Erlent

Facebook lokar áróðurssíðum gegn vestrænum bóluefnum

Heimir Már Pétursson skrifar
Facebook hefur lokað fjölda áróðursaðganga.
Facebook hefur lokað fjölda áróðursaðganga. Getty/Rafael Henrique

Stjórnendur Facebook segja að hundruð reikinga eða notenda með tengsl við Rússlandi hafi verið fjarlægðir vegna herferðar þeirra gegn tilteknum bóluefnum og falsfrétta um þau.

Spjótunum hafi sérstaklega verið beint gegn bóluefnum Pfizer og AstraZeneca á Indlandi, í Suður-Ameríku og Bandaríkjunum. 

BBC fréttastofan segir Rússa hafi reynt að fá áhrifavalda á sitt band til að dreifa falsfréttum sem græfu undan tiltrú almennings í þessum löndum á tilteknum bóluefnum gegn Covid-19. 

Slóðin hafi verið rakin til markaðsfyrirtækisins Fazze, sem tengist rússneska fyrirtækinu AdNow. 

Rannsóknarblaðamenn BBC komust að því í maímánuði að Fazze hefði boðið áhrifavöldum greiðslur fyrir að dreifa falsfréttum um að Pfizer bóluefnið fæli í sér mikla áhættu. 

Facebook segir það hafa verið hluta af annarri bylgju tilrauna til að grafa undan tiltrú á vestrænum bóluefnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×