Afganistan

Fréttamynd

Full­trúar Talíbana á ráð­stefnu í Ósló

Ráðstefnan Afghanistan Future Though Forum hefur farið fram í Ósló síðustu daga þar sem fulltrúar Talíbana eru meðal gesta. Utanríkisráðherra Noregs segir að það séu ekki leiðtogar Talíbana sem sækja fundi heldur fulltrúar á þeirra vegum.

Erlent
Fréttamynd

Hundruð létust í flóðum

Hunduð létust í flóðum í Baghlan-héraði í norðurhluta Afganistan í dag og er óttast að tala látinna muni hækka.

Erlent
Fréttamynd

Tón­leika­höllin var nefnd sem mögu­legt skot­mark ISKP

Bandarískir embættismenn vöruðu rússneska kollega sína við því að tónleikahöllin í Crocus væri mögulegt skotmark vígamann Íslamska ríkisins í Khorasan, eða ISKP, rúmum tveimur vikum áður en fjórir menn myrtu þar minnst 144. Ráðamenn í Rússlandi hunsuðu viðvörunina og Vladimír Pútín, forseti, sagði nokkrum dögum fyrir árásina að Vesturlönd væru að reyna að kúga Rússland.

Erlent
Fréttamynd

Ögur­stund í máli Julian Assange

Hæstiréttur í Lundúnum tekur fyrir í dag og á morgun síðustu áfrýjun Julian Assange, eins stofnanda Wikileaks, um framsal til Bandaríkjanna. Þar á hann yfir höfði sér lífstíðarfangelsi verði hann fundinn sekur um brot á njósnalagalöggjöf landsins.

Erlent
Fréttamynd

Annar stór skjálfti í Afgan­istan

Annar stór jarðskjálfti reið yfir Afganistan í nótt aðeins nokkrum dögum eftir að tveir stórir skjálftar komu á sama svæði með þeim afleiðingum að rúmlega þúsund létu lífið.

Erlent
Fréttamynd

Minnst 180 farist og talið að fleiri muni finnast

Nærri 200 hafa farist í tveimur öflugum jarðskjálftum sem riðu yfir Afganistan í dag. Skjálftarnir mældust 6,3 að stærð og fylgdu minnst sjö kröftugir eftirskjálftar í kjölfarið. Þetta er í annað skiptið á innan við einu og hálfu ári sem öflugir jarðskjálftar skekja landið.

Erlent
Fréttamynd

Vísa 1,7 milljónum Afgana úr landi

Yfirvöld í Pakistan tilkynntu í gær að öllum ólöglegum flóttamönnum verði vísað úr landi strax í næsta mánuði. Þó Sarfraz Bugti, starfandi innanríkisráðherra Pakistans, segi að þessar aðgerðir beinist ekki gegn Afgönum er áætlað að þær muni leiða til þess að um 1,7 milljónir Afgana verði reknir úr landi.

Erlent
Fréttamynd

Utanríkisráðherrar Norðurlanda funduðu á Ísafirði

Utanríkisráðherrar Norðurlanda funduðu í Edinborgarhúsinu á Ísafirði í morgun. Innrás Rússa var til umræðu og ræddi Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra þá ákvörðun sína að leggja niður starfsemina í sendiráði Íslands í Moskvu sem tilkynnt var um í liðinni viku.

Innlent
Fréttamynd

Fyrr­verandi þing­kona myrt í Kabúl

Mursal Nabizada, 32 ára fyrrverandi þingkona, og lífvörður hennar voru skotin til bana á heimili Nabizada í Kabúl í gær. Bróðir Nabizada og annar lífvörður særðust í árásinni.

Erlent
Fréttamynd

Varaskeifan segir frá: Manndráp í Afganistan, kókaín og fjölskylduerjur

Eintök af nýrri sjálfsævisögu Harry Bretaprins sem nefnist „Spare“ eða „Varaskeifan“ hafa valdið miklum usla hjá þeim meðlimum bresku pressunnar sem hafa fengið að lesa bókina á undan almenningi. Í bókinni talar Harry um það þegar hann tapaði sveindómnum, notaði kókaín og drap 25 í Afganistan.

Erlent
Fréttamynd

Birgir fundaði með talí­bönum í Afgan­istan

Birgir Þórarinsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins er fyrsti erlendi stjórnmálamaðurinn til að heimsækja talíbana síðan þeir tóku völd í águst. Hann segir mikilvægt að alþjóðasamfélagið ræði við talíbana, annars muni það aðeins bitna á almenningi. Birgir hvatti ríkisstjórn talíbana til að virða mannréttindi.

Innlent
Fréttamynd

HM í Katar „gullgæs“ fyrir Talibana sem græddu milljarða

Hreyfing Talibana í Afganistan græddi andvirði milljarða króna á uppbyggingu Katara fyrir heimsmeistaramót karla í fótbolta sem nú stendur yfir í síðarnefnda ríkinu. Það gerðu þeir fyrir tilstuðlan greiðslna frá katarska ríkinu undir yfirskini friðaviðræðna. 

Fótbolti
Fréttamynd

Að minnsta kosti nítján látnir eftir árás á skóla í Kabúl

Að minnsta kosti nítján eru látnir og á þriðja tug slasaðir eftir að sjálfsmorðssprengjuárás var gerð á Kajj námsmiðstöðina í höfuðborg Afganistan í morgun. Nemendur voru í prófi þegar sprengingin varð en á svæðinu en enginn hefur tekið ábyrgð á árásinni enn sem komið er.

Erlent