Rannsókn að ljúka í fimm kannabismálum: Málin tengjast Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 26. ágúst 2021 15:00 Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á fimm málum sem tengjast skipulagðri kannabisframleiðslu, lýkur á næstu tveimur vikum. Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á fimm málum sem tengjast skipulagðri kannabisframleiðslu, lýkur á næstu tveimur vikum. Fimm hafa réttarstöðu sakbornings. Málin tengjast öll með einum eða öðrum hætti að sögn yfirlögregluþjóns. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur í sumar upprætt fimm stórar ræktanir af kannabisplöntunni í íbúðar-og iðnaðarhúsnæði. Alls fundust um 800 plöntur og götuvirði þeirra, þ.e. af tilbúnu efni er metið á um níutíu milljónir króna. Þá var lagt hald á búnað og tæki. Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir rannsókn málanna á lokastigum. „Við erum að klára þessi mál og sendum þau til ákærusviðsins á næstu tveimur vikum. Í þessum málum hafa fimm aðilar réttarstöðu sakbornings en þau með þeim stærri sem við höfum fengist við um nokkurt skeið,“ segir Margeir. Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir rannsókn málanna á lokastigum.Vísir/Egill Hann segir að málin fimm tengist með einum eða öðrum hætti. „Almennt eru þessi mál þannig að einhverjir einstaklingar taka sig saman og hefja framleiðslu á kannabis. Svo byrjar einhver úr upphaflega hópnum á nýrri framleiðslu í samstarfi við nýja aðila. Þá er ekkert víst að upphaflegi hópurinn viti af nýja hópnum eða öfugt. Þannig að þetta tengist allt saman með beinum eða óbeinum hætti,“ segir Margeir. Aðspurður hvort einhver einn höfuðpaur sé í málunum fimm svarar Margeir á almennum nótum. „Stundum er einn höfuðpaur og stundum ekki. Oftast er það þó þannig að einn aðili stjórnar starfseminni,“ segir Margeir. Aðspurður hvort lögreglan nái að anna öllum þeim fjölda mála sem berast til hennar, svarar Margeir: „ Miðað við þær upplýsingar um brotastarfsemi sem við höfum og þau mál sem við þurfum að sinna þá vantar okkur meiri mannskap. Meðan hann er ekki nægur þurfum við að forgangsraða og það er staðan hjá okkur í dag.“ Fíkniefnabrot Lögreglumál Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur í sumar upprætt fimm stórar ræktanir af kannabisplöntunni í íbúðar-og iðnaðarhúsnæði. Alls fundust um 800 plöntur og götuvirði þeirra, þ.e. af tilbúnu efni er metið á um níutíu milljónir króna. Þá var lagt hald á búnað og tæki. Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir rannsókn málanna á lokastigum. „Við erum að klára þessi mál og sendum þau til ákærusviðsins á næstu tveimur vikum. Í þessum málum hafa fimm aðilar réttarstöðu sakbornings en þau með þeim stærri sem við höfum fengist við um nokkurt skeið,“ segir Margeir. Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir rannsókn málanna á lokastigum.Vísir/Egill Hann segir að málin fimm tengist með einum eða öðrum hætti. „Almennt eru þessi mál þannig að einhverjir einstaklingar taka sig saman og hefja framleiðslu á kannabis. Svo byrjar einhver úr upphaflega hópnum á nýrri framleiðslu í samstarfi við nýja aðila. Þá er ekkert víst að upphaflegi hópurinn viti af nýja hópnum eða öfugt. Þannig að þetta tengist allt saman með beinum eða óbeinum hætti,“ segir Margeir. Aðspurður hvort einhver einn höfuðpaur sé í málunum fimm svarar Margeir á almennum nótum. „Stundum er einn höfuðpaur og stundum ekki. Oftast er það þó þannig að einn aðili stjórnar starfseminni,“ segir Margeir. Aðspurður hvort lögreglan nái að anna öllum þeim fjölda mála sem berast til hennar, svarar Margeir: „ Miðað við þær upplýsingar um brotastarfsemi sem við höfum og þau mál sem við þurfum að sinna þá vantar okkur meiri mannskap. Meðan hann er ekki nægur þurfum við að forgangsraða og það er staðan hjá okkur í dag.“
Fíkniefnabrot Lögreglumál Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira