Svona var blaðamannafundur KSÍ Sindri Sverrisson skrifar 7. febrúar 2025 10:30 Glódís Perla Viggósdóttir er fyrirliði íslenska liðsins sem er á meðal bestu þjóða Evrópu eins og staða liðsins í A-deild Þjóðadeildar sýnir. Vísir/Hulda Margrét Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, sat fyrir svörum á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag þar sem hann kynnti nýjasta landsliðshóp sinn. Leikmannahópinn má sjá hér neðst í greininni en mesta athygli vekur endurkoma Dagnýjar Brynjarsdóttur og Andreu Ránar Hauksdóttur. Ísland á fyrir höndum fyrstu tvo leiki sína á nýrri leiktíð í Þjóðadeildinni og fara þeir báðir fram erlendis. Liðið sækir Sviss heim föstudaginn 21. febrúar og mætir svo Frakklandi 25. febrúar. Upptöku frá blaðamannafundi KSÍ má sjá hér að neðan. Klippa: Blaðamannafundur KSÍ Fjórða liðið í riðli Íslands er Noregur sem Ísland tekur svo á móti í fyrsta heimaleik sínum 4. apríl. Liðin leika í A-deild og kemst efsta liðið í fjögurra liða úrslit Þjóðadeildarinnar. Liðið í 2. sæti heldur sér einnig í A-deild, liðið í 4. sæti fellur í B-deild og liðið í 3. sæti fer í umspil við lið úr B-deild um sæti í A-deild. Ísland endaði í 2. sæti síns riðils í A-deildinni á síðustu leiktíð. Leikirnir í Þjóðadeildinni eru jafnframt góður undirbúningur fyrir EM sem fram fer í Sviss í júlí. Ísland er þar einmitt, líkt og í Þjóðadeildinni, í riðli með Svisslendingum og Norðmönnum en fjórða liðið þar er svo Finnland. Dagný Brynjarsdóttir, næstmarkahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi, kemur á ný inn í landsliðshópinn í fyrsta sinn síðan hún eignaðist sitt annað barn fyrir um ári síðan. Hún hafði lýst yfir óánægju með samskiptaleysi af hálfu Þorsteins. Auk Dagnýjar þá snýr Andrea Rán Hauksdóttir aftur í landsliðshópinn. Andrea, sem gekk í raðir bandaríska félagsins Tampa Bay Sun síðasta sumar, lék síðast landsleiki árið 2021. Selma Sól Magnúsdóttir og Hildur Antonsdóttir eru ekki með vegna meiðsla. Þorsteinn sagði á blaðamannafundi í dag að Selma yrði frá keppni næstu 6-8 vikurnar eftir aðgerð, og Hildur næstu 3-4 vikurnar eftir tognun í læri. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir er sömuleiðis ekki með núna en Guðný Árnadóttir snýr aftur eftir meiðsli. Landsliðshópur Íslands: Telma Ívarsdóttir - Breiðablik - 11 leikir Fanney Inga Birkisdóttir - Valur - 7 leikir Cecilía Rán Rúnarsdóttir - Inter Milan - 11 leikir Guðný Árnadóttir - Kristianstads DFF - 32 leikir Ingibjörg Sigurðardóttir - Bröndby IF - 65 leikir, 1 mark Glódís Perla Viggósdóttir - Bayern Munich - 128 leikir, 11 mörk Guðrún Arnardóttir - FC Rosengard - 41 leikur, 1 mark Natasha Moraa Anasi - Valur - 6 leikir, 1 mark Sædís Rún Heiðarsdóttir - Valerenga - 9 leikir Sandra María Jessen - Þór/KA - 43 leikir, 6 mörk Berglind Rós Ágústsdóttir - Valur - 12 leikir, 1 mark Alexandra Jóhannsdóttir - ACF Fiorentina - 47 leikir, 6 mörk Hildur Antonsdóttir - Madrid CFF - 18 leikir, 2 mörk Katla Tryggvadóttir - Kristianstads DFF - 1 leikur Karólína Lea Vilhjálmsdóttir - Bayer 04 Leverkusen - 43 leikir, 9 mörk Selma Sól Magnúsdóttir - Rosenborg BK Kvinner - 41 leikur, 4 mörk Amanda Jacobsen Andradóttir - FC Twente - 20 leikir, 2 mörk Hafrún Rakel Halldórsdóttir - Bröndby IF - 12 leikir, 1 mark Sveindís Jane Jónsdóttir - VfL Wolfsburg - 40 leikir, 12 mörk Hlín Eiríksdóttir - Kristianstads DFF - 40 leikir, 6 mörk Emilía Kiær Ásgeirsdóttir - FC Nordsjælland - 2 leikir Diljá Ýr Zomers - OH Leuven - 16 leikir, 2 mörk Bryndís Arna Níelsdóttir - Växjö DFF - 6 leikir, 1 mark Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Dagný Brynjarsdóttir, miðjumaður West Ham og næstmarkahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi, er komin inn í landsliðshóp Íslands á nýjan leik. Fyrr í vetur lýsti hún óánægju sinni með að hafa ekki fengið sæti í landsliðinu að nýju, og ekki heyrt í landsliðsþjálfaranum Þorsteini Halldórssyni frá því að hún eignaðist sitt annað barn. 7. febrúar 2025 10:57 Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Sjá meira
