Á leið í útrás en allt hófst þetta í háskólanum Rakel Sveinsdóttir skrifar 30. ágúst 2021 07:00 Starfsfólk Learncove, fv.: Hinrik Már Hreinsson, Gunnar Jónsson, Aðalheiður Hreinsdóttir, Sölvi Már Benediktsson og Sveinbjörn Ásgeirsson. Vísir/Vilhelm „Við fórum af stað sem ungt teymi með ýmislegt ólært. Okkur vantaði meiri breidd í hópinn og höfðum ekki nægilega mikla þekkingu í sölu- og markaðstengdum málum, þar af leiðandi lentum við í byrjunarörðugleikum við að koma vörunni á markað. Þá tók við erfitt tímabil þar sem við misstum gott fólk frá okkur,“ segir Aðalheiður Hreinsdóttir framkvæmdastjóri og einn stofnenda LearnCove. „Þessum tíma fylgdi þó mikill lærdómur og við erum reynslunni ríkari ásamt því að hafa bætt við okkur öflugum einstaklingum í sölu- og markaðshliðinni. Við erum virkilega ánægð með breidd hópsins í dag og hversu vel hann nær saman,“ segir Aðalheiður. LearnCove er eitt þeirra nýsköpunarfyrirtækja sem varð til áratuginn eftir bankahrun. Félagið var stofnað árið 2016 og er í meirihlutaeigu starfsfólks auk tveggja englafjárfesta. Covid hefur aukið eftirspurnina Í stuttu máli má segja að LearnCove aðstoði fólk við þjálfun og fræðslu. Þannig getur fyrirtæki í fisk- eða matvinnslu til dæmis nýtt LearnCove til að þjálfa starfsfólkið sitt í að nota nýjan vélbúnað, hugbúnaðarfyrirtæki getur þjálfað nýja notendur og sérfræðingar geta sérsniðið efni að þörfum sinna viðskiptavina. Grunnhugmyndin að LearnCove spratt upp í Háskólanum í Reykjavík. „Lokaverkefnishópur í HR fór af stað með grunnhugmyndina 2015 sem sneri að því að styðja við notkun á öppum í grunnskólum til að mæta betur persónumiðuðum þörfum nemenda. Miklar breytingar hafa þó átt sér stað frá þeim tímapunkti og hugbúnaðurinn hefur þróast yfir í að vera fjölhæft alþjóðlegt fræðslu- og þjálfunarkerfi,“ segir Aðalheiður. Heimsfaraldurinn hefur ýtt enn undir vaxtamöguleika LearnCove því á tímum Covid hafa framleiðendur á ýmsum sviðum leitað leiða til að geta boðið upp á þjónustuna sína bæði rafrænt og staðbundið. „Til dæmis er Kristrún Birgisdóttir og hennar teymi hjá Ásgarði í Skýjunum að nýta LearnCove undir fræðslunet fyrir íslenskt skólakerfi og þannig láta langþráðan draum um persónumiðun náms rætast,“ segir Aðalheiður og bætir við: „Annað dæmi er Fjarmedferð, hópur reyndra sjúkraþjálfara sem hefur þróað leið með LearnCove til að sjúkraþjálfarar víða í heiminum hafi aðgang að æfingaáætlunum sem þeir geta aðlagað að þörfum sinna skjólstæðinga.“ Þá segir Aðalheiður að viðskiptavinir séu nú þegar að nýta LearnCove til að markaðssetja þjónustu sína á erlendum mörkuðum. Þar nefnir hún sérstaklega Svíþjóð, Þýskaland og Katar. Aðalheiður er 31 árs og menntuð í tölvunarfræði og verkfræði. Á næstu vikum mun hún leiða af stað formlegt fjármögnunarferli LearnCove þar sem ætlunin er að fá fjárfesta til liðs við félagið til frekari vaxtar á erlendum mörkuðum.Vísir/Vilhelm Íslenskan ekki hindrun í LearnCove Aðalheiður segir mörg íslensk fyrirtæki standa frammi fyrir áskorunum þegar kemur að erlendri sókn vegna tungumálahindrana og menningarmuns. LearnCove einsetti sér það því snemma að leggja mikið upp úr víðtækum tungumálastuðningi og auðvelda þannig viðskiptavinum að aðlaga efnið sitt að ólíkum mörkuðum. Í dag er viðmót, efni og texti kerfisins því aðgengilegt með sjálfvirkri þýðingu á 107 tungumálum en eins segir Aðalheiður hægt að bjóða túlkum inn í kerfið til að fínpússa þýðingar. Þar að auki geta þjálfarar og notendur átt samskipti í netspjalli á sitt hvoru tungumálinu,“ segir Aðalheiður. Aðalheiður segir einnig mikilvægt að benda á hvernig nýsköpun eins og LearnCove nýtist til að sporna við loftlagsáhrifum. „Með aukinni rafvæðingu þjálfunar fækkar ferðalögum og sem dæmi leiðir réttari notkun vélbúnaðar einnig til lengri endingar tækjanna.“ Þakklát styrkjum Tækniþróunarsjóðs Aðalheiður segir styrki frá Tækniþróunarsjóði hafa hjálpað mikið til og gert LearnCove kleift að þróa þjónustuna eftir þörfum markaðarins. Fyrir vikið erum við með fræðslu- og þjálfunarhugbúnað sem er að skila góðum árangri og erum tilbúin að fara inn á erlenda markaði með íslenska nýsköpun.“ Á næstu vikum er ætlunin að fá fjárfesta til liðs við LearnCove til að styðja við frekari vöxt fyrirtækisins á erlendum mörkuðum. Sem Aðalheiður segir fullt tilefni til að stefna á. „Sérstaða LearnCove felst í því að hjálpa okkar viðskiptavinum að búa til fræðslunet byggt á þeirra sérþekkingu eða vörum. Hvert sem markmið þjálfunarinnar er þá geta viðskiptavinir okkar útbúið miðlæga verkfærakistu þar sem þeir geta púslað saman með einföldum hætti fjölbreyttum tegundum efnis, allt frá myndböndum til verkefna í sýndarveruleika. Efninu er síðan hægt að raða saman með einföldum hætti eins og lagalista á Spotify og nýta einingarnar í netnámskeið, staðkennslu, hópavinnu eða með persónumiðun.“ Aðalheiður segir LearnCove finna fyrir miklum áhuga og þörfin aukist víða hjá fyrirtækjum með vél- eða hugbúnað sem kallar á sérstaka þjálfun. Þá sé það styrkleiki fyrir fyrirtæki sem ætlar í útrás að viðskiptavinir LearnCove koma úr mörgum mismunandi geirum. Brenna fyrir tæknilausnum Aðalheiður segir teymi Learncove eiga það sameiginlegt að öll brenni þau fyrir tæknilausnum. Mynd fv.: Aðalheiður, Hinrik, Gunnar, Sveinbjörn og Sölvi.Vísir/Vilhelm Aðalheiður segist afar stolt af því fimm manna teymi sem nú starfar hjá LearnCove. Öll eigi þau það sameiginlegt að brenna fyrir tæknilausnum. Sjálf er hún menntuð í tölvunar- og verkfræði en hún, ásamt Hinriki Má Hreinssyni og Sölva Má Benediktssyni hafa verið viðloðandi LearnCove nánast frá upphafi. Hinrik og Sölvi eru báðir menntaðir hugbúnaðarsérfræðingar en með sérþekkingu á sitt hvoru sviðinu. Hinrik í gervigreind og leitarvélabestun en Sölvi á sviði gagnagrunna og arkitektúr kerfa. Tveir starfsmenn starfa hjá LearnCove til viðbótar. Það eru þeir Sveinbjörn Ásgeirsson verkefnastjóri en hann hefur meira en áratuga reynslu á sviði Scrum og Agile verkefnastjórnunar hjá fyrirtækjum sem eru með erlenda starfsemi. Þá starfar hjá LearnCove Gunnar Jónsson, markaðs- og sölustjóri en á því sviði hefur Gunnar starfað í um aldarfjórðung. „Það er mjög gefandi fyrir okkur sem teymi að vita að sú mikla vinna sem við höfum lagt í LearnCove sé að hjálpa til við að styðja betur við persónumiðaðar þarfir nemanda í skólakerfinu, hjálpa fólki sem er undir handleiðslu sjúkraþjálfara að ná skjótari bata og hjálpa sérfræðingum og framleiðslufyrirtækjum að breiða út sína sérþekkingu og nýsköpun.