Fótbolti

Steven Gerrard og lærisveinar hans töpuðu í fyrsta skipti í 17 mánuði

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Gerrard og lærisveinar hans höfðu spilað 40 leiki án taps fyrir daginn í dag.
Gerrard og lærisveinar hans höfðu spilað 40 leiki án taps fyrir daginn í dag. Rob Casey/Getty

Steven Gerrard og lærisveinar hans í Rangers þurftu að sætta sig við 1-0 tap þegar þeir heimsóttu Dundee United í skosku úrvalsdeildinni í dag. Þetta var fyrsta tap Rangers í deildinni síðan í byrjun mars á seinasta ári.

Jamie Robson kom heimamönnum yfir eftir rúmlega klukkutíma leik. Það reyndist vera eina mark leiksins og það voru því Dundee Unites sem fögnuðu 1-0 sigri.

Steven Gerrard og lærisveinar hans í Rangers höfðu spilað 40 leiki í skosku úrvalsdeildinni án taps. Þeir áttu þó enn langt í land til að bæta met Celtic frá árunum 1915-1917, þar sem að liðið spilaði 62 leiki í efstu deild án taps.

Rangers hafa nú tapað tveim leikjum í röð, en fyrr í vikunni töpuðu þeir 2-1 gegn Malmö í fyrri viðuregin liðanna í forkeppni Meistaradeildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×