Regluvörður: „Stundum þarf maður að stökkva á tækifærin“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 6. september 2021 07:00 Fanny Ósk Mellbin lögfræðingur og regluvörður hjá Skeljungi. Vísir/Vilhelm „Ég get alveg sagt með fullri hreinskilni að þegar ég hóf störf hjá félaginu þá áttaði ég mig ekki fyllilega á starfi regluvarðar og því ábyrgðarhlutverki sem því fylgir. Stundum þarf maður að stökkva á tækifærin, láta vaða og sjá hvað setur,“ segir Fanny Ósk Mellbin, lögfræðingur og regluvörður hjá Skeljungi. Og Fanny bætir við: „Ég held að ég sé ekki ein af þeim sem vissi sex ára við hvað ég vildi starfa við, heldur finnst mér lífið vera ákveðin vegferð, og það verða eflaust mörg tímabil á lífsins leið, hvert og eitt stútfullt af áskorunum og tækifærum.“ Í Atvinnulífinu í vetur verður rætt við fólk sem starfar og/eða hefur starfað í áhugaverðum, óhefðbundnum eða óvenjulegum störfum. Hér segir Fanny Ósk Mellbin frá starfi sínu sem regluvörður og gefur lesendum auk þess góð ráð um þau atriði sem hún telur fólk oft misskilja hvað helst þegar kemur að hlutabréfakaupum. Að vera regluvörður Fanny er þrítug og ein af tuttugu regluvörðum á Íslandi. Hún segist ekki hafa hugmynd um það hvort hún sé yngsti regluvörðurinn á landinu, en félög sem skráð eru í Kauphöll Íslands, þurfa að vera með starfandi regluvörð, sem heyrir þá undir stjórn. Upphaflega var Fanny ráðin til Skeljungs sem lögfræðingur og staðgengill regluvarðar. Það var árið 2019. Fyrr á þessu ári, tók hún síðan við sem regluvörður félagsins. „Ég get sagt eitt um sjálfan mig og það er að ég skorast ekki undan ábyrgð og áskorunum.Ég sá fljótt að starf regluvarðar væri eitthvað sem væri bæði spennandi og krefjandi og mun fjölbreyttara en „almennur leikmaður“ áttar sig á,“ segir Fanny og bætir við: „Allan þann tíma sem ég hef starfað hjá Skeljungi hef ég líka haft magnaðan yfirmann, hana Gróu Björg Baldvinsdóttur, sem hefur stutt mig í allri minni vegferð innan félagsins, en það er ómetanlegt.“ Fanny segir að áður en hún réði sig til Skeljungs hafði hún oft heyrt fólk tala um það í kringum sig að eflaust væri mjög krefjandi að vinna hjá félagi sem skráð væri á markað. „En ég hef alltaf getað nýtt mér það sem aðrir kannski veigra sér undan sem ákveðinn drifkraft.“ Ung kona og ólétt Oft er vísað til þess að heimur skráðra félaga á Íslandi sé nokkuð karllægur heimur. Lengst af hafa engar konur verið forstjórar skráðra félaga á Íslandi. Í dag er Birna Einarsdóttir forstjóri Íslandsbanka, eina konan sem stýrir félagi sem skráð er á markað. Fanny er hins vegar ung, í óhefðbundnu starfi og ólétt. Við spyrjum: Hvernig ert þú að upplifa tækifæri vinnumarkaðarins fyrir ungar konur á barneignaraldri? „Á mínum vinnustað hef ég verið umkringd góðum og flottum konum, skörungum á sínu sviði, og ég tel mig því heppna. Það að vera ólétt hefur ekki haft áhrif á þau tækifæri sem ég hef fengið, en ég veit að það er ekki sjálfgefið,“ segir Fanny. Hún telur tækifæri fyrir ungar konur mörg, ekki aðeins vegna þess að konur hafa verið að mennta sig í auknum mæli heldur einnig vegna þess að konur eru orðnar