Fótbolti

Ólympíu­hetja í markið hjá PSG

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Stephanie Labbé spilaði sinn þátt í sigri Kanada á Ólympíuleikunum.
Stephanie Labbé spilaði sinn þátt í sigri Kanada á Ólympíuleikunum. Ayman Aref/Getty Images

Frakklandsmeistarar París Saint-Germain hafa sótt Stephanie Labbé í markið. Hún kemur frá sænska liðinu Rosengård en hún gekk í raðir þess fyrr á þessu ári. Skrifaði hún undir eins árs samning í París.

Hin 34 ára gamla Labbé er einkar reynslumikil. Hún hefur spilað sem atvinnumaður í Bandaríkjunum og Svíþjóð frá árinu 2006 ásamt því að leika 84 leiki fyrir kanadíska landsliðið.

Hún stóð milli stanganna er Kanada varð Ólympíumeistari eftir vítaspyrnukeppni gegn Svíþjóð fyrr í sumar. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli og þar sem ekkert var skorað í framlengingunni þurfti að útkljá leikinn á vítapunktinum. Labbé varði tvær spyrnur og sá til þess að Kanada vann gullið.

París Saint-Germain mætir Montpellier á útivelli á morgun í fyrstu umferð frönsku úrvalsdeildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×