Fluttur á bráðadeild með áverka eftir handtökuna Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 8. júlí 2021 13:00 Umbúðir eftir blóðprufu sjást á hendi mannsins á vinstri myndinni og band um úlnlið hans frá bráðadeild á þeirri hægri. Myndirnar voru teknar í gær. svava kristín Annar Palestínumannanna sem lögregla handtók í húsnæði Útlendingastofnunar á þriðjudagsmorgun var fluttur á bráðadeild Landspítala með áverka eftir handtökuna, meðal annars á höfði. Hann fullyrðir sjálfur að hann hafi margoft verið sprautaður niður án samþykkis. Þetta staðfesta myndir sem Svava Kristín, blaðamaður Mannlífs, tók af manninum á heimili sínu í gær þegar hún tók viðtal við hann sem má lesa hér. Hún gaf leyfi fyrir myndbirtingunum. Á mynd sést spítalaband á hendi mannsins sem merkt er bráðadeild og má einnig sjá umbúðir eftir sprautustungu á hendi hans. Óljóst er hvenær nákvæmlega hann var lagður inn á bráðadeild en lögregla vill ekkert staðfesta í málinu. Landspítali vill ekki staðfesta að maðurinn hafi komið á bráðadeild og segist ekki mega gefa neitt upp um skjólstæðinga sína vegna persónuverndarsjónarmiða. Eftir því sem Vísir kemst næst var maðurinn sendur úr landi með flugi til Grikklands í morgun en ekki í gærmogun eins og hinn Palestínumaðurinn sem var handtekinn á þriðjudag. Hér má sjá áverka á enni og kinn mannsins eftir handtökuna.svava kristín Vilja engu svara um málið Helgi Valberg Jensson, aðallögfræðingur lögreglunnar, vill ekki tjá sig um málið við Vísi. Spurður hvort hann geti ekki einu sinni staðfest hvort annar mannanna hafi verið sendur úr landi í gærmorgun en hinn í dag segist hann ekki vilja gera það. Spurður nánar út í málið vísar hann alfarið á fréttatilkynningu sem lögregla sendi frá sér í gær. Þar stendur meðal annars: „Lögregla beitir ekki rafbyssum undir neinum kringumstæðum enda hefur hún ekki heimild til að beita slíkum tækjum. Þá sprautar lögregla aldrei einstaklinga, slíkt er ávallt í höndum heilbrigðisstarfsmanna, sem taka slíka ákvörðun sjálfstætt í ljósi aðstæðna hverju sinni.“ Þar virðist lögreglan gefa það í skyn að heilbrigðisstarfsfólk hafi sprautað mennina, eða annan þeirra, niður í aðgerðunum. Hvers vegna telur lögregla sig ekki geta tjáð sig um málið? „Það bara liggur í hlutarins eðli.. við erum með málið í vinnslu,“ segir Helgi. Helgi, sem er aðallögfræðingur lögreglunnar, sér um að svara fyrir málið fyrir stoðdeild lögreglu en þeir sem eru yfir deildinni eru í sumarfríi.facebook/helgi valberg Spurður hvort málið sé enn í vinnslu, þó búið sé að senda mennina úr landi segir hann: „Ja, þetta er bara margþætt mál með marga anga.“ Upptökur úr búkmyndavélum og öryggismyndavélum Spurður hvort einn þeirra anga, sé rannsókn á því hvort lögregla hafi beitt óþarflega mikilli hörku við handtökuna segir hann: „Það eina sem liggur fyrir er að það hefur verið sagt að málið verði borið undir nefnd um eftirlit með lögreglu . Við erum bara að taka saman gögn fyrir það og skoða þau. En það er ekkert sem bendir til þess núna.“ Hann staðfestir að einhverjir lögreglumannanna hafi verið með búkmyndavélar við aðgerðirnar og segir að upptökur af handtökunum séu einnig til úr myndavélum húsnæðisins. Ekki í standi til að fljúga? Sema Erla Serdar, formaður hjálparsamtakanna Solaris fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi, segist í samtali við Vísi ekki kunna skýringar á því hvers vegna maðurinn var ekki sendur úr landi með flugi í gærmorgun eins og hinn. „Ég veit ekki hvers vegna, nei. Kannski var hann bara ekki í standi til að fljúga,“ segir hún. Sema segir að samkvæmt frásögn mannsins, sem túlkur á hennar vegum hefur verið í samskiptum við, hafi hann verið sprautaður niður oftar en einu sinni af einhverjum í gulu vesti. Hann hafi verið mjög vankaður og hálfruglaður eftir allt málið, þegar samtökin komust í samband við hann í gær. Sema Erla Serdar er formaður hjálparsamtakanna Solaris fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi. Spurð hvort maðurinn hafi sagt að lögregla hafi sprautað hann niður segir Sema: „Hann sagðist ekki þekkja muninn á einkennisbúningunum öllum en að það hafi verið manneskja í gulu vesti. Og hans upplifun var sú að hann hafi fengið einhvers konar rafstuð þegar hann var handtekinn eða eitthvað slíkt. Það voru þarna átök sem áttu sér stað og hann var augljóslega beittur miklu harðræði af lögreglunni.“ Sema segir að framganga lögreglu í málinu verði tilkynnt til nefndar um eftirlit með lögreglu í dag og að ábending verði send til umboðsmann Alþingis um bæði lögregluna og Útlendingastofnun. Palestína Lögreglumál Hælisleitendur Tengdar fréttir Segja lögreglu hafa beitt rafbyssu og eytt myndböndum sjónarvotta Tveir palestínskir flóttamenn voru handteknir í móttöku Útlendingastofnunar í gær eftir að þeir höfðu verið boðaðir þangað til að sækja bólusetningarvottorð sín. Þeir voru fluttir af staðnum með valdi og sendir úr landi í morgun. Sjónarvottur sakar lögreglu um að hafa tekið af sér símann og eytt myndbandi sem var tekið upp. 7. júlí 2021 11:58 Hælisleitendur hafi verið blekktir til að þiggja bólusetningu og svo beittir hörku Tveir palestínskir hælisleitendur voru handteknir í móttöku Útlendingastofnunar í gær en til stendur að vísa þeim úr landi. Frá þessu greinir aðgerðahópurinn Refugees in Iceland. 7. júlí 2021 06:31 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira
Þetta staðfesta myndir sem Svava Kristín, blaðamaður Mannlífs, tók af manninum á heimili sínu í gær þegar hún tók viðtal við hann sem má lesa hér. Hún gaf leyfi fyrir myndbirtingunum. Á mynd sést spítalaband á hendi mannsins sem merkt er bráðadeild og má einnig sjá umbúðir eftir sprautustungu á hendi hans. Óljóst er hvenær nákvæmlega hann var lagður inn á bráðadeild en lögregla vill ekkert staðfesta í málinu. Landspítali vill ekki staðfesta að maðurinn hafi komið á bráðadeild og segist ekki mega gefa neitt upp um skjólstæðinga sína vegna persónuverndarsjónarmiða. Eftir því sem Vísir kemst næst var maðurinn sendur úr landi með flugi til Grikklands í morgun en ekki í gærmogun eins og hinn Palestínumaðurinn sem var handtekinn á þriðjudag. Hér má sjá áverka á enni og kinn mannsins eftir handtökuna.svava kristín Vilja engu svara um málið Helgi Valberg Jensson, aðallögfræðingur lögreglunnar, vill ekki tjá sig um málið við Vísi. Spurður hvort hann geti ekki einu sinni staðfest hvort annar mannanna hafi verið sendur úr landi í gærmorgun en hinn í dag segist hann ekki vilja gera það. Spurður nánar út í málið vísar hann alfarið á fréttatilkynningu sem lögregla sendi frá sér í gær. Þar stendur meðal annars: „Lögregla beitir ekki rafbyssum undir neinum kringumstæðum enda hefur hún ekki heimild til að beita slíkum tækjum. Þá sprautar lögregla aldrei einstaklinga, slíkt er ávallt í höndum heilbrigðisstarfsmanna, sem taka slíka ákvörðun sjálfstætt í ljósi aðstæðna hverju sinni.“ Þar virðist lögreglan gefa það í skyn að heilbrigðisstarfsfólk hafi sprautað mennina, eða annan þeirra, niður í aðgerðunum. Hvers vegna telur lögregla sig ekki geta tjáð sig um málið? „Það bara liggur í hlutarins eðli.. við erum með málið í vinnslu,“ segir Helgi. Helgi, sem er aðallögfræðingur lögreglunnar, sér um að svara fyrir málið fyrir stoðdeild lögreglu en þeir sem eru yfir deildinni eru í sumarfríi.facebook/helgi valberg Spurður hvort málið sé enn í vinnslu, þó búið sé að senda mennina úr landi segir hann: „Ja, þetta er bara margþætt mál með marga anga.“ Upptökur úr búkmyndavélum og öryggismyndavélum Spurður hvort einn þeirra anga, sé rannsókn á því hvort lögregla hafi beitt óþarflega mikilli hörku við handtökuna segir hann: „Það eina sem liggur fyrir er að það hefur verið sagt að málið verði borið undir nefnd um eftirlit með lögreglu . Við erum bara að taka saman gögn fyrir það og skoða þau. En það er ekkert sem bendir til þess núna.“ Hann staðfestir að einhverjir lögreglumannanna hafi verið með búkmyndavélar við aðgerðirnar og segir að upptökur af handtökunum séu einnig til úr myndavélum húsnæðisins. Ekki í standi til að fljúga? Sema Erla Serdar, formaður hjálparsamtakanna Solaris fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi, segist í samtali við Vísi ekki kunna skýringar á því hvers vegna maðurinn var ekki sendur úr landi með flugi í gærmorgun eins og hinn. „Ég veit ekki hvers vegna, nei. Kannski var hann bara ekki í standi til að fljúga,“ segir hún. Sema segir að samkvæmt frásögn mannsins, sem túlkur á hennar vegum hefur verið í samskiptum við, hafi hann verið sprautaður niður oftar en einu sinni af einhverjum í gulu vesti. Hann hafi verið mjög vankaður og hálfruglaður eftir allt málið, þegar samtökin komust í samband við hann í gær. Sema Erla Serdar er formaður hjálparsamtakanna Solaris fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi. Spurð hvort maðurinn hafi sagt að lögregla hafi sprautað hann niður segir Sema: „Hann sagðist ekki þekkja muninn á einkennisbúningunum öllum en að það hafi verið manneskja í gulu vesti. Og hans upplifun var sú að hann hafi fengið einhvers konar rafstuð þegar hann var handtekinn eða eitthvað slíkt. Það voru þarna átök sem áttu sér stað og hann var augljóslega beittur miklu harðræði af lögreglunni.“ Sema segir að framganga lögreglu í málinu verði tilkynnt til nefndar um eftirlit með lögreglu í dag og að ábending verði send til umboðsmann Alþingis um bæði lögregluna og Útlendingastofnun.
Palestína Lögreglumál Hælisleitendur Tengdar fréttir Segja lögreglu hafa beitt rafbyssu og eytt myndböndum sjónarvotta Tveir palestínskir flóttamenn voru handteknir í móttöku Útlendingastofnunar í gær eftir að þeir höfðu verið boðaðir þangað til að sækja bólusetningarvottorð sín. Þeir voru fluttir af staðnum með valdi og sendir úr landi í morgun. Sjónarvottur sakar lögreglu um að hafa tekið af sér símann og eytt myndbandi sem var tekið upp. 7. júlí 2021 11:58 Hælisleitendur hafi verið blekktir til að þiggja bólusetningu og svo beittir hörku Tveir palestínskir hælisleitendur voru handteknir í móttöku Útlendingastofnunar í gær en til stendur að vísa þeim úr landi. Frá þessu greinir aðgerðahópurinn Refugees in Iceland. 7. júlí 2021 06:31 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira
Segja lögreglu hafa beitt rafbyssu og eytt myndböndum sjónarvotta Tveir palestínskir flóttamenn voru handteknir í móttöku Útlendingastofnunar í gær eftir að þeir höfðu verið boðaðir þangað til að sækja bólusetningarvottorð sín. Þeir voru fluttir af staðnum með valdi og sendir úr landi í morgun. Sjónarvottur sakar lögreglu um að hafa tekið af sér símann og eytt myndbandi sem var tekið upp. 7. júlí 2021 11:58
Hælisleitendur hafi verið blekktir til að þiggja bólusetningu og svo beittir hörku Tveir palestínskir hælisleitendur voru handteknir í móttöku Útlendingastofnunar í gær en til stendur að vísa þeim úr landi. Frá þessu greinir aðgerðahópurinn Refugees in Iceland. 7. júlí 2021 06:31