Dæmdur fyrir að hárreyta og stugga við dóttur sinni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. september 2021 15:08 Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Austurlands í síðustu viku. Vísir/JóiK Faðir nokkur á Austfjörðum hefur verið dæmdur í 45 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að beita fjórtán ára dóttur sína ofbeldi. Þá þarf hann að greiða henni 350 þúsund krónur í miskabætur. Föðurnum var gefið að sök brot á hegningar- og barnaverndarlögum með því að hafa síðdegis dag nokkurn í október í fyrra reiðst fjórtán ára dóttur sinni, tekið í axlir hennar og ýtt inn í svefnherbergi. Þar hafi hann rifið í hana og ýtt svo hún féll á gólfið, haldið henni niðri og sparkað að minnsta kosti einu sinni í fætur hennar eða læri. Afleiðingarnar voru þær að stúlkan hlaut eymsli fyrir ofan hægra eyra og varð hrædd, fór að hágráta en allt framtalið var metið ruddalegt og særandi gagnvart stúlkunni. Faðirinn neitaði sök í málinu. Föðurnum, sambýliskonu hans og stúlkunni bar í öllum meginatriðum saman um aðdraganda þess sem gerðist á sameiginlegu heimili þeirra. Upphafið hafi verið fúkyrði sem stúlkan lét falla í eldhúsinu. Faðirinn hélt allan tímann fram við meðferð málsins að hann hefði snöggreiðst, risið úr stól sínum en svo farið í skyndingu á eftir stúlkunni þar sem hún var á leið sinni eftir gangi að eigin herbergi. Varðandi það sem gerðist í framhaldinu eru feðginin ein til frásagnar um. Báru þau bæði við nokkru minnisleysi um atvik við meðferð málsins. Dómurinn telur að þar hafi komið til hugaræsingur þeirra og tilfinningalegt ójafnvægi auk bræði föður. Hann lýsti því að hafa misst stjórn á skapi sínu um stund en stúlkan lýsti verulegri hræðslu á verknaðarstund. Lögreglumenn á vettvangi báru að stúlkan hefði verið í miklu ójafnvægi skömmu eftir samskiptin við föður sinn. Dómurinn taldi sig ekki geta litið fram hjá því að stúlkan var ung að árum og faðirinn vel meðvitaður um vandkvæði sem höfðu hrjáð hana misserin á undan. Hann hafði leitað aðstoðar hjá fagaðilum vegna félagslegra erfiðleika, vanlíðunar og áhættuhegðunar. Viðurkenndi hann að hafa ýtt stúlkunni til í herberginu þannig að hún hefði farið á eigið rúm og haldið henni þar. Þá játaði hann að stúlkan hefði fallið á herbergisgólfið. Auk þessa sagði stúlkan að faðir hennar hefði beitt hana valdi. Það hefði byrjað fyrir utan herbergið og svo færst þangað inn. Hún hefði mátt þola tök um axlir, ýtingar og hárreytingu af hálfu föður. Dómurinn taldi þá frásögn fá nokkra stoð í vottorði læknis meðal annars varðandi höfuðeymsli. Einnig í ljósmynd og myndatexta lögreglu af vettvangi og svo frásögn lögreglu af vettvangi og starfsmanns barnaverndar sem mætti þangað. Að öllu þessu sögðu þótti frásögn stúlkunnar um valdbeitingu trúverðug og lögð til grundvallar. Var faðirinn dæmdur í 45 daga skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu 350 þúsund króna miskabóta. Réttargæslumaður stúlkunnar hafði farið fram á 2,5 milljónir króna í bætur. Faðirinn á ekki að baki sakaferil. Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Sjá meira
Föðurnum var gefið að sök brot á hegningar- og barnaverndarlögum með því að hafa síðdegis dag nokkurn í október í fyrra reiðst fjórtán ára dóttur sinni, tekið í axlir hennar og ýtt inn í svefnherbergi. Þar hafi hann rifið í hana og ýtt svo hún féll á gólfið, haldið henni niðri og sparkað að minnsta kosti einu sinni í fætur hennar eða læri. Afleiðingarnar voru þær að stúlkan hlaut eymsli fyrir ofan hægra eyra og varð hrædd, fór að hágráta en allt framtalið var metið ruddalegt og særandi gagnvart stúlkunni. Faðirinn neitaði sök í málinu. Föðurnum, sambýliskonu hans og stúlkunni bar í öllum meginatriðum saman um aðdraganda þess sem gerðist á sameiginlegu heimili þeirra. Upphafið hafi verið fúkyrði sem stúlkan lét falla í eldhúsinu. Faðirinn hélt allan tímann fram við meðferð málsins að hann hefði snöggreiðst, risið úr stól sínum en svo farið í skyndingu á eftir stúlkunni þar sem hún var á leið sinni eftir gangi að eigin herbergi. Varðandi það sem gerðist í framhaldinu eru feðginin ein til frásagnar um. Báru þau bæði við nokkru minnisleysi um atvik við meðferð málsins. Dómurinn telur að þar hafi komið til hugaræsingur þeirra og tilfinningalegt ójafnvægi auk bræði föður. Hann lýsti því að hafa misst stjórn á skapi sínu um stund en stúlkan lýsti verulegri hræðslu á verknaðarstund. Lögreglumenn á vettvangi báru að stúlkan hefði verið í miklu ójafnvægi skömmu eftir samskiptin við föður sinn. Dómurinn taldi sig ekki geta litið fram hjá því að stúlkan var ung að árum og faðirinn vel meðvitaður um vandkvæði sem höfðu hrjáð hana misserin á undan. Hann hafði leitað aðstoðar hjá fagaðilum vegna félagslegra erfiðleika, vanlíðunar og áhættuhegðunar. Viðurkenndi hann að hafa ýtt stúlkunni til í herberginu þannig að hún hefði farið á eigið rúm og haldið henni þar. Þá játaði hann að stúlkan hefði fallið á herbergisgólfið. Auk þessa sagði stúlkan að faðir hennar hefði beitt hana valdi. Það hefði byrjað fyrir utan herbergið og svo færst þangað inn. Hún hefði mátt þola tök um axlir, ýtingar og hárreytingu af hálfu föður. Dómurinn taldi þá frásögn fá nokkra stoð í vottorði læknis meðal annars varðandi höfuðeymsli. Einnig í ljósmynd og myndatexta lögreglu af vettvangi og svo frásögn lögreglu af vettvangi og starfsmanns barnaverndar sem mætti þangað. Að öllu þessu sögðu þótti frásögn stúlkunnar um valdbeitingu trúverðug og lögð til grundvallar. Var faðirinn dæmdur í 45 daga skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu 350 þúsund króna miskabóta. Réttargæslumaður stúlkunnar hafði farið fram á 2,5 milljónir króna í bætur. Faðirinn á ekki að baki sakaferil.
Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Sjá meira