Heiðar segir Stjörnuna vel stemmda og það vera kröfu að fara áfram í Evrópu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. júlí 2021 10:01 Heiðar Ægisson í leik með Stjörnunni í sumar. Vísir/Hulda Margrét Heiðar Ægisson, hægri bakvörður Stjörnunnar, segist staðráðinn í að hjálpa liðinu að komast í 2. umferð Sambandsdeildar Evrópu. Garðbæingar hefja leik í kvöld þegar Bohemians frá Írlandi kemur í heimsókn í Garðabæinn. „Sem leikmaður vill maður alltaf vera í Evrópukeppni. Við Stjörnumenn erum mjög vel stemmdir. það er almennur léttleiki yfir mönnum. Það er mikilvægt að hafa gaman á meðan maður er í þessu,“ sagði Heiðar er Vísir tók á honum hljóðið fyrir leik kvöldsins. „Við vitum reyndar ekkert sérstaklega mikið um mótherja kvöldsins. Þeir eiga að vera óstöðugir aftarlega á vellinum svo það er eins gott að við setjum nokkur mörk á þá,“ sagði Heiðar léttur í bragði. „Ég yrði allavega vel pirraður ef við myndum ekki fara áfram, finnst það einfaldlega vera krafa að fara áfram úr 1. umferð. Svo ef við förum áfram fáum við lið frá Lúxemborg [F91 Dudelange]. Það er eitthvað sem við þurfum að takast á við ef við komumst þangað.“ Slæmt gengi íslenskra liða á bakvið eyrað „Þetta er alveg á vörum fólks, hversu illa íslenskum liðum hefur gengið í Evrópukeppnum undanfarin ár. Okkur í Garðabænum hefur reyndar gengið ágætlega í Evrópu og alltaf farið í gegnum fyrstu umferð nema þegar við mættum írsku liði síðast. Þannig ef við höldum okkar striki förum við áfram og ég er staðráðinn í því að það verði raunin.“ Heiðar í leik gegn Espanyol frá Spáni.Joan Valls/Getty Images Kórónuveiran hefur enn áhrif á Evrópukeppnir Evrópuleikir síðasta sumar voru ekki alveg sama skemmtunin og þeir hafa verið í gegnum árin. Kórónuveiran gerði það að verkum að spilað var á tómum leikvöngum og leikmenn máttu varla sturta sig að leik loknum. Veiran litar enn líf okkar allra en hlutirnir eru þó að færast í eðlilegt horf. „Við fórum í skimun í gær, það fengu allir neikvætt út úr henni sem var fínt. Það er líka krafa að við séum búnir að fara í skimun áður en við förum út í seinni leikinn. Við verðum svo í hálfgerðri sóttvarnarkúlu þegar við förum til Írlands svo það eru enn allar varúðarráðstafanir til staðar en í mun minni mæli.“ Ungur nemur gamall temur Þó Heiðar sé enn ungur að árum – fæddur árið 1995 – þá er hann með reynslumeiri leikmönnum Stjörnunnar. Hann er ánægður með fjölda ungra leikmanna sem hafa fengið tækifæri undanfarið en líkt og flestir þeirra er Heiðar uppalinn hjá Stjörnunni. „Það er geggjað að sjá þessa ungu stráka koma upp. Minnir mann á þann tíma þegar maður var sjálfur að koma upp. Ég er kominn með ágætlega mikið af leikjum svo ég telst sem reynslumikill leikmaður í liðinu. Ég reyni að nýta mína reynslu til að hjálpa ungu leikmönnunum að komast betur inn í hlutina og finna rétta taktinn.“ Eins og staðan er í dag hefur Heiðar spilað 15 Evrópuleiki fyrir Stjörnuna. Að endingu var hann spurður hvort það væri ekki stefnan að hafa spilað yfir 20 Evrópuleiki er tímabilinu væri lokið. Svarið var einfalt: „Klárlega,“ sagði Heiðar hlægjandi. Stjarnan mætir Bohemians klukkan 19.45 í Garðabænum. Leikurinn verður í beinni textalýsingu hér á Vísi. Fótbolti Íslenski boltinn Stjarnan Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Enski boltinn Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Enski boltinn Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Enski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Enski boltinn Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Leik lokið: Afturelding - FH 29-35 | Sannfærandi sex marka sigur meistaranna Handbolti Fleiri fréttir Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Býst við að hætta áður en VAR nær til Íslands Útiliðin hafa fagnað í öllum úrslitaleikjunum síðustu 26 ár „Ég hefði getað skorað átta eða níu mörk í þessum leik“ Einkunnir úr úrslitaleiknum: Magnaður Ísak Snær en Víkingar langt frá sínu besta Sjá meira