Leikmannahópinn má sjá hér neðst í greininni en mesta athygli vekur endurkoma Dagnýjar Brynjarsdóttur og Andreu Ránar Hauksdóttur. Ísland á fyrir höndum fyrstu tvo leiki sína á nýrri leiktíð í Þjóðadeildinni og fara þeir báðir fram erlendis. Liðið sækir Sviss heim föstudaginn 21. febrúar og mætir svo Frakklandi 25. febrúar. Upptöku frá blaðamannafundi KSÍ má sjá hér að neðan. Klippa: Blaðamannafundur KSÍ Fjórða liðið í riðli Íslands er Noregur sem Ísland tekur svo á móti í fyrsta heimaleik sínum 4. apríl. Liðin leika í A-deild og kemst efsta liðið í fjögurra liða úrslit Þjóðadeildarinnar. Liðið í 2. sæti heldur sér einnig í A-deild, liðið í 4. sæti fellur í B-deild og liðið í 3. sæti fer í umspil við lið úr B-deild um sæti í A-deild. Ísland endaði í 2. sæti síns riðils í A-deildinni á síðustu leiktíð. Leikirnir í Þjóðadeildinni eru jafnframt góður undirbúningur fyrir EM sem fram fer í Sviss í júlí. Ísland er þar einmitt, líkt og í Þjóðadeildinni, í riðli með Svisslendingum og Norðmönnum en fjórða liðið þar er svo Finnland. Dagný Brynjarsdóttir, næstmarkahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi, kemur á ný inn í landsliðshópinn í fyrsta sinn síðan hún eignaðist sitt annað barn fyrir um ári síðan. Hún hafði lýst yfir óánægju með samskiptaleysi af hálfu Þorsteins. Auk Dagnýjar þá snýr Andrea Rán Hauksdóttir aftur í landsliðshópinn. Andrea, sem gekk í raðir bandaríska félagsins Tampa Bay Sun síðasta sumar, lék síðast landsleiki árið 2021. Selma Sól Magnúsdóttir og Hildur Antonsdóttir eru ekki með vegna meiðsla. Þorsteinn sagði á blaðamannafundi í dag að Selma yrði frá keppni næstu 6-8 vikurnar eftir aðgerð, og Hildur næstu 3-4 vikurnar eftir tognun í læri. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir er sömuleiðis ekki með núna en Guðný Árnadóttir snýr aftur eftir meiðsli. Landsliðshópur Íslands: Telma Ívarsdóttir - Breiðablik - 11 leikir Fanney Inga Birkisdóttir - Valur - 7 leikir Cecilía Rán Rúnarsdóttir - Inter Milan - 11 leikir Guðný Árnadóttir - Kristianstads DFF - 32 leikir Ingibjörg Sigurðardóttir - Bröndby IF - 65 leikir, 1 mark Glódís Perla Viggósdóttir - Bayern Munich - 128 leikir, 11 mörk Guðrún Arnardóttir - FC Rosengard - 41 leikur, 1 mark Natasha Moraa Anasi - Valur - 6 leikir, 1 mark Sædís Rún Heiðarsdóttir - Valerenga - 9 leikir Sandra María Jessen - Þór/KA - 43 leikir, 6 mörk Berglind Rós Ágústsdóttir - Valur - 12 leikir, 1 mark Alexandra Jóhannsdóttir - ACF Fiorentina - 47 leikir, 6 mörk Hildur Antonsdóttir - Madrid CFF - 18 leikir, 2 mörk Katla Tryggvadóttir - Kristianstads DFF - 1 leikur Karólína Lea Vilhjálmsdóttir - Bayer 04 Leverkusen - 43 leikir, 9 mörk Selma Sól Magnúsdóttir - Rosenborg BK Kvinner - 41 leikur, 4 mörk Amanda Jacobsen Andradóttir - FC Twente - 20 leikir, 2 mörk Hafrún Rakel Halldórsdóttir - Bröndby IF - 12 leikir, 1 mark Sveindís Jane Jónsdóttir - VfL Wolfsburg - 40 leikir, 12 mörk Hlín Eiríksdóttir - Kristianstads DFF - 40 leikir, 6 mörk Emilía Kiær Ásgeirsdóttir - FC Nordsjælland - 2 leikir Diljá Ýr Zomers - OH Leuven - 16 leikir, 2 mörk Bryndís Arna Níelsdóttir - Växjö DFF - 6 leikir, 1 mark
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Dagný Brynjarsdóttir, miðjumaður West Ham og næstmarkahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi, er komin inn í landsliðshóp Íslands á nýjan leik. Fyrr í vetur lýsti hún óánægju sinni með að hafa ekki fengið sæti í landsliðinu að nýju, og ekki heyrt í landsliðsþjálfaranum Þorsteini Halldórssyni frá því að hún eignaðist sitt annað barn. 7. febrúar 2025 10:57 Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Sjá meira
Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Dagný Brynjarsdóttir, miðjumaður West Ham og næstmarkahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi, er komin inn í landsliðshóp Íslands á nýjan leik. Fyrr í vetur lýsti hún óánægju sinni með að hafa ekki fengið sæti í landsliðinu að nýju, og ekki heyrt í landsliðsþjálfaranum Þorsteini Halldórssyni frá því að hún eignaðist sitt annað barn. 7. febrúar 2025 10:57