“ Nýsköpun Tækni Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Háskólar Tengdar fréttir „Einn takki til að sjá rétt laun” „Það er hrein snilld að geta skráð vinnustundir í ókeypis appi og geta séð raunstöðu launa sína hvenær sem er á virku launatímabili með einum smelli,“ segir Baldvin Baldvinsson framkvæmdastjóri UX Design um nýja útgáfu af Curio App og reiknivél launa á netinu sem tekur mið af þeim kjarasamningum sem í gildi eru. 7. júní 2021 07:00 Nánast með doktorspróf í þrautseigju og þolinmæði „Zeto er í raun fjölskyldufyrirtæki, stofnað af mér, móður minni, Fjólu Sigurðardóttur og móðurbróður, Steindóri Rúniberg Haraldssyni árið 2016. Það er Steindór sem hefur þróað þaraþykknið sem við notum í vörurnar okkar,“ segir Eydís Mary Jónsdóttir, einn stofnandi Zeto. Fyrirtækið er þessa dagana að kynna nýtt vatnslaust sjampó. 31. maí 2021 07:00 Arkitektarnir sem selja íslenska ull um allan heim „Ég fór til föðurömmu minnar, Katrínar Gunnarsdóttur, á hverjum laugardegi í mörg ár frá því að ég var um það bil níu ára. Þá gekk ég frá Álfheimum í Efstastundið til hennar, sat hjá henni í litla eldhúsinu hennar og við prjónuðum saman með útvarps-gufuna í bakgrunninu. Amma eldaði saltfisk með hamsatólg í hádeginu, brauðsúpu með rúsínum eða rabbabaragraut í eftirmat og bakaði svo vöfflur klukkan þrjú,“ segir Kristín Brynja Gunnarsdóttir arkitekt og annar eigandi fyrirtækisins Einrúm um aðdragandann að því að Einrúmbandið varð til. 3. maí 2021 07:01 „Í dag getur nánast hver sem er gefið út bankaþjónustu“ „Í dag getur nánast hver sem er gefið út bankaþjónustu. Í stað þess að eyða tveimur til þremur árum í að smíða hana frá grunni má leigja tækniinnviði og þjónustur. Hægt er að fá aðgengi að þjónustum sem áður voru eingöngu á hendi banka,“ segir Gunnar Helgi Gunnsteinsson, einn stofnenda fjártæknifyrirtækisins Memento. 19. apríl 2021 07:00 610 greiðandi viðskiptavinir erlendis frá en þrír á Íslandi „Í dag erum við með um 610 greiðandi viðskiptavini í sex heimsálfum. Þar af eru þrír á Íslandi. Einnig erum við með tugi þúsunda notenda á „freemium" eða fríplaninu okkar, og þar af eru einhverjir tugir eða hundruði á Íslandi,“ segir Jóhann Tómas Sigurðsson framkvæmdastjóri CrankWheel. Til samanburðar má nefna að fyrir fimm árum síðan voru greiðandi viðskiptavinir CrankWheel sextán talsins, þar af fimmtán á Íslandi en einn erlendis. 29. mars 2021 07:01 Mest lesið Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Eitraður starfsmaður og góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Sjá meira
LearnCove er eitt þeirra nýsköpunarfyrirtækja sem varð til áratuginn eftir bankahrun. Félagið var stofnað árið 2016 og er í meirihlutaeigu starfsfólks auk tveggja englafjárfesta. Covid hefur aukið eftirspurnina Í stuttu máli má segja að LearnCove aðstoði fólk við þjálfun og fræðslu. Þannig getur fyrirtæki í fisk- eða matvinnslu til dæmis nýtt LearnCove til að þjálfa starfsfólkið sitt í að nota nýjan vélbúnað, hugbúnaðarfyrirtæki getur þjálfað nýja notendur og sérfræðingar geta sérsniðið efni að þörfum sinna viðskiptavina. Grunnhugmyndin að LearnCove spratt upp í Háskólanum í Reykjavík. „Lokaverkefnishópur í HR fór af stað með grunnhugmyndina 2015 sem sneri að því að styðja við notkun á öppum í grunnskólum til að mæta betur persónumiðuðum þörfum nemenda. Miklar breytingar hafa þó átt sér stað frá þeim tímapunkti og hugbúnaðurinn hefur þróast yfir í að vera fjölhæft alþjóðlegt fræðslu- og þjálfunarkerfi,“ segir Aðalheiður. Heimsfaraldurinn hefur ýtt enn undir vaxtamöguleika LearnCove því á tímum Covid hafa framleiðendur á ýmsum sviðum leitað leiða til að geta boðið upp á þjónustuna sína bæði rafrænt og staðbundið. „Til dæmis er Kristrún Birgisdóttir og hennar teymi hjá Ásgarði í Skýjunum að nýta LearnCove undir fræðslunet fyrir íslenskt skólakerfi og þannig láta langþráðan draum um persónumiðun náms rætast,“ segir Aðalheiður og bætir við: „Annað dæmi er Fjarmedferð, hópur reyndra sjúkraþjálfara sem hefur þróað leið með LearnCove til að sjúkraþjálfarar víða í heiminum hafi aðgang að æfingaáætlunum sem þeir geta aðlagað að þörfum sinna skjólstæðinga.“ Þá segir Aðalheiður að viðskiptavinir séu nú þegar að nýta LearnCove til að markaðssetja þjónustu sína á erlendum mörkuðum. Þar nefnir hún sérstaklega Svíþjóð, Þýskaland og Katar. Aðalheiður er 31 árs og menntuð í tölvunarfræði og verkfræði. Á næstu vikum mun hún leiða af stað formlegt fjármögnunarferli LearnCove þar sem ætlunin er að fá fjárfesta til liðs við félagið til frekari vaxtar á erlendum mörkuðum.Vísir/Vilhelm Íslenskan ekki hindrun í LearnCove Aðalheiður segir mörg íslensk fyrirtæki standa frammi fyrir áskorunum þegar kemur að erlendri sókn vegna tungumálahindrana og menningarmuns. LearnCove einsetti sér það því snemma að leggja mikið upp úr víðtækum tungumálastuðningi og auðvelda þannig viðskiptavinum að aðlaga efnið sitt að ólíkum mörkuðum. Í dag er viðmót, efni og texti kerfisins því aðgengilegt með sjálfvirkri þýðingu á 107 tungumálum en eins segir Aðalheiður hægt að bjóða túlkum inn í kerfið til að fínpússa þýðingar. Þar að auki geta þjálfarar og notendur átt samskipti í netspjalli á sitt hvoru tungumálinu,“ segir Aðalheiður. Aðalheiður segir einnig mikilvægt að benda á hvernig nýsköpun eins og LearnCove nýtist til að sporna við loftlagsáhrifum. „Með aukinni rafvæðingu þjálfunar fækkar ferðalögum og sem dæmi leiðir réttari notkun vélbúnaðar einnig til lengri endingar tækjanna.“ Þakklát styrkjum Tækniþróunarsjóðs Aðalheiður segir styrki frá Tækniþróunarsjóði hafa hjálpað mikið til og gert LearnCove kleift að þróa þjónustuna eftir þörfum markaðarins. Fyrir vikið erum við með fræðslu- og þjálfunarhugbúnað sem er að skila góðum árangri og erum tilbúin að fara inn á erlenda markaði með íslenska nýsköpun.“ Á næstu vikum er ætlunin að fá fjárfesta til liðs við LearnCove til að styðja við frekari vöxt fyrirtækisins á erlendum mörkuðum. Sem Aðalheiður segir fullt tilefni til að stefna á. „Sérstaða LearnCove felst í því að hjálpa okkar viðskiptavinum að búa til fræðslunet byggt á þeirra sérþekkingu eða vörum. Hvert sem markmið þjálfunarinnar er þá geta viðskiptavinir okkar útbúið miðlæga verkfærakistu þar sem þeir geta púslað saman með einföldum hætti fjölbreyttum tegundum efnis, allt frá myndböndum til verkefna í sýndarveruleika. Efninu er síðan hægt að raða saman með einföldum hætti eins og lagalista á Spotify og nýta einingarnar í netnámskeið, staðkennslu, hópavinnu eða með persónumiðun.