Við áttum sigurinn fyllilega skilið fannst mér Sverrir Mar Smárason skrifar 19. september 2021 17:16 Eysteinn Húni Hauksson og Sigurður Ragnar Eyjólfsson stýra Keflavík í sameiningu. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur, var ánægður í leikslok og stoltur af sínu liði sem fór með þrjú mikilvæg stig úr Breiðholtinu eftir sigur á Leikni Reykjavík. „Frábær sigur. Leiknir eru búnir að taka tuttugu stig hérna á heimavelli í sumar. Vinna Val og Víking og jafntefli við Breiðablik og ég veit ekki hvað. Bara ofboðslega stoltur af strákunum fyrir vinnuna sem við lögðum á okkur, skipulagið gott og mikill dugnaður í okkur. Við áttum sigurinn fyllilega skilið fannst mér,“ sagði Sigurður Ragnar að leik loknum. Sigurmarkið kom á 23.mínútu og það gerði Joey Gibbs beint úr aukaspyrnu. Bæði lið hefðu getað bætt við mörkum í leiknum í dag en lokatölur urðu 0-1 fyrir Keflavík. „Frábært mark hjá Joey og mér fannst við eiga að skora fleiri mörk í fyrri hálfleiknum sérstaklega. Við vissum að Leiknir eru með gott lið, búnir að standa sig vel í sumar og við erum svona að endurheimta menn núna í síðustu tveimur leikjum. Það hefur vantað marga hjá okkur, verið meiðsli og leikbönn og spilað færri í tveimur leikjum frá og með fyrri hálfleik. Mjög gott hjá okkur að komast í gegnum þetta og vinna leiki aftur. Ég er bara stoltur af strákunum og frábær sigur.“ Bæði lið vildu víti í leiknum í dag. Leiknir vildu reyndar tvö víti en Keflvíkingar eitt. Sigurður Ragnar segir dómarana hafa komist vel frá leiknum. „Það voru fullt af svona atvikum sem voru umdeild í leiknum en mér fannst dómararnir komast bara vel frá leiknum, þetta var erfiður leikur að dæma. Við töpuðum 5-1 hérna í fyrra á móti Leikni og vissum að þetta yrði mjög erfiður leikur þannig það er frábært að hafa snúið þessu við og fara með sigur héðan,“ sagði Sigurður um dómara leiksins. Keflavík bætir þremur stigum við sig í deildinni með sigrinum í dag og eru því komnir með 21 stig. Það gæti dugað ef önnur úrslit spilast þeim í hag. Næstu tveir leikir Keflavíkur eru gegn ÍA. Fyrst í Keflavík í deildinni og síðan í Mjólkurbikarnum á Akranesi. „Við horfum spenntir á HK-Stjarnan á morgun og svo bara þurfum við að taka okkar. Við erum að keppa að miklu, komnir í undarúrslit í bikar og ég er viss um að leikmennirnir okkar vilji taka þátt í því og byrja þann leik. Þeir þurfa að standa sig bæði í deild og bikar, þetta eru allt úrslitaleikir og spennandi leikir fram undan.“ „Við þurfum að gera okkar í stað þess að treysta á einhverja aðra,“ sagði Siggi Raggi og bætti síðan við um undanúrslitaleikinn í Mjólkurbikarnum „mér líst bara vel á hann, Skaginn eru með hörkulið og eru sérstaklega búnir að vera vaxandi undanfarið og örugglega komin góð stemning í þeirra lið. Þeir eru búnir að vinna góða sigra og þetta verður erfiður leikur fyrir okkur en við höfum líka verið að vaxa undanfarið og styrkjast. Það er mikið undir að komast í bikarúrslitaleik sem er stærsti leikur ársins alltaf í fótboltanum á Íslandi.“ Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira
„Frábær sigur. Leiknir eru búnir að taka tuttugu stig hérna á heimavelli í sumar. Vinna Val og Víking og jafntefli við Breiðablik og ég veit ekki hvað. Bara ofboðslega stoltur af strákunum fyrir vinnuna sem við lögðum á okkur, skipulagið gott og mikill dugnaður í okkur. Við áttum sigurinn fyllilega skilið fannst mér,“ sagði Sigurður Ragnar að leik loknum. Sigurmarkið kom á 23.mínútu og það gerði Joey Gibbs beint úr aukaspyrnu. Bæði lið hefðu getað bætt við mörkum í leiknum í dag en lokatölur urðu 0-1 fyrir Keflavík. „Frábært mark hjá Joey og mér fannst við eiga að skora fleiri mörk í fyrri hálfleiknum sérstaklega. Við vissum að Leiknir eru með gott lið, búnir að standa sig vel í sumar og við erum svona að endurheimta menn núna í síðustu tveimur leikjum. Það hefur vantað marga hjá okkur, verið meiðsli og leikbönn og spilað færri í tveimur leikjum frá og með fyrri hálfleik. Mjög gott hjá okkur að komast í gegnum þetta og vinna leiki aftur. Ég er bara stoltur af strákunum og frábær sigur.“ Bæði lið vildu víti í leiknum í dag. Leiknir vildu reyndar tvö víti en Keflvíkingar eitt. Sigurður Ragnar segir dómarana hafa komist vel frá leiknum. „Það voru fullt af svona atvikum sem voru umdeild í leiknum en mér fannst dómararnir komast bara vel frá leiknum, þetta var erfiður leikur að dæma. Við töpuðum 5-1 hérna í fyrra á móti Leikni og vissum að þetta yrði mjög erfiður leikur þannig það er frábært að hafa snúið þessu við og fara með sigur héðan,“ sagði Sigurður um dómara leiksins. Keflavík bætir þremur stigum við sig í deildinni með sigrinum í dag og eru því komnir með 21 stig. Það gæti dugað ef önnur úrslit spilast þeim í hag. Næstu tveir leikir Keflavíkur eru gegn ÍA. Fyrst í Keflavík í deildinni og síðan í Mjólkurbikarnum á Akranesi. „Við horfum spenntir á HK-Stjarnan á morgun og svo bara þurfum við að taka okkar. Við erum að keppa að miklu, komnir í undarúrslit í bikar og ég er viss um að leikmennirnir okkar vilji taka þátt í því og byrja þann leik. Þeir þurfa að standa sig bæði í deild og bikar, þetta eru allt úrslitaleikir og spennandi leikir fram undan.“ „Við þurfum að gera okkar í stað þess að treysta á einhverja aðra,“ sagði Siggi Raggi og bætti síðan við um undanúrslitaleikinn í Mjólkurbikarnum „mér líst bara vel á hann, Skaginn eru með hörkulið og eru sérstaklega búnir að vera vaxandi undanfarið og örugglega komin góð stemning í þeirra lið. Þeir eru búnir að vinna góða sigra og þetta verður erfiður leikur fyrir okkur en við höfum líka verið að vaxa undanfarið og styrkjast. Það er mikið undir að komast í bikarúrslitaleik sem er stærsti leikur ársins alltaf í fótboltanum á Íslandi.“ Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira