Innlent

Gylfi Þór sá sem var hand­tekinn

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa
Gylfi Þór Sigurðsson var handtekinn á föstudaginn grunaður um kynferðisbrot gegn barni.
Gylfi Þór Sigurðsson var handtekinn á föstudaginn grunaður um kynferðisbrot gegn barni. Vísir/Vilhelm

Gylfi Þór Sigurðsson landsliðsmaður í knattspyrnu er sá leikmaður hjá enska knattspyrnuliðinu Everton sem lögregla í Manchester handtók á föstudag í tengslum við kynferðisbrot gagnvart ólögráða stúlku, samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu. Everton greindi frá því í gær að um væri að ræða leikmann liðsins.

Gylfa var sleppt gegn tryggingu. Lögreglan í Manchester segir í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu að hún geti ekki greint frá því um hvern sé að ræða. Í yfirlýsingu lögreglu til fjölmiðla í Bretlandi segir að 31 árs gamall maður hafi verið handtekinn gruns um kynferðisbrot gegn barni. Breskir fjölmiðlar segjast ekki geta nafngreint manninn af lagalegum ástæðum.

Allt markaðsefni fyrir orkudrykkina State Energy með myndum af Gylfa Þór Sigurðssyni verður fjarlægt úr verslunum Hagkaups eftir að byrgir drykkjanna ákvað að skipta út markaðsefninu fyrir nýtt sem mun koma í framhaldinu.

Gylfi hefur verið andlit State Energy frá því í byrjun júní þegar hann skrifaði undir fjögurra og hálfs árs samning við drykkjavöruframleiðandann danska. Fyrirtækið er meðal annars í eigu knattspyrnumannsins Christians Eriksen og tenniskonunnar Caroline Wozniacki.

Lögreglan í Manchester greindi frá því í gær að hún hafi handtekið 31 árs gamlan knattspyrnumann í tengslum við rannsókn á kynferðisofbeldi gegn barni. Knattspyrnuliðið Everton greindi svo frá því í gær að um sé að ræða leikmann liðsins. Maðurinn var handtekinn á föstudag og síðpar sleppt gegn tryggingu.

Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands, sagði í samtali við fréttastofu í dag að sambandið hafi ekki fengið upplýsingar um það hvort knattspyrnumaðurinn sem um ræðir hafi verið Gylfi Þór.

Breski slúðurmiðillinn The Sun hafði þá eftir heimildarmanni að lögreglan hafi gert húsleit á heimili mannsins og gert þar nokkra hluti upptæka.


Tengdar fréttir

Leik­maður E­ver­ton til rann­sóknar í lög­reglu­máli

Enska fótboltaliðið Everton hefur staðfest að leikmaður þeirra sé til rannsóknar í lögreglumáli. Breskir miðlar greindu frá því í dag að leikmaðurinn hafi verið handtekinn grunaður um kynferðisbrot gegn barni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×