Griezmann á leið aftur til Atlético í skiptidíl Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. júlí 2021 14:30 Antoine Griezmann gæti leikið í rauðri og hvítri treyju Atlético Madríd á næstu leiktíð en aðeins ef Saúl Ñíguez fer til Barcelona sem hluti af skiptidíl milli félaganna. Quality Sport Images/Getty Images Franski framherjinn Antoine Griezmann er á leið aftur til Spánarmeistara Atlético Madríd eftir tveggja ára dvöl í Katalóníu hjá Barcelona. Miðjumaðurinn Saúl Ñíguez fer á móti í skiptidíl sem hefur vakið töluverða athygli. Sumarið 2019 keyptu Börsungar framherjann á 120 milljónir evra. Skrifaði Griezmann undir fimm ára samning. Þó aðeins séu tvö ár liðin síðan Barcelona festi kaup á leikmanninum þá er það að gera allt sem það getur til að losna við hann. Ástæðan er einföld, Griezmann er á of háum launum til að félagið geti haldið honum og Lionel Messi. Argentínumaðurinn ku hafa samið við Barcelona á nýjan leik en félagið þarf samt sem áður að búa til pláss á launaskránni. Atlético virðist klárt í að fá Griezmann aftur í sínar raðir enda lék hann frábærlega með félaginu frá 2014 til 2019. Samkvæmt heimildum spænska miðilsins Marca vilja Börsungar litlar 15 milljónir evra fyrir Griezmann en þeir vilja einnig fá spænska miðjumanninn Saúl Ñíguez. Sá skrifaði undir níu ára samning við Atlétitico árið 2017 en virðist nú vilja leita á önnur mið. Barcelona er í leit að miðjumanni eftir að Hollendingurinn Georginio Wijnaldum ákvað að fara til Parísar frekar en Katalóníu. Barcelona and Atletico are in advanced talks for swap deal between Saúl and Griezmann! Both players gave the green light in the last hours. Barça and Atléti now negotiating on price tags. Barça want money included.Liverpool and Chelsea keen on Saúl if deal will collapse.— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 14, 2021 Gangi þessi skiptidíll eftir er ljóst að Börsungar fá inn öflugan miðjumann sem þeir þurfa nauðsynlega á að halda ásamt því að skera vel niður í launapakka félagsins en Griezmann á að vera á himinháum launum. Ísingin ofan á kökuna er svo að Messi skrifar undir nýjan langtíma samning og endar feril sinn hjá félaginu. Fótbolti Spænski boltinn Tengdar fréttir „Líklegt að lánardrottnar hafi ekki haft trú á langtímaáætlunum þeirra“ Það er ljóst að fjárhagsstaða spænska knattspyrnuliðsins Barcelona er slæm en talið er að hún sé mögulega mun verri en gefið hefur verið út. 9. júlí 2021 13:30 Tebas hjá La Liga: Það væri peningasvindl ef Messi fer til Man. City eða PSG Javier Tebas, forstjóri spænsku deildarinnar, segir að það yrði alltaf brot á rekstrarreglum fótboltans ef að Paris Saint-Germain eða Manchester City myndu semja við Lionel Messi í sumar. 9. júlí 2021 08:30 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Sjá meira
Sumarið 2019 keyptu Börsungar framherjann á 120 milljónir evra. Skrifaði Griezmann undir fimm ára samning. Þó aðeins séu tvö ár liðin síðan Barcelona festi kaup á leikmanninum þá er það að gera allt sem það getur til að losna við hann. Ástæðan er einföld, Griezmann er á of háum launum til að félagið geti haldið honum og Lionel Messi. Argentínumaðurinn ku hafa samið við Barcelona á nýjan leik en félagið þarf samt sem áður að búa til pláss á launaskránni. Atlético virðist klárt í að fá Griezmann aftur í sínar raðir enda lék hann frábærlega með félaginu frá 2014 til 2019. Samkvæmt heimildum spænska miðilsins Marca vilja Börsungar litlar 15 milljónir evra fyrir Griezmann en þeir vilja einnig fá spænska miðjumanninn Saúl Ñíguez. Sá skrifaði undir níu ára samning við Atlétitico árið 2017 en virðist nú vilja leita á önnur mið. Barcelona er í leit að miðjumanni eftir að Hollendingurinn Georginio Wijnaldum ákvað að fara til Parísar frekar en Katalóníu. Barcelona and Atletico are in advanced talks for swap deal between Saúl and Griezmann! Both players gave the green light in the last hours. Barça and Atléti now negotiating on price tags. Barça want money included.Liverpool and Chelsea keen on Saúl if deal will collapse.— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 14, 2021 Gangi þessi skiptidíll eftir er ljóst að Börsungar fá inn öflugan miðjumann sem þeir þurfa nauðsynlega á að halda ásamt því að skera vel niður í launapakka félagsins en Griezmann á að vera á himinháum launum. Ísingin ofan á kökuna er svo að Messi skrifar undir nýjan langtíma samning og endar feril sinn hjá félaginu.
Fótbolti Spænski boltinn Tengdar fréttir „Líklegt að lánardrottnar hafi ekki haft trú á langtímaáætlunum þeirra“ Það er ljóst að fjárhagsstaða spænska knattspyrnuliðsins Barcelona er slæm en talið er að hún sé mögulega mun verri en gefið hefur verið út. 9. júlí 2021 13:30 Tebas hjá La Liga: Það væri peningasvindl ef Messi fer til Man. City eða PSG Javier Tebas, forstjóri spænsku deildarinnar, segir að það yrði alltaf brot á rekstrarreglum fótboltans ef að Paris Saint-Germain eða Manchester City myndu semja við Lionel Messi í sumar. 9. júlí 2021 08:30 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Sjá meira
„Líklegt að lánardrottnar hafi ekki haft trú á langtímaáætlunum þeirra“ Það er ljóst að fjárhagsstaða spænska knattspyrnuliðsins Barcelona er slæm en talið er að hún sé mögulega mun verri en gefið hefur verið út. 9. júlí 2021 13:30
Tebas hjá La Liga: Það væri peningasvindl ef Messi fer til Man. City eða PSG Javier Tebas, forstjóri spænsku deildarinnar, segir að það yrði alltaf brot á rekstrarreglum fótboltans ef að Paris Saint-Germain eða Manchester City myndu semja við Lionel Messi í sumar. 9. júlí 2021 08:30