sýnilegri í dag og farnar að taka meira pláss. En þótt Ísland sé framarlega í jafnræðisbaráttunni, segir Fanny það eitt fyrir konur að fá tækifæri en annað hvernig viðmóti þær mæta. Ég held að konur eigi að vera óhræddar að nýta mýktina og þá eiginleika sem fylgir því að vera kona í starfi. Í karllægum heimi atvinnulífsins reyna konur oft að „fitta“ meira inn með því að setja sig í ákveðnar stellingar eða halda uppi ákveðnu viðhorfi, sem er svo ekki endilega þeirra,“ segir Fanny og bætir við: „Það er pláss fyrir okkur allar og líka alla strákana!“ Fanny segist trúa því að hún fái alltaf til sín þau tækifæri sem hún kallar eftir að fá. Þetta sé hæfileiki sem allir hafi en margir nýti ekki nægilega vel.Vísir/Vilhelm Skorar á aðra regluverði Fanny er þakklát fyrir það tækifæri sem hún hefur fengið. Ég held að lífið hafi leitt mig á þessa braut þar sem ég hef alltaf haft trú á því að ég fái þau tækifæri sem ég kalla til mín, ég trúi því að allir búi yfir þeim hæfileika, en hann sé eflaust vannýttur hjá mörgum,“ segir Fanny. Henni finnst þó vanta einhvern sameiginlegan vettvang fyrir þá tuttugu regluverði sem á Íslandi starfa. „Ég skora á starfandi regluverði, og mig þar með talda, að bæta úr því, bæði sem fræðilegan vettvang en jafnframt til að tengjast og sjá framan í hvort annað!“ Góðu ráðin Kaup og sala hlutabréfa hljómar ekki auðskilinn fyrir fjölda fólks. Við fengum því Fanny til að gefa okkur góð ráð og útskýringar með þau fimm atriði sem hún telur oft að fólk eigi einna helst erfiðast með að skilja, eða misskilur. Þessi fimm atriði eru: 1. Þú þarft ekki háskólagráðu í fjármálum til þess að byrja. Hefur þú áhuga og tök á því að leggja hluta af þínum sparnaði í fjárfestingar hef ég eitt ráð: treystu sjálfum þér og prófaðu! Margir færustu fjárfestarnir eru sjálflærðir. Þú þarft heldur ekki að „vera fjárfestir“ til þess að fjárfesta þínum peningum. Við höfum öll aðgengi að markaðnum, við getum öll verið fjárfestar, sama hver starfstitill okkar er. 2. Fjárfestu í þeim félögum sem þú hefur trú á og sem þú skilur. Ekki fylgja endilega straumnum þegar kemur að þínum fjárfestingarákvörðunum. Það er alltaf áhætta að fjárfesta í hlutabréfum, en þú lágmarkar mögulega áhættuna ef þú skilur starfsemi þess félags sem þú fjárfestir í. Held það sé líka hreinlega skemmtilegra að skilja og fylgjast með félaginu sem þú ert að fjárfesta í. 3. Lágmarksupphæð. Það er engin lágmarksupphæð þegar kemur að fjárfestingum í hlutabréfum. Það segir sig þó sjálft að ávöxtunin verður hærri, ef fjárfestingin er hærri. Þetta þýðir þó að þú getur byrjað með lægri fjárhæðir, sem þú mátt við að tapa, skyldi það fara svo. Ég ráðlegg þó ekki neinum að fjárfesta öllum sínum sparnaði, byrjaðu frekar smátt til þess að læra inn á markaðinn. 4. Þú þarft ekki að vera „ríkur“. Þetta tengist punkti 1 og 3. Það getur jafnvel verið góð leið að fjárfesta á smærri skala, en dreifa áhættunni með því að fjárfesta frekar í nokkrum ólíkum félögum og jafnvel sjóðum. 