Óvíst hvað staðan í Kabúl þýðir fyrir flóttafólk frá Afganistan Vésteinn Örn Pétursson og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 28. ágúst 2021 16:31 Afganir bíða þess þarna að komast upp í rútu eftir að hafa lent á Washington Dulles-flugvelli í Virginíu í Bandaríkjunum. Tækifærum til þess að komast frá Afganistan fer nú fækkandi. AP/Jose Luis Magana Vonir milljóna manna í Afganistan um að komast úr landinu dvína hratt, nú þegar loftbrúin er að lokast og Talíbanar náð tökum á stærstum hluta flugvallarins. Stjórnvöld víða um heim segjast miður sín yfir að þurfa að skilja fólk eftir. Flestar þjóðir Atlantshafsbandalagsins hafa hætt eða stefna á að ljúka brottflutningi á næstu klukkustundum og bandarískt herlið verður allt farið úr landi á þriðjudag. Tvær afganskar konur sem stunduðu nám í Jafnréttisskólanum Gró á Íslandi eru nú komnar hingað til lands. Utanríkisráðuneytið veit af fjórum Afgönum til viðbótar sem fyrirhugað er að komi hingað til lands. „Það komu tvær fjölskyldur hingað til lands í gær. Alls sex manns,“ segir Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, í samtali við fréttastofu. Ekki hægt að fullyrða að vonin sé úti Sveinn segir ekki liggja fyrir hvaða þýðingu það hefur að loftbrúin sé að lokast og liðsaflinn á flugvellinum sé á leið burt. „Við höfum ráðið því fólki sem við höfum verið í sambandi við úti í Afganistan eindregið frá því að fara á flugvöllinn eða reyna að komast þangað. Aðstæður eru mjög hættulegar þannig að það ætti enginn að reyna það einu sinni. En hvað gerist í framhaldinu, þar ræður miklu framganga þeirra sem stjórna landinu en íslensk stjórnvöld eru ekki í aðstöðu til þess að fara út og ná í fólk.“ Íslensk stjórnvöld hafi alltaf reitt sig á samstarf við vinaþjóðir í þeim efnum, samstarf sem nú sé ekki til að dreifa. „Framhaldið verður bara að koma í ljós það er ekki hægt að segja nákvæmlega til um hvað gerist á næstu dögum og vikum.“ Hann segir þó ekki hægt að fullyrða að öll von sé úti fyrir það fólk sem á að koma hingað til lands frá Afganistan. „Ég held það sé ekki hægt að fullyrða neitt um það. Auðvitað er staðan mun flóknari núna þegar loftbrúin er ekki lengur til staðar. En við minnum líka á að samkvæmt viðmiðum flóttamannanefndar þá hafa íslensk stjórnvöld lýst því yfir að þau muni taka til dæmis á móti starfsfólki NATO í Afganistan og fjölskyldum þeirra. Sá hópur gæti orðið að minnsta kosti 20 manns. Hann mun að mestu vera kominn úr landi og allar líkur á að hann geti komið hingað til lands á næstunni,“ segir Sveinn. Afganistan Utanríkismál NATO Tengdar fréttir Tvær afganskar fjölskyldur komnar og fleiri á leiðinni Tvær afganskar konur sem stunduðu nám í Jafnréttisskólanum Gró á Íslandi eru komnar til landsins með fjölskyldum sínum. Utanríkisráðuneytið veit af fjórum Afgönum til viðbótar sem eru á leiðinni til landsins. 28. ágúst 2021 13:16 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Sjá meira
Flestar þjóðir Atlantshafsbandalagsins hafa hætt eða stefna á að ljúka brottflutningi á næstu klukkustundum og bandarískt herlið verður allt farið úr landi á þriðjudag. Tvær afganskar konur sem stunduðu nám í Jafnréttisskólanum Gró á Íslandi eru nú komnar hingað til lands. Utanríkisráðuneytið veit af fjórum Afgönum til viðbótar sem fyrirhugað er að komi hingað til lands. „Það komu tvær fjölskyldur hingað til lands í gær. Alls sex manns,“ segir Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, í samtali við fréttastofu. Ekki hægt að fullyrða að vonin sé úti Sveinn segir ekki liggja fyrir hvaða þýðingu það hefur að loftbrúin sé að lokast og liðsaflinn á flugvellinum sé á leið burt. „Við höfum ráðið því fólki sem við höfum verið í sambandi við úti í Afganistan eindregið frá því að fara á flugvöllinn eða reyna að komast þangað. Aðstæður eru mjög hættulegar þannig að það ætti enginn að reyna það einu sinni. En hvað gerist í framhaldinu, þar ræður miklu framganga þeirra sem stjórna landinu en íslensk stjórnvöld eru ekki í aðstöðu til þess að fara út og ná í fólk.“ Íslensk stjórnvöld hafi alltaf reitt sig á samstarf við vinaþjóðir í þeim efnum, samstarf sem nú sé ekki til að dreifa. „Framhaldið verður bara að koma í ljós það er ekki hægt að segja nákvæmlega til um hvað gerist á næstu dögum og vikum.“ Hann segir þó ekki hægt að fullyrða að öll von sé úti fyrir það fólk sem á að koma hingað til lands frá Afganistan. „Ég held það sé ekki hægt að fullyrða neitt um það. Auðvitað er staðan mun flóknari núna þegar loftbrúin er ekki lengur til staðar. En við minnum líka á að samkvæmt viðmiðum flóttamannanefndar þá hafa íslensk stjórnvöld lýst því yfir að þau muni taka til dæmis á móti starfsfólki NATO í Afganistan og fjölskyldum þeirra. Sá hópur gæti orðið að minnsta kosti 20 manns. Hann mun að mestu vera kominn úr landi og allar líkur á að hann geti komið hingað til lands á næstunni,“ segir Sveinn.
Afganistan Utanríkismál NATO Tengdar fréttir Tvær afganskar fjölskyldur komnar og fleiri á leiðinni Tvær afganskar konur sem stunduðu nám í Jafnréttisskólanum Gró á Íslandi eru komnar til landsins með fjölskyldum sínum. Utanríkisráðuneytið veit af fjórum Afgönum til viðbótar sem eru á leiðinni til landsins. 28. ágúst 2021 13:16 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Sjá meira
Tvær afganskar fjölskyldur komnar og fleiri á leiðinni Tvær afganskar konur sem stunduðu nám í Jafnréttisskólanum Gró á Íslandi eru komnar til landsins með fjölskyldum sínum. Utanríkisráðuneytið veit af fjórum Afgönum til viðbótar sem eru á leiðinni til landsins. 28. ágúst 2021 13:16