“ Aðalheiður segir LearnCove finna fyrir miklum áhuga og þörfin aukist víða hjá fyrirtækjum með vél- eða hugbúnað sem kallar á sérstaka þjálfun. Þá sé það styrkleiki fyrir fyrirtæki sem ætlar í útrás að viðskiptavinir LearnCove koma úr mörgum mismunandi geirum. Brenna fyrir tæknilausnum Aðalheiður segir teymi Learncove eiga það sameiginlegt að öll brenni þau fyrir tæknilausnum. Mynd fv.: Aðalheiður, Hinrik, Gunnar, Sveinbjörn og Sölvi.Vísir/Vilhelm Aðalheiður segist afar stolt af því fimm manna teymi sem nú starfar hjá LearnCove. Öll eigi þau það sameiginlegt að brenna fyrir tæknilausnum. Sjálf er hún menntuð í tölvunar- og verkfræði en hún, ásamt Hinriki Má Hreinssyni og Sölva Má Benediktssyni hafa verið viðloðandi LearnCove nánast frá upphafi. Hinrik og Sölvi eru báðir menntaðir hugbúnaðarsérfræðingar en með sérþekkingu á sitt hvoru sviðinu. Hinrik í gervigreind og leitarvélabestun en Sölvi á sviði gagnagrunna og arkitektúr kerfa. Tveir starfsmenn starfa hjá LearnCove til viðbótar. Það eru þeir Sveinbjörn Ásgeirsson verkefnastjóri en hann hefur meira en áratuga reynslu á sviði Scrum og Agile verkefnastjórnunar hjá fyrirtækjum sem eru með erlenda starfsemi. Þá starfar hjá LearnCove Gunnar Jónsson, markaðs- og sölustjóri en á því sviði hefur Gunnar starfað í um aldarfjórðung. „Það er mjög gefandi fyrir okkur sem teymi að vita að sú mikla vinna sem við höfum lagt í LearnCove sé að hjálpa til við að styðja betur við persónumiðaðar þarfir nemanda í skólakerfinu, hjálpa fólki sem er undir handleiðslu sjúkraþjálfara að ná skjótari bata og hjálpa sérfræðingum og framleiðslufyrirtækjum að breiða út sína sérþekkingu og nýsköpun.“
Nýsköpun Tækni Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Háskólar Tengdar fréttir „Einn takki til að sjá rétt laun” „Það er hrein snilld að geta skráð vinnustundir í ókeypis appi og geta séð raunstöðu launa sína hvenær sem er á virku launatímabili með einum smelli,“ segir Baldvin Baldvinsson framkvæmdastjóri UX Design um nýja útgáfu af Curio App og reiknivél launa á netinu sem tekur mið af þeim kjarasamningum sem í gildi eru. 7. júní 2021 07:00 Nánast með doktorspróf í þrautseigju og þolinmæði „Zeto er í raun fjölskyldufyrirtæki, stofnað af mér, móður minni, Fjólu Sigurðardóttur og móðurbróður, Steindóri Rúniberg Haraldssyni árið 2016. Það er Steindór sem hefur þróað þaraþykknið sem við notum í vörurnar okkar,“ segir Eydís Mary Jónsdóttir, einn stofnandi Zeto. Fyrirtækið er þessa dagana að kynna nýtt vatnslaust sjampó. 31. maí 2021 07:00 Arkitektarnir sem selja íslenska ull um allan heim „Ég fór til föðurömmu minnar, Katrínar Gunnarsdóttur, á hverjum laugardegi í mörg ár frá því að ég var um það bil níu ára. Þá gekk ég frá Álfheimum í Efstastundið til hennar, sat hjá henni í litla eldhúsinu hennar og við prjónuðum saman með útvarps-gufuna í bakgrunninu. Amma eldaði saltfisk með hamsatólg í hádeginu, brauðsúpu með rúsínum eða rabbabaragraut í eftirmat og bakaði svo vöfflur klukkan þrjú,“ segir Kristín Brynja Gunnarsdóttir arkitekt og annar eigandi fyrirtækisins Einrúm um aðdragandann að því að Einrúmbandið varð til. 3. maí 2021 07:01 „Í dag getur nánast hver sem er gefið út bankaþjónustu“ „Í dag getur nánast hver sem er gefið út bankaþjónustu. Í stað þess að eyða tveimur til þremur árum í að smíða hana frá grunni má leigja tækniinnviði og þjónustur. Hægt er að fá aðgengi að þjónustum sem áður voru eingöngu á hendi banka,“ segir Gunnar Helgi Gunnsteinsson, einn stofnenda fjártæknifyrirtækisins Memento. 19. apríl 2021 07:00 610 greiðandi viðskiptavinir erlendis frá en þrír á Íslandi „Í dag erum við með um 610 greiðandi viðskiptavini í sex heimsálfum. Þar af eru þrír á Íslandi. Einnig erum við með tugi þúsunda notenda á „freemium" eða fríplaninu okkar, og þar af eru einhverjir tugir eða hundruði á Íslandi,“ segir Jóhann Tómas Sigurðsson framkvæmdastjóri CrankWheel. Til samanburðar má nefna að fyrir fimm árum síðan voru greiðandi viðskiptavinir CrankWheel sextán talsins, þar af fimmtán á Íslandi en einn erlendis. 29. mars 2021 07:01 Mest lesið Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Eitraður starfsmaður og góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Sjá meira
„Einn takki til að sjá rétt laun” „Það er hrein snilld að geta skráð vinnustundir í ókeypis appi og geta séð raunstöðu launa sína hvenær sem er á virku launatímabili með einum smelli,“ segir Baldvin Baldvinsson framkvæmdastjóri UX Design um nýja útgáfu af Curio App og reiknivél launa á netinu sem tekur mið af þeim kjarasamningum sem í gildi eru. 7. júní 2021 07:00
Nánast með doktorspróf í þrautseigju og þolinmæði „Zeto er í raun fjölskyldufyrirtæki, stofnað af mér, móður minni, Fjólu Sigurðardóttur og móðurbróður, Steindóri Rúniberg Haraldssyni árið 2016. Það er Steindór sem hefur þróað þaraþykknið sem við notum í vörurnar okkar,“ segir Eydís Mary Jónsdóttir, einn stofnandi Zeto. Fyrirtækið er þessa dagana að kynna nýtt vatnslaust sjampó. 31. maí 2021 07:00
Arkitektarnir sem selja íslenska ull um allan heim „Ég fór til föðurömmu minnar, Katrínar Gunnarsdóttur, á hverjum laugardegi í mörg ár frá því að ég var um það bil níu ára. Þá gekk ég frá Álfheimum í Efstastundið til hennar, sat hjá henni í litla eldhúsinu hennar og við prjónuðum saman með útvarps-gufuna í bakgrunninu. Amma eldaði saltfisk með hamsatólg í hádeginu, brauðsúpu með rúsínum eða rabbabaragraut í eftirmat og bakaði svo vöfflur klukkan þrjú,“ segir Kristín Brynja Gunnarsdóttir arkitekt og annar eigandi fyrirtækisins Einrúm um aðdragandann að því að Einrúmbandið varð til. 3. maí 2021 07:01
„Í dag getur nánast hver sem er gefið út bankaþjónustu“ „Í dag getur nánast hver sem er gefið út bankaþjónustu. Í stað þess að eyða tveimur til þremur árum í að smíða hana frá grunni má leigja tækniinnviði og þjónustur. Hægt er að fá aðgengi að þjónustum sem áður voru eingöngu á hendi banka,“ segir Gunnar Helgi Gunnsteinsson, einn stofnenda fjártæknifyrirtækisins Memento. 19. apríl 2021 07:00
610 greiðandi viðskiptavinir erlendis frá en þrír á Íslandi „Í dag erum við með um 610 greiðandi viðskiptavini í sex heimsálfum. Þar af eru þrír á Íslandi. Einnig erum við með tugi þúsunda notenda á „freemium" eða fríplaninu okkar, og þar af eru einhverjir tugir eða hundruði á Íslandi,“ segir Jóhann Tómas Sigurðsson framkvæmdastjóri CrankWheel. Til samanburðar má nefna að fyrir fimm árum síðan voru greiðandi viðskiptavinir CrankWheel sextán talsins, þar af fimmtán á Íslandi en einn erlendis. 29. mars 2021 07:01