Lífið

Þáttastjórnendur Reykjavík síðdegis gátu ekki hætt að hlæja

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Það getur ýmislegt gerst í beinni útsendingu í útvarpi. 
Það getur ýmislegt gerst í beinni útsendingu í útvarpi.  Getty/ Chris Jackson

Í Brennslunni á FM957 barst umræðan að broddgöltum og að því tilefni rifjaði Rikki upp óborganlegt atvik sem átti sér stað í beinni útsendingu á Bylgjunni fyrir nokkrum árum.

Kristófer Helgason og Ásgeir Páll Ágústsson, sem voru þá saman þáttastjórnendur Reykjavík síðdegis, hlógu svo mikið að þeir áttu í mestu vandræðum með að halda áfram með þáttinn sinn. Ástæðan var fréttamoli frá Serbíu um mann sem leitaði á sjúkrahús eftir að hafa samræði við broddgölt. 

Hljóðbrot úr þættinum má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×