsins en því var formlega hleypt af stokkunum árið 2019. Skilgreiningin á Heilsueflandi vinnustaður er: „Heilsueflandi vinnustaður er sá vinnustaður sem hefur sett sér það markmið að stuðla að betri heilsu og vellíðan starfsfólks.“ Eins og áður segir, hafa verið mótaðir átta gátlistar með viðmiðum sem vinnustaðir geta stuðst við. „Innan margra flokka eru undirflokkar og sem dæmi má nefna að undir stjórnunarháttum eru undirflokkar um skipulag vinnu, stuðning og jafnvægi milli vinnu og einkalífs,“ segir Ingibjörg. Tíu ólíkir vinnustaðir hafa nú þegar prufukeyrt þessi viðmið frá því snemma árs 2020 auk stofnanna þriggja. Vinnustaðirnir eru: Alta, Efla, Héraðsdómur Reykjavíkur, Hjúkrunarheimilið Uppsalir, Hótel Geysir, Icelandair, Marel, Samband íslenskra sveitarfélaga, Strætó og Þjónustuskrifstofa iðnfélaga. Gátlistarnir byggja á þeim atriðum sem rannsóknir sýna að skipta mestu máli fyrir vellíðan á vinnustað. Þar er bæði horft til þeirra atriða sem snúa að starfsmanninum sjálfum, eins og til dæmis hreyfingu eða mataræðis en ekki síður viðmiða sem snúa að stjórnendum. „Góðir stjórnunarhættir á vinnustað geta jú skipt sköpum fyrir vellíðan starfsfólks og komið í veg fyrir að starfsfólk lendi í veikindum tengt álagi og streitu,“ segir Ingibjörg. Lítil skref í einu best Inga segir margt í gátlistum vefsíðunnar heilsueflandi.is ekkert endilega nýtt af nálinni. „Margt í gátlistunum er nú þegar verið að gera vel víða á vinnustöðum. Vefsvæðið nýtist þannig fyrir vinnustaði til að skoða hvað er nú þegar verið að gera vel á vinnustaðnum tengt heilsueflingu, hvar styrkleikarnir liggja og hvar tækifæri séu til vaxtar,“ segir Inga en bætir við að vefsvæðið geti líka nýst til að fylgjast með þróun á starfi heilsueflingar á vinnustaðnum. „Þannig geta vinnustaðir lagt í þessa vegferð sem heilsueflandi vinnustaður og fylgt henni eftir inn á vefsvæðinu heilsueflandi.is.“ Inga segir mælingar á árangri þó vera á ábyrgð vinnustaða. Aðspurð um helstu áskoranir vinnustaða sem vilja leggja í það verkefni að efla heilsu starfsfólks, segir Ingibjörg mikilvæga áskorun vera að vinnustaðir ætli sér ekki of mikið á of stuttum tíma. Heilsueflandi vinnustaður er verkefni sem er hugsað sem langhlaup og sett fram sem verkfæri fyrir vinnustaði til að nýta sér fyrir utanumhald um heilsueflingu og þá er mikilvægt að nota skynsemina og búta fílinn niður,“ segir Ingibjörg. Eins segir Ingibjörg gott að hafa í huga að vinnustaðir eru jafn fjölbreyttir og þeir eru margir. Þetta þýði að það sem hentar einum vinnustað hentar ekki endilega öðrum. „Það þarf að taka stutt en markviss skref og eins að hafa í huga að markmiðið er ekki endilega að allir skori á endanum upp í topp í öllum viðmiðunum heldur getur vinnustaður valið sér áherslur í starfinu,“ segir Ingibjörg.