„Sem leikmaður vill maður alltaf vera í Evrópukeppni. Við Stjörnumenn erum mjög vel stemmdir. það er almennur léttleiki yfir mönnum. Það er mikilvægt að hafa gaman á meðan maður er í þessu,“ sagði Heiðar er Vísir tók á honum hljóðið fyrir leik kvöldsins. „Við vitum reyndar ekkert sérstaklega mikið um mótherja kvöldsins. Þeir eiga að vera óstöðugir aftarlega á vellinum svo það er eins gott að við setjum nokkur mörk á þá,“ sagði Heiðar léttur í bragði. „Ég yrði allavega vel pirraður ef við myndum ekki fara áfram, finnst það einfaldlega vera krafa að fara áfram úr 1. umferð. Svo ef við förum áfram fáum við lið frá Lúxemborg [F91 Dudelange]. Það er eitthvað sem við þurfum að takast á við ef við komumst þangað.“ Slæmt gengi íslenskra liða á bakvið eyrað „Þetta er alveg á vörum fólks, hversu illa íslenskum liðum hefur gengið í Evrópukeppnum undanfarin ár. Okkur í Garðabænum hefur reyndar gengið ágætlega í Evrópu og alltaf farið í gegnum fyrstu umferð nema þegar við mættum írsku liði síðast. Þannig ef við höldum okkar striki förum við áfram og ég er staðráðinn í því að það verði raunin.“ Heiðar í leik gegn Espanyol frá Spáni.Joan Valls/Getty Images Kórónuveiran hefur enn áhrif á Evrópukeppnir Evrópuleikir síðasta sumar voru ekki alveg sama skemmtunin og þeir hafa verið í gegnum árin. Kórónuveiran gerði það að verkum að spilað var á tómum leikvöngum og leikmenn máttu varla sturta sig að leik loknum. Veiran litar enn líf okkar allra en hlutirnir eru þó að færast í eðlilegt horf. „Við fórum í skimun í gær, það fengu allir neikvætt út úr henni sem var fínt. Það er líka krafa að við séum búnir að fara í skimun áður en við förum út í seinni leikinn. Við verðum svo í hálfgerðri sóttvarnarkúlu þegar við förum til Írlands svo það eru enn allar varúðarráðstafanir til staðar en í mun minni mæli.“ Ungur nemur gamall temur Þó Heiðar sé enn ungur að árum – fæddur árið 1995 – þá er hann með reynslumeiri leikmönnum Stjörnunnar. Hann er ánægður með fjölda ungra leikmanna sem hafa fengið tækifæri undanfarið en líkt og flestir þeirra er Heiðar uppalinn hjá Stjörnunni. „Það er geggjað að sjá þessa ungu stráka koma upp. Minnir mann á þann tíma þegar maður var sjálfur að koma upp. Ég er kominn með ágætlega mikið af leikjum svo ég telst sem reynslumikill leikmaður í liðinu. Ég reyni að nýta mína reynslu til að hjálpa ungu leikmönnunum að komast betur inn í hlutina og finna rétta taktinn.“ Eins og staðan er í dag hefur Heiðar spilað 15 Evrópuleiki fyrir Stjörnuna. Að endingu var hann spurður hvort það væri ekki stefnan að hafa spilað yfir 20 Evrópuleiki er tímabilinu væri lokið. Svarið var einfalt: „Klárlega,“ sagði Heiðar hlægjandi. Stjarnan mætir Bohemians klukkan 19.45 í Garðabænum. Leikurinn verður í beinni textalýsingu hér á Vísi.
Fótbolti Íslenski boltinn Stjarnan Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Enski boltinn Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Enski boltinn Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Enski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Enski boltinn Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Leik lokið: Afturelding - FH 29-35 | Sannfærandi sex marka sigur meistaranna Handbolti Fleiri fréttir Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Býst við að hætta áður en VAR nær til Íslands Útiliðin hafa fagnað í öllum úrslitaleikjunum síðustu 26 ár „Ég hefði getað skorað átta eða níu mörk í þessum leik“ Einkunnir úr úrslitaleiknum: Magnaður Ísak Snær en Víkingar langt frá sínu besta Sjá meira