5. Fjárfesting í hlutabréfum er ekki það sama og fjárhættuspil. Ég ætla ekki að eigna mér þennan punkt, margir sem hafa skrifað um þetta. Það eru margar ástæður fyrir því að þetta tvennt er ólíkt, en grundvallarmunurinn að mínu mati er að með fjárfestingum í hlutabréfum eignast þú hlut í því félagi og getur jafnvel átt rétt á arðgreiðslum en áhættan er fullkomin í fjárhættuspilum. Þá bendir Fanny fólki á að skoða Fortuna Invest á Instragram. „Reikninginn reka þrjár ungar konur og er markmið þeirra tvennt: að veita aðgengilegar upplýsingar um fjárfestingar og að auka fjölbreytileikann í þátttöku á fjármálamarkaði.“ Starfsframi Vinnumarkaður Góðu ráðin Tengdar fréttir Giggstörfum fjölgar: Hafa frelsið til að velja sér lífstíl „Nú er svo komið að mestur vöxtur er í slíkum störfum og atvinnurekendur segjast oft ekki fá fólk í ákveðin störf nema tímabundið og þeir sem gigga velja sér lífsstíl út frá verkefnum sínum,“ segir Árelía Eydís Guðmundsdóttir dósent við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands um þá þróun að sífellt fleira fólk kýs að starfa sjálfstætt á verktakasamningum, frekar en að ráða sig sem launþega. Árelía segir helsta gallann við giggið felast í því að fólk upplifir oft, sérstaklega í byrjun, meiri óvissu um tekjur. ,,Hins vegar sagði einn giggari í rannsókninni að „það að vera launþegi er fullkomið óöryggi.“ 2. september 2021 07:01 Starfsmenn framtíðarinnar: Vinna sjálfstætt og fjölgar hratt nú þegar „Þau störf sem við teljum að muni vera hvað mest áberandi í sjálfstæðum rekstri eru allar tegundir ráðgjafa og sérfræðinga. Sviðið getur spannað allt frá forriturum til listamanna og viðskiptafræðinga, lykillinn hér er sérhæfing,“ segir Lilja Hallbjörnsdóttir, sem ásamt dóttur sinni, Fanneyju Sigurðardóttur, mun standa fyrir vinnustofu í október fyrir sjálfstætt starfandi fólk. „Fjölgun sjálfstætt starfandi mun að endingu marka endalok skipuritsins. Þar sem þú ert með sérfræðinga sem koma inn og taka við stoðþjónustunni eða öðru sem hægt er að úthýsa,“ segir Fanney. 1. september 2021 07:00 Jafnræði heima fyrir en ekki vitlaust að setja sér reglur og mörk Við tölum oft um jafnvægi heimilis og vinnu, veltum fyrir okkur hvort vinnustaðir teljist fjölskylduvænir, hvort jafnræði ríki á milli kvenna og karla í uppeldis- og heimilisverkum og mikilvægi styttingu vinnuvikunnar. En hvað segja ungu foreldrarnir sjálfir sem stunda fulla vinnu, samhliða því að ala upp ung börn, byggja upp heimili, láta sig umhverfismálin varða og lifa á tímum samfélagsmiðla? 12. maí 2021 07:00 Alcoa sendir fólk utan í nám „Þó að stór hluti starfseminnar séu framleiðslustörf þá krefst starfsemin fjölbreyttra þekkingar og menntunar á fjölmörgum fagsviðum. Sum þeirra eru kennd í okkar háskólum hér á landi en önnur höfum við þurft að sækja erlendis, til dæmis til Noregs og Bretlands. Að auki þjálfum við okkar starfmenn reglulega innan fyrirtækisins,“ segir Ásgrímur Sigurðsson, framkvæmdastjóri viðhalds og áreiðanleika hjá Fjarðaráli. 6. maí 2021 07:00 „Fengum ítrekað að heyra að það væru bara engar konur“ „Í atvinnulífinu er síaukin eftirspurn eftir fólki með þekkingu á netkerfum, hýsingu og þessum rekstrarhluta tæknarinnar. Það hefur verið fjölgun á konum sem sækja nám í tölvunarfræði og hugbúnaðarverkfræði en nám í kerfisstjórn hefur setið svolítið eftir. Þess vegna vildum við athuga hvort einhverjar konur þarna úti hefðu kannski áhuga á þessu,“ segir Þóra Rut Jónsdóttir sérfræðingur í mannauðsmálum hjá Advania um það hvers vegna Advania, Íslandsbanki, NTV og Prómennt tóku höndum saman um að styrkja eina konu til náms í kerfisstjórnun. 10. febrúar 2021 07:00 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna Sjá meira
