Krefjast að kynferðisafbrotamálum verði ekki pakkað ofan í skúffu Birgir Olgeirsson og Eiður Þór Árnason skrifa 2. september 2021 18:29 Meðlimir Bleika fílsins söfnuðust saman í Laugardalnum. Vísir/Vilhelm Forvarnahópurinn Bleiki fíllinn og samtökin Öfgar efndu til samstöðufundar við Laugardalsvöll til stuðnings þolendum kynferðisofbeldis í dag. Forsvarsmenn hópanna sendu skýr skilaboð í aðdraganda landsleiks Íslands gegn því rúmenska um að nú yrði KSÍ að setja skýra stefnu í viðbrögðum við kynbundnu ofbeldi. Ekki væri nóg að stofna nefndir eða skapa ferla heldur væri aðgerða þörf. „Við viljum sýna samstöðu með þolendum og minna á að við ætlum að fylgjast með hvað gerist næst,“ segir Jóhanna Ýr Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Bleika fílsins. Jóhanna Ýr Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Bleika fílsins.Vísir/Egill Nú er formaður og stjórn stigin til hliðar og framkvæmdastjóri farinn í leyfi. Er þetta nóg? „Þetta er náttúrulega ekkert nóg. Það hlakkar ekkert í okkur, alls ekki, en það þarf að breyta til og það er skref í rétta átt að byrja með alveg hreinan skjöld. Mér fannst rosalega sterkt að sjá frétt um rafíþróttir og Overwatch-leikinn, það var ekkert flókið að honum var bara vísað út.“ Þar vísar Jóhanna til þess að íslenskur keppandi var nýverið settur í ævilangt bann af Rafíþróttasamtökum Íslands. Keppandinn hafði dreift nektarmyndum af öðrum keppanda sem voru teknar áður en sá varð lögráða. „Þetta þarf ekki að vera flókið. Það þarf bara að senda skýr skilaboð,“ bætir hún við. Hópurinn kallaði eftir breytingum.Vísir/Vilhelm „Við viljum bara skýra stefnu gegn kynferðisofbeldi innan KSÍ og hvernig þau ætla að framfylgja henni,“ segir Helga Benediktsdóttir, meðlimur í hópnum Öfgar. Klara Rakel Gretarsdóttir í Öfgum kallar sömuleiðis eftir skýru ferli varðandi það hvernig tekið er á slíkum tilkynningum. „Að því sé ekki pakkað niður í skúffu. Ef það koma upp brot að þau verði líka tilkynnt til lögreglu og það sé ekki bara lokað mál innan KSÍ. Þetta eru alvarleg mál og þeim ber að tilkynna þetta til lögreglu,“ segir Hulda Hrund Sigmundsdóttir, liðsmaður Öfga. Farið er fram á afsögn Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ.Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Fótbolti Laugardalsvöllur Kynferðisofbeldi Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Forsvarsmenn hópanna sendu skýr skilaboð í aðdraganda landsleiks Íslands gegn því rúmenska um að nú yrði KSÍ að setja skýra stefnu í viðbrögðum við kynbundnu ofbeldi. Ekki væri nóg að stofna nefndir eða skapa ferla heldur væri aðgerða þörf. „Við viljum sýna samstöðu með þolendum og minna á að við ætlum að fylgjast með hvað gerist næst,“ segir Jóhanna Ýr Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Bleika fílsins. Jóhanna Ýr Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Bleika fílsins.Vísir/Egill Nú er formaður og stjórn stigin til hliðar og framkvæmdastjóri farinn í leyfi. Er þetta nóg? „Þetta er náttúrulega ekkert nóg. Það hlakkar ekkert í okkur, alls ekki, en það þarf að breyta til og það er skref í rétta átt að byrja með alveg hreinan skjöld. Mér fannst rosalega sterkt að sjá frétt um rafíþróttir og Overwatch-leikinn, það var ekkert flókið að honum var bara vísað út.“ Þar vísar Jóhanna til þess að íslenskur keppandi var nýverið settur í ævilangt bann af Rafíþróttasamtökum Íslands. Keppandinn hafði dreift nektarmyndum af öðrum keppanda sem voru teknar áður en sá varð lögráða. „Þetta þarf ekki að vera flókið. Það þarf bara að senda skýr skilaboð,“ bætir hún við. Hópurinn kallaði eftir breytingum.Vísir/Vilhelm „Við viljum bara skýra stefnu gegn kynferðisofbeldi innan KSÍ og hvernig þau ætla að framfylgja henni,“ segir Helga Benediktsdóttir, meðlimur í hópnum Öfgar. Klara Rakel Gretarsdóttir í Öfgum kallar sömuleiðis eftir skýru ferli varðandi það hvernig tekið er á slíkum tilkynningum. „Að því sé ekki pakkað niður í skúffu. Ef það koma upp brot að þau verði líka tilkynnt til lögreglu og það sé ekki bara lokað mál innan KSÍ. Þetta eru alvarleg mál og þeim ber að tilkynna þetta til lögreglu,“ segir Hulda Hrund Sigmundsdóttir, liðsmaður Öfga. Farið er fram á afsögn Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ.Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm
KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Fótbolti Laugardalsvöllur Kynferðisofbeldi Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira