Fótbolti

Leysigeisla beint að höfði Schmeichel í vítinu hans Kane

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kasper Schmeichel ver hér skot frá Englendingum í leiknum á Wembley í gær.
Kasper Schmeichel ver hér skot frá Englendingum í leiknum á Wembley í gær. AP/Justin Tallis

Stuðningsmenn enska landsliðsins gripu til óhugnanlegra aðferða til að trufla markvörð danska landsliðsins á Wembley í gærkvöldi.

Kasper Schmeichel varði víti Harry Kane í undanúrslitaleik EM á Wembley í gærkvöldi en fyrirliði enska landsliðsins hafði heppnina með sér og skoraði sigurmarkið úr frákastinu.

Nú er komið í ljós að einhverjir áhorfendur beindu leisigeisla að höfði Schmeichel fyrir vítið.

Var ætlunin að reyna að trufla markvörð Leicester City sem lét það þó ekki á sig fá. Kasper tókst hins vegar ekki að verja vítið til hliðar heldur fór frákastið fyrir framan markið sem Kane nýtti sér vel.

Þetta var ekki það eina því tveir boltar virtist vera á vellinum þegar Raheem Sterling fiskaði umrætt víti sem skilaði á endanum sigurmarkinu.

Vegna sóttvarnarreglna þá komust fáir Danir á völlinn í gærkvöldi og mikill meirihluti áhorfenda voru því stuðningsmenn Englendinga. Það er leiðinlegt að sjá þá beita jafn ógeðslegum aðferðum og nú hefur komið í ljós.

Danir höfðu ekki heppnina með sér í gær eftir að hafa komist yfir með frábæru marki Mikkel Damsgaard beint úr aukaspyrnu. Fyrst sendu þeir boltann í eigið mark og svo fengu þeir á sig umdeilda vítaspyrnu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×