Í Atvinnulífinu í vetur verður rætt við fólk sem starfar og/eða hefur starfað í áhugaverðum, óhefðbundnum eða óvenjulegum störfum. Hér segir Fanny Ósk Mellbin frá starfi sínu sem regluvörður og gefur lesendum auk þess góð ráð um þau atriði sem hún telur fólk oft misskilja hvað helst þegar kemur að hlutabréfakaupum. Að vera regluvörður Fanny er þrítug og ein af tuttugu regluvörðum á Íslandi. Hún segist ekki hafa hugmynd um það hvort hún sé yngsti regluvörðurinn á landinu, en félög sem skráð eru í Kauphöll Íslands, þurfa að vera með starfandi regluvörð, sem heyrir þá undir stjórn. Upphaflega var Fanny ráðin til Skeljungs sem lögfræðingur og staðgengill regluvarðar. Það var árið 2019. Fyrr á þessu ári, tók hún síðan við sem regluvörður félagsins. „Ég get sagt eitt um sjálfan mig og það er að ég skorast ekki undan ábyrgð og áskorunum.Ég sá fljótt að starf regluvarðar væri eitthvað sem væri bæði spennandi og krefjandi og mun fjölbreyttara en „almennur leikmaður“ áttar sig á,“ segir Fanny og bætir við: „Allan þann tíma sem ég hef starfað hjá Skeljungi hef ég líka haft magnaðan yfirmann, hana Gróu Björg Baldvinsdóttur, sem hefur stutt mig í allri minni vegferð innan félagsins, en það er ómetanlegt.“ Fanny segir að áður en hún réði sig til Skeljungs hafði hún oft heyrt fólk tala um það í kringum sig að eflaust væri mjög krefjandi að vinna hjá félagi sem skráð væri á markað. „En ég hef alltaf getað nýtt mér það sem aðrir kannski veigra sér undan sem ákveðinn drifkraft.“ Ung kona og ólétt Oft er vísað til þess að heimur skráðra félaga á Íslandi sé nokkuð karllægur heimur. Lengst af hafa engar konur verið forstjórar skráðra félaga á Íslandi. Í dag er Birna Einarsdóttir forstjóri Íslandsbanka, eina konan sem stýrir félagi sem skráð er á markað. Fanny er hins vegar ung, í óhefðbundnu starfi og ólétt. Við spyrjum: Hvernig ert þú að upplifa tækifæri vinnumarkaðarins fyrir ungar konur á barneignaraldri? „Á mínum vinnustað hef ég verið umkringd góðum og flottum konum, skörungum á sínu sviði, og ég tel mig því heppna. Það að vera ólétt hefur ekki haft áhrif á þau tækifæri sem ég hef fengið, en ég veit að það er ekki sjálfgefið,“ segir Fanny. Hún telur tækifæri fyrir ungar konur mörg, ekki aðeins vegna þess að konur hafa verið að mennta sig í auknum mæli heldur einnig vegna þess að konur eru orðnar sýnilegri í dag og farnar að taka meira pláss. En þótt Ísland sé framarlega í jafnræðisbaráttunni, segir Fanny það eitt fyrir konur að fá tækifæri en annað hvernig viðmóti þær mæta. Ég held að konur eigi að vera óhræddar að nýta mýktina og þá eiginleika sem fylgir því að vera kona í starfi. Í karllægum heimi atvinnulífsins reyna konur oft að „fitta“ meira inn með því að setja sig í ákveðnar stellingar eða halda uppi ákveðnu viðhorfi, sem er svo ekki endilega þeirra,“ segir Fanny og bætir við: „Það er pláss fyrir okkur allar og líka alla strákana!“ Fanny segist trúa því að hún fái alltaf til sín þau tækifæri sem hún kallar eftir að fá. Þetta sé hæfileiki sem allir hafi en margir nýti ekki nægilega vel.Vísir/Vilhelm Skorar á aðra regluverði Fanny er þakklát fyrir það tækifæri sem hún hefur fengið. Ég held að lífið hafi leitt mig á þessa braut þar sem ég hef alltaf haft trú á því að ég fái þau tækifæri sem ég kalla til mín, ég trúi því að allir búi yfir þeim hæfileika, en hann sé eflaust vannýttur hjá mörgum,“ segir Fanny. Henni finnst þó vanta einhvern sameiginlegan vettvang fyrir þá tuttugu regluverði sem á Íslandi starfa. „Ég skora á starfandi regluverði, og mig þar með talda, að bæta úr því, bæði sem fræðilegan vettvang en jafnframt til að tengjast og sjá framan í hvort annað!“ Góðu ráðin Kaup og sala hlutabréfa hljómar ekki auðskilinn fyrir fjölda fólks. Við fengum því Fanny til að gefa okkur góð ráð og útskýringar með þau fimm atriði sem hún telur oft að fólk eigi einna helst erfiðast með að skilja, eða misskilur. Þessi fimm atriði eru: 1. Þú þarft ekki háskólagráðu í fjármálum til þess að byrja. Hefur þú áhuga og tök á því að leggja hluta af þínum sparnaði í fjárfestingar hef ég eitt ráð: treystu sjálfum þér og prófaðu! Margir færustu fjárfestarnir eru sjálflærðir. Þú þarft heldur ekki að „vera fjárfestir“ til þess að fjárfesta þínum peningum. Við höfum öll aðgengi að markaðnum, við getum öll verið fjárfestar, sama hver starfstitill okkar er. 2. Fjárfestu í þeim félögum sem þú hefur trú á og sem þú skilur. Ekki fylgja endilega straumnum þegar kemur að þínum fjárfestingarákvörðunum. Það er alltaf áhætta að fjárfesta í hlutabréfum, en þú lágmarkar mögulega áhættuna ef þú skilur starfsemi þess félags sem þú fjárfestir í. Held það sé líka hreinlega skemmtilegra að skilja og fylgjast með félaginu sem þú ert að fjárfesta í. 3. Lágmarksupphæð. Það er engin lágmarksupphæð þegar kemur að fjárfestingum í hlutabréfum. Það segir sig þó sjálft að ávöxtunin verður hærri, ef fjárfestingin er hærri. Þetta þýðir þó að þú getur byrjað með lægri fjárhæðir, sem þú mátt við að tapa, skyldi það fara svo. Ég ráðlegg þó ekki neinum að fjárfesta öllum sínum sparnaði, byrjaðu frekar smátt til þess að læra inn á markaðinn. 4. Þú þarft ekki að vera „ríkur“. Þetta tengist punkti 1 og 3. Það getur jafnvel verið góð leið að fjárfesta á smærri skala, en dreifa áhættunni með því að fjárfesta frekar í nokkrum ólíkum félögum og jafnvel sjóðum. 5. Fjárfesting í hlutabréfum er ekki það sama og fjárhættuspil. Ég ætla ekki að eigna mér þennan punkt, margir sem hafa skrifað um þetta. Það eru margar ástæður fyrir því að þetta tvennt er ólíkt, en grundvallarmunurinn að mínu mati er að með fjárfestingum í hlutabréfum eignast þú hlut í því félagi og getur jafnvel átt rétt á arðgreiðslum en áhættan er fullkomin í fjárhættuspilum. Þá bendir Fanny fólki á að skoða Fortuna Invest á Instragram. „Reikninginn reka þrjár ungar konur og er markmið þeirra tvennt: að veita aðgengilegar upplýsingar um fjárfestingar og að auka fjölbreytileikann í þátttöku á fjármálamarkaði.“
Starfsframi Vinnumarkaður Góðu ráðin Tengdar fréttir Giggstörfum fjölgar: Hafa frelsið til að velja sér lífstíl „Nú er svo komið að mestur vöxtur er í slíkum störfum og atvinnurekendur segjast oft ekki fá fólk í ákveðin störf nema tímabundið og þeir sem gigga velja sér lífsstíl út frá verkefnum sínum,“ segir Árelía Eydís Guðmundsdóttir dósent við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands um þá þróun að sífellt fleira fólk kýs að starfa sjálfstætt á verktakasamningum, frekar en að ráða sig sem launþega. Árelía segir helsta gallann við giggið felast í því að fólk upplifir oft, sérstaklega í byrjun, meiri óvissu um tekjur. ,,Hins vegar sagði einn giggari í rannsókninni að „það að vera launþegi er fullkomið óöryggi.“ 2. september 2021 07:01 Starfsmenn framtíðarinnar: Vinna sjálfstætt og fjölgar hratt nú þegar „Þau störf sem við teljum að muni vera hvað mest áberandi í sjálfstæðum rekstri eru allar tegundir ráðgjafa og sérfræðinga. Sviðið getur spannað allt frá forriturum til listamanna og viðskiptafræðinga, lykillinn hér er sérhæfing,“ segir Lilja Hallbjörnsdóttir, sem ásamt dóttur sinni, Fanneyju Sigurðardóttur, mun standa fyrir vinnustofu í október fyrir sjálfstætt starfandi fólk. „Fjölgun sjálfstætt starfandi mun að endingu marka endalok skipuritsins. Þar sem þú ert með sérfræðinga sem koma inn og taka við stoðþjónustunni eða öðru sem hægt er að úthýsa,“ segir Fanney. 1. september 2021 07:00 Jafnræði heima fyrir en ekki vitlaust að setja sér reglur og mörk Við tölum oft um jafnvægi heimilis og vinnu, veltum fyrir okkur hvort vinnustaðir teljist fjölskylduvænir, hvort jafnræði ríki á milli kvenna og karla í uppeldis- og heimilisverkum og mikilvægi styttingu vinnuvikunnar. En hvað segja ungu foreldrarnir sjálfir sem stunda fulla vinnu, samhliða því að ala upp ung börn, byggja upp heimili, láta sig umhverfismálin varða og lifa á tímum samfélagsmiðla? 12. maí 2021 07:00 Alcoa sendir fólk utan í nám „Þó að stór hluti starfseminnar séu framleiðslustörf þá krefst starfsemin fjölbreyttra þekkingar og menntunar á fjölmörgum fagsviðum. Sum þeirra eru kennd í okkar háskólum hér á landi en önnur höfum við þurft að sækja erlendis, til dæmis til Noregs og Bretlands. Að auki þjálfum við okkar starfmenn reglulega innan fyrirtækisins,“ segir Ásgrímur Sigurðsson, framkvæmdastjóri viðhalds og áreiðanleika hjá Fjarðaráli. 6. maí 2021 07:00 „Fengum ítrekað að heyra að það væru bara engar konur“ „Í atvinnulífinu er síaukin eftirspurn eftir fólki með þekkingu á netkerfum, hýsingu og þessum rekstrarhluta tæknarinnar. Það hefur verið fjölgun á konum sem sækja nám í tölvunarfræði og hugbúnaðarverkfræði en nám í kerfisstjórn hefur setið svolítið eftir. Þess vegna vildum við athuga hvort einhverjar konur þarna úti hefðu kannski áhuga á þessu,“ segir Þóra Rut Jónsdóttir sérfræðingur í mannauðsmálum hjá Advania um það hvers vegna Advania, Íslandsbanki, NTV og Prómennt tóku höndum saman um að styrkja eina konu til náms í kerfisstjórnun. 10. febrúar 2021 07:00 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna Sjá meira
Giggstörfum fjölgar: Hafa frelsið til að velja sér lífstíl „Nú er svo komið að mestur vöxtur er í slíkum störfum og atvinnurekendur segjast oft ekki fá fólk í ákveðin störf nema tímabundið og þeir sem gigga velja sér lífsstíl út frá verkefnum sínum,“ segir Árelía Eydís Guðmundsdóttir dósent við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands um þá þróun að sífellt fleira fólk kýs að starfa sjálfstætt á verktakasamningum, frekar en að ráða sig sem launþega. Árelía segir helsta gallann við giggið felast í því að fólk upplifir oft, sérstaklega í byrjun, meiri óvissu um tekjur. ,,Hins vegar sagði einn giggari í rannsókninni að „það að vera launþegi er fullkomið óöryggi.“ 2. september 2021 07:01
Starfsmenn framtíðarinnar: Vinna sjálfstætt og fjölgar hratt nú þegar „Þau störf sem við teljum að muni vera hvað mest áberandi í sjálfstæðum rekstri eru allar tegundir ráðgjafa og sérfræðinga. Sviðið getur spannað allt frá forriturum til listamanna og viðskiptafræðinga, lykillinn hér er sérhæfing,“ segir Lilja Hallbjörnsdóttir, sem ásamt dóttur sinni, Fanneyju Sigurðardóttur, mun standa fyrir vinnustofu í október fyrir sjálfstætt starfandi fólk. „Fjölgun sjálfstætt starfandi mun að endingu marka endalok skipuritsins. Þar sem þú ert með sérfræðinga sem koma inn og taka við stoðþjónustunni eða öðru sem hægt er að úthýsa,“ segir Fanney. 1. september 2021 07:00
Jafnræði heima fyrir en ekki vitlaust að setja sér reglur og mörk Við tölum oft um jafnvægi heimilis og vinnu, veltum fyrir okkur hvort vinnustaðir teljist fjölskylduvænir, hvort jafnræði ríki á milli kvenna og karla í uppeldis- og heimilisverkum og mikilvægi styttingu vinnuvikunnar. En hvað segja ungu foreldrarnir sjálfir sem stunda fulla vinnu, samhliða því að ala upp ung börn, byggja upp heimili, láta sig umhverfismálin varða og lifa á tímum samfélagsmiðla? 12. maí 2021 07:00
Alcoa sendir fólk utan í nám „Þó að stór hluti starfseminnar séu framleiðslustörf þá krefst starfsemin fjölbreyttra þekkingar og menntunar á fjölmörgum fagsviðum. Sum þeirra eru kennd í okkar háskólum hér á landi en önnur höfum við þurft að sækja erlendis, til dæmis til Noregs og Bretlands. Að auki þjálfum við okkar starfmenn reglulega innan fyrirtækisins,“ segir Ásgrímur Sigurðsson, framkvæmdastjóri viðhalds og áreiðanleika hjá Fjarðaráli. 6. maí 2021 07:00
„Fengum ítrekað að heyra að það væru bara engar konur“ „Í atvinnulífinu er síaukin eftirspurn eftir fólki með þekkingu á netkerfum, hýsingu og þessum rekstrarhluta tæknarinnar. Það hefur verið fjölgun á konum sem sækja nám í tölvunarfræði og hugbúnaðarverkfræði en nám í kerfisstjórn hefur setið svolítið eftir. Þess vegna vildum við athuga hvort einhverjar konur þarna úti hefðu kannski áhuga á þessu,“ segir Þóra Rut Jónsdóttir sérfræðingur í mannauðsmálum hjá Advania um það hvers vegna Advania, Íslandsbanki, NTV og Prómennt tóku höndum saman um að styrkja eina konu til náms í kerfisstjórnun. 10. febrúar 2021 07:00