Sport

Vann verð­laun á ÓL í Tókýó og ­hringur beið hennar þegar hún lenti heima

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jennifer Abel og Melissa Citrini Beaulieu með silfurverðlaunin sem þær unnu saman á Ólympíuleikunum í Tókýó.
Jennifer Abel og Melissa Citrini Beaulieu með silfurverðlaunin sem þær unnu saman á Ólympíuleikunum í Tókýó. AP/Dmitri Lovetsky

Þetta eru heldur betur minnisstæðir dagar fyrir kanadísku dýfingakonunni Jennifer Abel sem vann silfur á Ólympíuleikunum í Tókýó á dögunum.

Jennifer Abel varð önnur í parakeppni á leikunum í keppni af þriggja metra palli en verðlaunin vann hún með löndu sinni Mélissu Citrini-Beaulieu. Kínverjarnir Shi Tingmao og Wang Han unnu gullið.

Abel, sem er orðin 29 ára gömul, vann brons í sömu grein á Ólympíuleikunum í London 2012, þá með Emilie Heymans sem var tíu árum eldri en hún.

Abel flaug aftur heim í gær og fékk heldur betur óvæntar og skemmtilegar móttökur á flugvellinum.

Kærasti hennar, fyrrum hnefaleikameistarinn David Lemieux, beið ekkert boðanna heldur tók á móti henni á flugvellinum, fór niður á hné, rétti fram demantshring og bað hana að giftast sér. „Ég sagði já við sálufélaga minn,“ skrifaði Jennifer Abel á Instagram síðu sinni.

Þar má einnig sjá myndbandið af því þegar Lemieux bað hennar svona óvart.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×