Stjórnun Vinnustaðamenning Vinnumarkaður Heilsa Góðu ráðin Tengdar fréttir CCP um mannauðsmálin: Algjörlega ný hugsun nauðsynleg Breyttur veruleiki atvinnulífs kallar á að stjórnendur og vinnuveitendur almennt þurfa að nálgast hlutina með algjörlega nýrri hugsun að mati framkvæmdastjóra mannauðssviðs CCP. Sumt sem þessu fylgi verði ekki skemmtilegt og um margt flókið. 7. október 2021 07:01 „Við þurfum að vinna gegn útundanóttanum“ „Ég vinn meðal annars við að aðstoða og styðja fólk í að reyna að ná utan um þær óvelkomnu breytingar sem hafa orðið í Covid faraldrinum,“ segir Þórkatla Aðalsteinsdóttir sálfræðingur hjá Líf og sál og bendir á að vinnustaðir þurfi að huga vel að þeim áhrifum sem Covid er að hafa á fólk, því þeim áhrifum muni ekki ljúka með bólusetningum. 29. apríl 2021 07:01 Þjálfa starfsfólk í að þekkja streitueinkennin og gera reglulegar mælingar „Allir starfsmenn og stjórnendur fá reglulega fræðslu um helstu einkenni streitu, viðbrögð og úrræði, sem er mjög mikilvæg forvörn,“ segir Ágústa Björg Bjarnadóttir, forstöðumaður mannauðs hjá Sjóvá um hvernig fyrirtækið vinnur markvisst gegn kulnun starfsfólks. Sjóvá er í góðu samstarfi við Streituskólann og Hugarheim, sem Ágústa segir hafa gefist mjög vel. Samstarfið byggir þá á forvörnum á sviði streitu og kulnunar þar sem starfsfólk og stjórnendur fá ráðgjöf, regluleg fræðsluerindi og handleiðslu. 18. mars 2021 07:02 Það vilja allir vera „Svalir“ Líney Árnadóttir, sérfræðingur hjá VIRK segir stjórnendur þurfa að þekkja einkenni streitu og vita hvernig streita þróast. Eitt verkfærið sem vinnustaðir geta notað er hinn svo kallaði Streitustigi. Á þessum stiga getur fólk mátað sína líðan miðað við eftirfarandi stig: Svalur – Volgur – Logandi – Bráðnaður – Brunninn. 17. mars 2021 07:01 Líðan starfsfólks snýst ekki um það sem er í tísku hverju sinni Fagleg heilsa, félagsleg heilsa, líkamleg heilsa, andleg heilsa og fleira. Allt eru þetta flokkar sem skipta máli þegar hugað er að líðan starfsfólks á vinnustöðum. 23. september 2020 15:31 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
CCP um mannauðsmálin: Algjörlega ný hugsun nauðsynleg Breyttur veruleiki atvinnulífs kallar á að stjórnendur og vinnuveitendur almennt þurfa að nálgast hlutina með algjörlega nýrri hugsun að mati framkvæmdastjóra mannauðssviðs CCP. Sumt sem þessu fylgi verði ekki skemmtilegt og um margt flókið. 7. október 2021 07:01
„Við þurfum að vinna gegn útundanóttanum“ „Ég vinn meðal annars við að aðstoða og styðja fólk í að reyna að ná utan um þær óvelkomnu breytingar sem hafa orðið í Covid faraldrinum,“ segir Þórkatla Aðalsteinsdóttir sálfræðingur hjá Líf og sál og bendir á að vinnustaðir þurfi að huga vel að þeim áhrifum sem Covid er að hafa á fólk, því þeim áhrifum muni ekki ljúka með bólusetningum. 29. apríl 2021 07:01
Þjálfa starfsfólk í að þekkja streitueinkennin og gera reglulegar mælingar „Allir starfsmenn og stjórnendur fá reglulega fræðslu um helstu einkenni streitu, viðbrögð og úrræði, sem er mjög mikilvæg forvörn,“ segir Ágústa Björg Bjarnadóttir, forstöðumaður mannauðs hjá Sjóvá um hvernig fyrirtækið vinnur markvisst gegn kulnun starfsfólks. Sjóvá er í góðu samstarfi við Streituskólann og Hugarheim, sem Ágústa segir hafa gefist mjög vel. Samstarfið byggir þá á forvörnum á sviði streitu og kulnunar þar sem starfsfólk og stjórnendur fá ráðgjöf, regluleg fræðsluerindi og handleiðslu. 18. mars 2021 07:02
Það vilja allir vera „Svalir“ Líney Árnadóttir, sérfræðingur hjá VIRK segir stjórnendur þurfa að þekkja einkenni streitu og vita hvernig streita þróast. Eitt verkfærið sem vinnustaðir geta notað er hinn svo kallaði Streitustigi. Á þessum stiga getur fólk mátað sína líðan miðað við eftirfarandi stig: Svalur – Volgur – Logandi – Bráðnaður – Brunninn. 17. mars 2021 07:01
Líðan starfsfólks snýst ekki um það sem er í tísku hverju sinni Fagleg heilsa, félagsleg heilsa, líkamleg heilsa, andleg heilsa og fleira. Allt eru þetta flokkar sem skipta máli þegar hugað er að líðan starfsfólks á vinnustöðum. 23. september 2020 15:31